Fréttatíminn - 08.05.2015, Blaðsíða 70
TónlisT Þórir Úlfarsson gerir karókíÚTgáfur af íslenskum lögum fyrir sjónvarp símans
Eurovisionlög í karókíútgáfum spiluð 250.000 sinnum
Í sjónvarpi Símans má finna karókí
útgáfur fjölda íslenskra og erlendra
laga sem notendur þjónustunn-
ar geta skemmt sér við að syngja
heima í stofu. Búið er að gera út-
gáfur af 20 íslenskum Eurovision
lögum, 20 íslenskum jólalögum og
40 vinsælum íslenskum popplögum.
Maðurinn á bak við þessar útgáfur
er tónlistarmaðurinn Þórir Úlfars-
son sem hefur frá því í apríl á síð-
asta ári gert karókútgáfurnar.
„Ég geri þetta allt sjálfur með
leyfi frá höfundum, en þeir eru allir
til í að leyfa þetta,“ segir Þórir. Eins
og staðan er í dag er búið að spila
lögin nærri 250 þúsund sinnum og
lögin eru orðin 170, innlend sem er-
lend.
Vinsælasta Eurovisionlagið um
þessar mundir er framlag polla-
pönkaranna frá því í fyrra, Enga
fordóma. Þórir segir það örugglega
vegna þess að það er nýjast. „Ég er
ekki enn búinn að gera lagið henn-
ar Maríu Ólafs, einfaldlega vegna
þess að ég hef ekki náð í höfund-
ana,“ segir Þórir. „Ég efast um að
það náist fyrir keppnina í ár,“ segir
hann. Hvert lag tekur um 8 tíma í
vinnslu og er Þórir ekki búinn að
prófa að syngja þau. „Nei ég læt
aðra um það. Ég passa að þetta sé í
réttri tóntegund samt,“ segir Þórir
Úlfarsson tónlistarmaður. -hf
5 vinsælustu Eurovisionlögin í
Sjónvarpi Símans.
1. Enga fordóma
2. Draumur um Nínu.
3. Ég á líf
4. Til hamingju Ísland.
5. Is It True.
Þórir Úlfarsson við störf.
Endurútgefinn
vínyll
Sena bregst við gríðarlegri eftirspurn á
vínylplötum um þessar mundir og hefur í
hyggju að endurútgefa nokkra sígilda titla
úr íslenskri poppsögu. Vinnsla stendur yfir
á plötunum Lifun með Trúbrot, fyrstu plötu
Megasar, Sumar á Sýrlandi Stuðmanna
og Á bleikum náttkjólum sem Spilverk
þjóðanna gerði með Megasi árið 1977.
Plöturnar verða gefnar út í upphaflegum
umslögum með tilheyrandi textablöðum.
Von er á fleiri titlum frá Senu á vínyl síðar
á árinu.
GCD án G C og D?
Heyrst hefur að hin goðsagna-
kennda rokksveit GCD, sem
gerði allt vitlaust á tíunda
áratugnum með þeim Bubba
Morthens og Rúnari Júl í farar-
broddi, ætli að koma saman
aftur. Enn fremur hefur það
heyrst að Bubbi sé eini upp-
runanlegi meðlimur sveitarinnar
sem stígi á svið ef samningar
nást ekki. Rúnar er fallinn frá,
eins og allir vita, en heyrst hefur
að þeir Beggi Morthens og Gulli
Briem hafi ekki enn samþykkt
þessa ráðagerð. Spennandi að
sjá hverjar málalyktir verða, en
vissulega væri gaman að sjá GCD saman
á ný.
Höfundar í útrás
Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir
og Jón Atli Jónasson gáfu nýlega
út bækur sínar á erlendri grundu.
Bók Jóns Atla, Börnin í Dimmuvík
sem kom út á Íslandi árið 2013,
kom nýverið út í Frakklandi og
nefnist á frönsku Les Enfants De
Dimmuvík. Bók Auðar, Ósjálfrátt,
sem kom út hér á landi árið 2012,
kom hins vegar út í Danmörku og
heitir Livstörst á dönsku. Báðir
þessir höfundar eru í hópi ungra
ritskálda hér á landi og verður
gaman að fylgjast með viðbrögð-
um við bókunum í Danmörku og
Frakklandi. Það er Forlagið sem
gaf út bækurnar hér á Íslandi.
nýsköpun Hugmynd Háskólanema fær byr undir báða vængi
Sex nemar við Háskólann í Reykjavík, í áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja, fengu
óvenjulega hugmynd. Þeir áttu að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug til þess að framkvæma
og duttu niður á myndband á YouTube þar sem búið var að koma fyrir vatnsrennibraut í miðri
stórborg, á götunni. Þau ákváðu að fara aðeins lengra með þessa hugmynd og nú er hún að
verða að veruleika. Í miðborginni.
o kkur langaði að gera eitt-hvað flippað,“ segir Jökull Torfason, einn sexmenn-
inganna sem standa að verkefninu
Slip’N Slide Reykjavík sem snýst
um að koma fyrir vatnsrennibraut
á götu í miðbæ Reykjaíkur í sumar.
Hugmyndin byggir á því að
hafa 2-300 metra langa rennibraut
í miðbænum. Lagður yrði blautur
dúkur á götuna þar sem bæði yrði
hægt að renna sér niður á kútum
og án þeirra.
„Við duttum niður á myndband
á netinu þar sem þetta er gert og
okkur langaði strax að hrinda
þessu í framkvæmd,“ segir hann.
„Við erum búin að fá vilyrði frá
Reykjavíkurborg og Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri er búinn að
leggja blessun sína yfir þetta,“ seg-
ir Jökull en með honum í hópnum
eru þau Brynja Rut Blöndal, Bryn-
dís Ósk Valdimarsdóttir, Elín Lind
Jónsdóttir, Jóhannes Hilmarsson
og Klara Ingvarsdóttir.
„Við munum flytja inn 200 metra
langa rennibraut sem mun verða
lögð eftir einhverri góðri götu.
Við erum svolítið að horfa á Skóla-
vörðustíginn í þessu samhengi,“
segir Jökull.
„Við stofnuðum Facebook síðu
fyrir tveimur sólarhringum og
erum strax komin með yfir 2000
like, svo það eru margir áhuga-
samir,“ segir hann. „Við erum að
skipuleggja þetta með borgina
okkur við hlið og líklegast er að
þetta verði í júlí. Það er enginn í
hópnum sem hefur prófað akkúrat
þetta, en einn okkar prófaði svipað
í Kaupmannahöfn en það var ekki
svona stórt,“ segir Jökull.
„Þetta hefur verið mjög vinsælt
í Bandaríkjunum og þá helst í San
Fransisco þar sem brekkurnar eru
veglegar. Við erum komin með
nokkra styrktaraðila og erum í
viðræðum við fleiri. Þetta verður
opið öllum og bara hugsað sem
skemmtun, engin keppni,“ segir
Jökull Torfason, nemi við Háskól-
ann í Reykjavík.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Borgarstjóri blessar
vatnsrennibraut í bænum
Sexmenningarnir sem ætla að setja upp vatnsrennibraut í 101 Reykjavík í sumar. Líklegt er að það verði á Skólavörðustíg.
Ljósmynd/Hari
70 dægurmál Helgin 8.-10. maí 2015
Af hverju tekur barnið
mitt æðisköst?
Er samviskubit foreldra
eðlilegt ástand?
www.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39
Hvernig hjálpa ég
barninu mínu að sofna?
apríl 2015
1 fræði og
almennt efni