Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.05.2015, Side 30

Fréttatíminn - 08.05.2015, Side 30
Tónlistarbærinn Kópavogur K ópavogur fagnar um helgina 60 ára afmæli. Þetta næst stærsta bæjarfélag landsins hefur á undanförnum áratugum alið ungmenni sín á íþróttaiðkun og tón- listarnámi og fjöldinn allur af helstu listamönnum þjóðarinnar sleit barns- skónum í Kópavogi. Er þá hlutur Þórunnar Björnsdóttur, stofnanda Skólakór Kársness, og Björns Guð- jónssonar, stofnanda Skólahljóm- sveitar Kópavogs, stærstur í blóm- legu listastarfi bæjarins undanfarna áratugi. Hvort sem það er pönk, popp, þungarokk, djass eða klassík, þá hafa listamenn úr Kópavogi sett lit sinn á tónlistarlíf þjóðarinnar. Hér eru nokkur dæmi þekktra listamanna og hljómsveita úr Kópavogi. Listinn yrði enn lengri ef þeir listamenn sem búið hafa í bænum til langs tíma eru teknir inn í dæmið, en meðal þeirra eru þau Stefán Hilmarsson, Eyþór Ingi, Sigga Beinteins og Björn Thoroddsen, svo einhverjir eru nefndir. Á sunnudag- inn býður Kópavogur til mikillar veislu í Kórnum. Allir sem koma þar fram eru úr, eða búa í Kópavogi. Kópavogur er eins og Liverpool „Kópavogur er eins og Liverpool,“ segir Erpur Eyvindarson, Blaz Roca, sem alinn er upp á Kársnesinu. „Við þurftum bara að gera eitthvað, þurftum að djöflast og þess vegna voru allir inni í skúr að skapa. Það var engin veisla í íþróttamálum í Kópavogi hér áður fyrr, ekki eins og í dag. Fyrir utan kvenna- knattspyrnuna, og einhverjar nokkrar hræður sem fóru í eitthver sprikl. Þess vegna fóru bara allir að búa til músík í staðinn,“ segir Erpur. „Bærinn er byggður upp af því fólki sem ekki fékk lóðir í Reykjavík. Þeir sem fengu ekki lóðir í Reykjavík voru vinstri- menn, geðsjúklingar eða alkóhólistar. Þetta fólk fór í Kópavoginn og þess vegna er þetta besta bæjarfélag í heimi, með hjarta bæjarins í Hamraborg,“ segir Erpur. „Við látum okkur ekki leiðast. Við þurfum bara einn streng í gítarinn og þá er komið partí,“ segir Erpur, Blaz Roca. Fræbbblarnir Margir segja að íslenskt pönk hafi fæðst í Hamra- borg. Ríó Tríó Hinir stórskemmtilegu drengir sem aldrei eldast ólust upp og byrjuðu sinn tónlistarferil í Kópavogi. Bogomil Font Sigtryggur Baldursson Sykurmoli er Kópavogsbúi í húð og hár. Móeiður Júníusdóttir Móa þótt vera með einstakan stíl og var vel eftir henni tekið, hvar sem hún kom fram. Bræður hennar, þeir Guðlaugur og Krist- inn, fóru einnig fyrir Kópavogs- sveitunum Tjalz Gissur og Vínyll á sínum tíma. Emilíana Torrini Frægasta dóttir Kópavogs. Flutt heim, og að sjálfsögðu á sínar gömlu slóðir. Guðrún Gunnarsdóttir Poppsöngkonan og útvarps- konan ólst upp í Kópavogi og býr þar enn. Sigfús Halldórsson Einn dáðasti lagahöfundur þjóðarinnar setti svip sinn á bæinn. Eftir Sigfús liggja margar af helstu dægur- perlum þjóðarinnar. S/H Draumur Dr. Gunni og hans tríó var leiðandi í pönkvæddu ný- bylgjurokki í upphafi níunda áratugarins. Gissur Páll Tenórinn ljúfi sem ólst upp á Kársnesinu. Ásgeir Ásgeirsson Einn fremsti djassgítarleikari landins um þessar mundir. Erpur/Blaz Roca Erp þarf ekki að kynna fyrir neinum. Harðari talsmann Hamraborgarinnar er vart hægt að finna. Tvær Kópavogssveitir hafa unnið Músíktil- raunir. Soðin fiðla árið 1997 og Búdrýgindi árið 2002 Skólakór Kópavogs hefur verið í fram- varðarsveit íslenskra barnakóra í tæp 40 ár. Stjórnandi og stofnandi kórsins er Þórunn Björnsdóttir. Skólahljómsveit Kópavogs fagnar 50 ára afmæli árið 2017. Stjórn- andi hennar er Össur Geirsson. Dead Sea Apple Ein fremsta gruggsveit lands- ins á sínum tíma. Miklar vonir bundnar við útlönd á tíunda áratugnum. Strigaskór nr. 42 Þegar dauðarokkið reið yfir voru Strigaskórnir fremstir meðal jafningja, og svo er enn. Salka Sól Ein skærasta stjarna ungu kynslóðar- innar. Síðumúla 21 | S: 537-5101 | Snuran.is Opið virka daga 11-18 og laugardaga 12-16 Mæðradagurinn er á sunnudaginn Súkkulaði frá Hafliða í Mosfellsbakaríi fylgir með ef verslað er fyrir 5.000 kr. eða meira 30 úttekt Helgin 8.-10. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.