Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 44
sömdum Út á stoppistöð og Strax í dag þegar við vorum að taka upp smáskífurn- ar sem komu út árinu áður,“ segir Jakob. „Þegar við ákváðum svo að fara út í árs- byrjun 1975 ákváðum við að taka Spilverk þjóðanna með okkur, þar sem við ætluðum að taka upp tvö lög með þeim í leiðinni, fyrir safnplötuna Hrif 2, sem átti að koma út seinna sama ár,“ segir Jakob. „Sigurð- ur Bjóla tók sér það bessaleyfi, sem seint verður fullþakkað, að koma með titillagið á plötuna, og bætti síðan um betur með lag- inu Í bláum skugga. Hann fangaði kjarna málsins, óumbeðinn. Með þessu stimplaði hann sig inn sem fullgildur meðlimur, sem og Egill [Ólafsson] með lögum eins og Dagur ei meir og Söng dýranna í Týról,“ segir Jakob. „Svo í rauninni varð hljóm- sveitin til í Majestic hljóðverinu í London.“ Skítadreifing Þórðar Árnasonar Sumar á Sýrlandi er full af allskyns glensi og það má heyra mikinn unggæðingshátt svífa yfir vötnunum. Þessi stemning hefur haldist allar götur síðan. „Við vorum að fjalla með gamansömum hætti um grafalvarlega hluti. Þennan neðanjarðarkúltúr hippanna, sem voru að fikta í allskyns djasssígarettum og bíbop pillum og kökum,“ segir Jakob. Voruð þið hippar? „Ég og Siggi Bjóla vorum nú skilgreindir hippar,“ segir Jakob. „Við vorum aðilar að kommúnu að Rauðará, þar sem Frímúrara- húsið stendur í dag. Ég tók að mér að sjá um húsið og skipuleggja hverjir borguðu hvað og slíkt. Við enduðum samt í smá fjárhags- kröggum og brugðum á það ráð að stofna fyrirtækið Skítadreifing Þórðar Árnason- ar,“ segir Jakob og hlær, en Þórður var um árabil gítarleikari Stuðmanna. „Við seldum hrossaskít sem áburð til útlendinga, sem höfðu ekki sama verðskyn á skít og við Ís- lendingar í þeirri óðaverðbólgu sem var á þessum tíma. Þetta var uppsprengdu verði og selt til Kaþólsku kirkjunnar, Landakots- skóla og til sendiráðanna,“ segir hann. „Ég uppgötvaði viðskiptamanninn í mér með þessu uppátæki.“ Átta „hittarar“ Á plötunni eru átta lög sem enn í dag eru greypt í íslenska dægurlagasögu. Lög sem hafa lifað góðu lífi síðustu 40 ár, og mörg þeirra lög sem ekki hægt er að fá leið á. „Það var ekki með votti af ásetningi sem það gerðist,“ segir Jakob. „Markaðslög- mál, peningahyggja eða útpælt ferli var bara víðsfjarri við þessar plötur Stuð- manna. Kannski var það frekar vegna æsku og græskuleysis meðlima. Þarna voru samankomnir flinkir tónlistarmenn sem voru að gantast með stílbrot og tungu- málið og gerðu það bara vel,“ segir Jakob. „Það við leyfðum okkur bara að hafa þetta eins og við vildum. Þegar menn kynnast á unglingsárum eru þeir með annars konar varnarkerfi gagnvart hver öðrum. Við uxum upp saman í mótunarferli. Þá leyfist manni að segja í rauninni hvað sem er, án þess að særa nokkurn. Það skilar sér á þessum fyrstu plötum Stuðmanna,“ segir Jakob. Excel skjal hefði eyðilagt plötuna Kjarni Stuðmanna er þessa dagana að hitt- ast og undirbúa þessa tónleika, sem verða í byrjun júní, og það er ennþá sami galsi sem svífur yfir vötnum. „Á annan hátt,“ segir Jakob. „Við Sigurður Bjóla höfum þekkst frá sex ára aldri og við förum ásamt Agli til Valgeirs á Stokkseyrarbakka og leggjum línurnar reglulega,“ segir hann. „Það eru nokkur lög sem verður áskorun að flytja eins og Andrés fór á andafund, sem aldrei hefur verið flutt opinberlega. Það verður ákveðin ögrun. Þessi lög eru frá þeim dásemdartíma þar sem átta lög gátu farið í spilun í útvarpinu. Öll í einu á einu stöðinni,“ segir Jakob. „Svoleiðis gerist auðvitað ekki í dag. Það hefði til dæmis ekki leyfst í dag að taka lag eins og Letter