Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 18
 www.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 Mest selda bó k ársins! janúar – apríl 2015 1 heildarlisti ✶ ✶ ✶ ✶ ✵ Steinþór GuðbjartSSon / MorGunblaðið „rauk beint í fyrsta sæti á metsölulistum … Snillingur á sínu sviði.“ Kolbrún berGþórSdóttir / Kiljan „drulluspennandi … rænir þig svefni.“ eGill HelGaSon / Kiljan Þau hafa verið gift í 30 ár og hafa gengið í gegnum súrt og sætt saman. Þau eiga eina dóttur saman, en fyrir átti Bjartmar tvær dætur. „Ég er kom- inn með sjö barnabörn,“ segir Bjart- mar. „Ég var búinn að afgreiða þessa hluti svolítið áður en við María kynnt- umst,“ segir hann og glottir. „Ég vildi ekki hafa öll eggin í sömu körfunni, þetta kallast dreifð eignaraðild. Þessi börn eru að verða eldri en við.“ Bjartmar tekur undir þau orð blaðamanns að hann sé farandlista- maður. „Já ég hef bara unnið við það sem mér hefur dottið í hug frá því ég var unglingur,“ segir hann. „Ég teiknaði hjá Vísi og Þjóðviljanum í gamla daga. Ég tók samt sveinspróf í málaraiðninni þegar meistarinn minn sagði mér að treysta ekki á listina alla ævi. Ég fór svo til Óðinsvéa 1992 þar sem ég lærði listmálun.“ „Við flúðum þegar Davíð Oddsson tók við,“ segir María. „Þetta hafði staðið lengi til,“ segir Bjartmar. „Ég opnaði vinnustofu þar og ég sannaði fyrir mér að ég gat lifað af þessu.“ Af hverju komuð þið þá heim á end- anum? „Dóttir okkar var að verða ungling- ur og foreldrar mínir voru orðnir veik- ir,“ segir Bjartmar. „Mamma dó svo stuttu eftir að við komum heim, og við fluttum austur með gamla mann- inn. Hann vildi alltaf fara þangað og við slógum bara til. Fengum húsið þar og hann fékk að deyja í sínu rétta umhverfi þremur árum síðar,“ segir Bjartmar. Hafa skilið í hálftíma Eftir að þau hjónin komu í bæinn ákvað María að fara að vinna með sínum manni. „Ég er að vinna fyrir Bjartmar Guðlaugsson,“ segir hún og brosir blítt. „Ég er búin að vera að pikka inn bók undanfarna mánuði sem er eftir Bjartmar. Hann er búinn að vera að skrifa þessa bók í tuttugu ár með hléum og hún kemur út innan tíðar. Svo er hann með margar aðrar í hausnum,“ segir hún. „Þetta er lífsreynslutengd lyga- saga,“ segir Bjartmar. Hefur þitt líf ekki verið eins og lygasaga, Bjartmar? „Jú ætli það ekki,“ segir hann. Er ekki líf og fjör að vera eiginkona þessa manns, María? „Jú bæði líf og fjör, en ég hef líka skilið við hann í hálftíma hér og þar,“ segir hún. „Hann getur verið pískari. Hann er þráhyggjusjúklingur og þarf alltaf að vera að. Ég þarf stundum að hvíla mig,“ segir María. Þarftu ekki að passa þig, Bjartmar? „Jú. Ég fékk áfall fyrir nokkrum árum,“ segir hann. „Ég er flogaveik- ur. Það sem er að mér og hef fengið greiningu við, er það að hægra heila- hvelið er kol-ofvirkt. Það starfar „non stop“. Ég hef verið svona alla tíð og aldrei nein svör hafa fengist við þessu fyrr,“ segir Bjartmar. „Ég vinn bara og vinn og drekk kaffi, og gleymi að éta í 16 eða 17 tíma ef ég er ekki minntur á það. Þetta er það sem ég vil bara gera,“ segir hann. „Ég gæti alveg setið á einhverju kaffihúsi og skitið út félagana. Ég nenni því ekki. Ég er einrænn maður og þetta er mín veröld. Ég kann ekki að hneykslast á öðru fólki.