Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 54
54 matur & vín Helgin 8.-10. maí 2015 Þ ið verðið að afsaka mig, ég er skítþunn-ur. Þið hóið bara ef þið hafið einhverjar spurningar,“ sagði Jacob Gram Alsing, framkvæmdastjóri Mikkeller, þegar hann tók á móti okkur við opnun Copenhagen Beer Ce- lebration. Hann var greinilega ekki sá eini þarna inni sem hafði seilst of langt ofan í bjórflöskuna kvöldið áður. Tveir heilir vinnudagar Copenhagen Beer Celebration, eða CBC eins og hátíðin er jafnan kölluð, er haldin í Sparta Hallen sem er skammt frá Parken. Þetta var í fjórða skiptið sem hún var haldin. Inni í salnum var allt komið á fullt. Hátt í þúsund gestir gengu á milli bása með glös í hendi og yfir öllu lá huggulegur pylsufnykur. Lofaði góðu. Á CBC koma saman hátt í fimmtíu af bestu brugghúsum veraldar í boði danska farand- bruggarans Mikkeller. Hátíðin stendur í tvo daga, tvær lotur eru á dag og hvert brugg- hús leggur til tvo bjóra í hverri lotu. Hvor lota stendur í fjóra tíma svo samtals er þetta fullur vinnudagur. Í þessari fyrstu lotu voru sem sagt eitthvað á bilinu 90-100 bjórar, miðir og vín í boði. Okkur tókst að komast yfir 33 bjóra sem verður að telj- ast bærilegt fyrir byrjendur. Reyndari menn rétt dreypa á hverjum bjór og snúa sér að þeim næsta en nýgræðingum hættir til að klára úr glösunum þegar eitthvað gott er í boði. Sænskur Snickers-bjór og mangó-IPA Hvað er svo í boði þarna? Maður fær hálfgert víðáttubrjálæði í byrjun en nær svo áttum. Við römbuðum fyrst á fund Boneyard-brugghússins frá Oregon en svo heppilega vildi til að annar af bjórum þeirra var léttur India Session Ale. Það var fínt að byrja á rólegum nótum áður en kom að sótsvörtum tunnuþroskuðum Stout-bjórum sem voru víða. Lengsta biðröðin var hjá brugghúsinu Three Floyds enda var þar hinn kunni Dark Lord á boð- stólum. Sá er 13% Russian Imperial Stout, afar margslunginn bjór með kaffi, vanillu og fleiru í bragðinu. Hann er aðeins bruggaður einu sinni á ári og er því nokkuð eftirsóttur. Mjög skemmti- legur bjór. Svo komu þeir í röðum. Inni á milli voru hefð- bundnir bjórar – nokkrir frábærir Pale Ale og IPA-bjórar og – en svo þeir sem skáru sig úr. Þar á meðal bjór sem smakkaðist eins og Snickers. Sá kallast Bourbon BA Peanut Butter Biscuit Stout og var bruggaður af sænska brugghúsinu Omnipollo. Annar skemmtilega furðulegur var tvöfaldur IPA-bjór frá Green Flash brugghúsinu sem bragð„bættur“ var með mangó og chili.  Bjór Fréttatíminn Fór á Copenhagen Beer CeleBration Pabbi þarf að vinna í dag Copenhagen Beer Celebration var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi og Fréttatíminn var á staðnum. Á há- tíðinni koma saman fimmtíu bestu brugghús í heimi og reiða fram sína bestu og furðu- legustu bjóra. Gestir geta smakkað hátt í 400 bjóra á tveimur dögum á milli þess sem þeir gæða sér á pylsum og fá sér tattú. Bjórarnir eru engir venjulegir fótboltabjór- ar; þarna voru sótsvartir tunnuþroskaðir bjórar í bland við humlaða IPA- bjóra og furðulega miði. Furðulegasti bjórinn bragðaðist þó eins og Snickers. Íslendingar áttu að sjálfsögðu sína fulltrúa á hátíðinni. Þarna voru meðal annars hópar frá Járn & gler, sem flytur Mikkeller inn til Íslands, og rekstraraðilum Mikkeller-barins á Ís- landi. Frá vinstri eru Andri Þór Kjartansson, Ingi, Ólafur Ágústsson, Jón Valur og Hrafnkell Magnússon sem rekur Brew.is. Svona gekk þetta fyrir sig. Milli þess sem bjór var smakkaður var hægt að kaupa sér svakalegar pylsur, osta, rif og fleira í þeim dúr. Þá var hægt að fá sér tattú, kaupa sér minjagripi eða slafra í sig kaffi ef sá gállinn var á manni. Kafloðnir pabbakroppar Auðvelt er að teikna upp hvernig hinn týpíski bjórnörd lítur út miðað við gesti há- tíðarinnar. Fyrir það fyrsta er ljóst að hann er ekki kona enda voru þær vart sjáanlegar þarna. Í öðru lagi er mér til efs að þarna hafi nokkur maður verið sléttrakaður. Flestir klæddust annað hvort stuttermabolum merktum brugghúsum eða með „fyndnum“ slagorðum. Og seint verður sagt að hinn almenni gestur hafi verið í góðu formi. Það passaði reyndar ágætlega því sama dag var hugtakið „pabbakroppur“ á allra vörum. Þessi fyrsta lota af fjórum var frábær upplifun. Fjórir klukkutímar af bjórsötri og spjalli og bjórarnir voru hver öðrum for- vitnilegri. Það virðist samt vera stórt skref að stíga að ætla sér að mæta á allar loturnar. 400 bjórar á tveimur dögum hljómar alla vega eins og ærinn starfi. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Pylsurnar komu frá John’s Hotdog Deli og menn röðuðu sjálfir bjórlegnum lauk, bjórsinnepi og remúlaði á þær. Sumir settu meira á þær en aðrir. Á CBC koma saman hátt í 50 bruggarar og kynna bjóra sína. Gestir hátíðarinnar labba á milli með glas og fá að smakka og spjalla við þá um tilurð bjóranna. Mikkel Borg Bjergsø, maðurinn á bak við Mikkeller, var eins og rokk- stjarna á svæðinu og ófáir bjórnördar gáfu sig á tal við hann og fengu að taka mynd af sér með honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.