og snúa því á dönsku,“ segir hann. „Tómasi Magnúsi, bassaleikara sveitar- innar, fannst þetta góð hugmynd og okkur fannst hún bara of góð til þess að sleppa því. Við fórum bara alla leið með þessar hugmyndir og ég leyfi mér að fullyrða að Excel skjal hefði ekki verið góður leiðar- vísir fyrir Sumar á Sýrlandi, eða nokkra aðra plötu Stuðmanna,“ segir Jakob Frí- mann Magnússon stuðmaður. Í gær, fimmtudag, var opnað fyrir miða- sölu á þriðju tónleika Stuðmanna í Eld- borgarsal Hörpu, dagana 5. og 6. júní og má finn allar upplýsingar um miða á vef Hörpu. www.harpa.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Við seldum hrossaskít sem áburð til út- lendinga, sem höfðu ekki sama verðskyn á skít og við Íslendingar í þeirri óðaverð- bólgu sem var á þessum tíma. Mikið úrval af fallegum hönnunarvörum Fáðu sent heim að dyrum Síðumúla 21 | S: 537-5101 | Snuran.is Nagelstager repro - 4.500.- Djasssígarettur og Bíbop pillur Árið 1975 ákváðu nokkrir ungir menn í Reykjavík að stofna hljómsveit og gefa út hljómplötu. Þetta voru allt góðir vinir úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og sumir þeirra búnir að þekkjast frá blautu barnsbeini. Hópurinn kallaði sig Stuðmenn og lagt var á það ráð að fara til Lundúna til þess að taka upp gripinn. Nú, 40 árum og næstum 20 plötum síðar, skal fagna þessum tímamótum með veglegum hætti í Hörpu í byrjun júní. Forsprakkar sveitarinnar, Jakob Frímann Magnússon og Valgeir Guðjónsson, segja að Sumar á Sýrlandi hafi átt að fanga vissa undirheimastarfsemi var á þeim tíma í Reykjavík, en fyrst og fremst átti þetta bara að vera skemmtilegt. Á þessari fyrstu plötu Stuð-manna, Sumar á Sýrlandi, eru átta lög sem náðu gríð- armiklum vinsældum og hafa nær alltaf verið á lagalista sveitarinnar þegar hún kemur fram. Það eru ekki margar plötur í tónlistarsög- unni sem geyma 8 svokallaða hitt- ara. Jakob Frímann Magnússon segir þetta hafa bara æxlast svona. „Við vorum búnir að taka upp lögin Draumur okkar beggja og Honey, Will You Marry Me einhverju áður,“ segir Jakob Frímann þegar hann er spurður út í tildrögin. „Ég var svo búinn að sækja um nám í hljóðupp- tökum erlendis og þurfti til þess eitt bréf frá Ríkisútvarpinu þess efnis að ég væri gjaldgengur í þetta nám. Það bréf fékkst ekki þar sem ég var ekki starfsmaður svo ég varð að finna mér starfsþjálfun annars stað- ar,“ segir Jakob. „Við Valgeir vorum bara tveir í þessu til að byrja með. Jafn fullir leikgleði og vildum ólmir kynnast þessum störfum,“ segir Jakob. „Svo við fórum bara af stað.“ Bjólan kom með titillagið Stuðmenn byrjuðu fyrst að mótast í MH og þar urðu til fyrstu lögin sem enduðu svo á Sumri á Sýrlandi. „Við Steinka Bjarna Í laginu Strax í dag syngur kona sem ekki allir vita hver er. Þessi kona hét Steinunn Bjarnadóttir, kölluð Steinka Bjarna og var systir Hall- bjargar Bjarnadóttur söngkonu. Jakob segir þá félaga hafa rambað á þessa konu af algerri tilviljun þar sem hún bjó í sama húsi og vinir Stuðmanna. Hún var drifin í hljóðver þar sem hún flutti lagið á ógleymanlegan hátt. Hún ferðaðist svo með Stuðmönnum um landið árið eftir útgáfuna. „Þetta var gjörningur, eins og svo margt á þessari plötu. Það hefði ekki verið hægt að plana þetta. Við leyfðum hlutunum að gerast,“ segir Jakob Frímann. Myndirnar eru úr einka- safni sveitarinnar og eru frá þeim tíma sem platan er tekin upp.Á stærstu myndinn i má sjá meðlimi með grímur sem þeir klæddust á tónleikum í árdaga sveitarinnar. Þá vissu fáir hverjir hinir raunverulegu meðlimir Stuðmanna voru. 44 viðtal Helgin 8.-10. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.