“ Er trúað fyrir lögunum Fyrr á árinu var Óskalag þjóðarinnar valið á RÚV og var það lag Bjartmars, Þannig týnist tíminn, sem hlaut þann titil. Bjartmar segist mjög þakklátur og þetta sé enn að sér á óvart. „Þetta eru mín nóbelsverðlaun frá þessari þjóð,“ segir hann. „Hann var baksviðs í Alþýðuhús- inu í Vestmannaeyjum að fara að spila á tónleikum og vissi ekki neitt,“ segir María. „Við mæðgurnar kom- um hoppandi og skoppandi með frétt- irnar, hlæjandi og grátandi.“ „Ég var staddur á staðnum þar sem ég byrjaði. Þar sem ég samdi mitt fyrsta lag. Ég er mjög þakklátur,“ seg- ir Bjartmar. „Þetta kom mér gjörsam- lega í opna skjöldu. Mig hefði aldrei grunað að þetta lag fengi þessa viður- kenningu,“ segir hann. „Mér finnst eins og mér sé trúað fyrir þessum lögum mínum. Þess vegna hef ég aldrei selt lögin mín í auglýsingar eða slíkt. Ég má ekki subba út hugsanir mínar, og lög eru ekkert annað en hugsanir. Þá hætta þau að hafa mein- ingu,“ segir Bjartmar. „Mér bauðst á sínum tíma að selja lögin mín til ein- hvers fyrirtækis, eins og sumir gerðu á sínum tíma. Því þá vissi ég að ég mundi sitja á 80 feik milljónum,“ seg- ir hann. „Ég hefði getað gert það og gert það sem mér dytti í hug, fyrir vextina. Ég þarf þess ekki. Í staðinn líður mér betur í hjartanu og tek það ekki nærri mér að hafa verið kallaður félagsskítur,“ segir Bjartmar. „Ég er einn af rétthærri mönnum í STEFi og mér finnst bara gott að hafa mín hugverk þar. Ég þakka líka fyrir það að hafa haldið þokkalega hreinni hugsun,“ segir hann. „Ég hef aldrei á ævinni eignast óvini. Framboðið hef- ur alveg verið nægt, en ég hef ekki áhuga á því að lána eitt megabæt af heilanum á mér til þess að dánlóda svoleiðis týpum,“ segir Bjartmar. Tónlistin er alltaf til, þó hún seljist ekki Bjartmar ætlar að halda áfram að lifa sínu lífi á sama hátt og hann hefur alltaf gert. Hann lítur björt- um augum fram á veginn og á um- hverfið í kringum sig. „Tónlistar- menn á Íslandi geta ekki kvartað,“ segir hann. „Við erum með fullt af húsum til að spila í. Hvert hitt- ið á fætur öðru á erlendri grundu. Krakkarnir sem eru að uppfylla drauma okkar gömlu popparanna. Við erum með lögvarinn höfundar- rétt hjá STEFi. Við erum með félag í kringum okkur og tónlistarskóla í hverju einasta bæjarfélagi,“ segir hann. „Hvað erum við að kvarta? Svo segja menn, tónlistin er búin því geisladiskurinn er búinn. Nei. Þetta verður ekki til á geisladisk- um, þetta verður til í höfðinu. Tón- list kom löngu áður en tæknin kom. Formattið kemur og fer, en tónlistin er og verður alltaf til,“ segir Bjart- mar Guðlaugsson listamaður. Sýning Bjartmars er í Gallerí firði og stendur fram á sunnudag. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Bjartmar og María hafa staðið hlið við hlið í gegnum lífið. Ljósmynd/ Hari. Þetta er hjálparlaus tilfinning að heyra svona fréttir af sínum nán- ustu. Bara hringingin. Stúlkan er fædd, en. Þá tekur biðin við. 18 viðtal Helgin 8.-10. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.