Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2005, Blaðsíða 137

Frjáls verslun - 01.08.2005, Blaðsíða 137
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 5 137 Í upphafi árs var gert ráð fyrir miklum vexti hjá Icelandair og þær áætlanir hafa að mestu gengið eftir. Við bættum inn áfangastöðum og fjölguðum einnig ferðum til staða sem voru áður í leiða- kerfi okkar. Gert er ráð fyrir að farþegar félagsins verði í ár um 1,5 milljónir og hefur þeim fjölgað um rúmlega 15% það sem af er ári. Við gerum ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Allt stefnir í að þetta verði stærsta árið í sögu Icelandair,“ segir Jón Karl Ólafs- son, forstjóri Icelandair. Á ríflega tuttugu árum hefur Jón Karl starfað í mörgum deildum FL Group. Hann segir að því hafi fátt komið sér á óvart þegar hann tók við núverandi starfi snemma þessa árs. „Hjá félaginu starfar frábært starfsfólk, sem er helsta auðlind þess. Í dag er mjög auð- velt að hefja flugrekstur, markaðir eru opnir og tækifærin mörg. Það sem þó kannski greinir á milli okkar og annarra félaga er hve góðan og reynslumikinn hóp starfsmanna við höfum. Þeir munu tryggja framtíð félagsins.“ Hágengið hefur áhrif Sem fyrr eru Kaup- mannahöfn og Lundúnir stærstu áfangastað- irnir í leiðakerfi Icelandair. „Markaðir okkar í Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa verið góðir á árinu. Afkoma okkar byggist mjög mikið á ferðamönnum, sem koma til Íslands og því höfum við nokkrar áhyggjur af háu gengi. Mjög mikið af tekjum okkar er í erlendum gjaldeyri og hefur gengisþróun því haft áhrif á tekjur okkar, eins og annarra útflutningsfyrirtækja. Hágengið leiðir líka af sér mjög hátt verðlag hér á landi. Þetta getur því haft áhrif á eftirspurn í framtíðinni og við höfum raunar nú þegar fundið fyrir því,“ segir Jón Karl. „Ísland verður sífellt dýrari áfangastaður. Við heyrum mikið rætt um þetta á mörk- uðum okkar erlendis. Við verðum að vera á varðbergi og vinna á móti þessu, meðal annars með efldu markaðsstarfi erlendis. Félagið hefur í gegnum tíðina unnið mjög vel í því að lækka kostnað eins og unnt er og það hefur hjálpað mikið til. Einingar- kostnaður okkar er lægri en flestra sambæri- legra flugfélaga. Við erum með aðra uppsetn- ingu en hin svokölluðu lágfargjaldafélög, en einingarkostnaður félagsins er engu að síður mjög nálægt því sem gerist hjá slíkum félögum. Þetta gerir samkeppnisstöðu félags- ins á öllum mörkuðum mun betri en ella.“ Vesturströndin kemur vel út Í maí sl. hóf Icelandair flug til San Francisco og verður flogið þangað fram til loka október. Gert er ráð fyrir að taka þráðinn upp að nýju næsta vor. Flugið til vesturstrandar Bandaríkjanna hefur gengið mjög vel og sætanýting hefur verið betri en reiknað var með. Stærsti markaðurinn á þessari leið eru farþegar á milli Ameríku og Evrópu. Til framtíðar er reiknað með að farþegum til Íslands frá Kali- forníu muni fjölga. Næsta vor hefur Icelandair flug til Manchester í Englandi. Að sögn Jóns Karls hefur markaður Icelandair í Bretlandi verið mjög vaxandi á undanförnum árum og mögu- leikarnir þar miklir. „Síðan á sér stað áhuga- verð þróun á Asíumarkaði. Við höfum stundað leiguflug til Japan núna um þriggja ára skeið og það eru ljóst að ef sá markaður vex áfram, verður mjög spennandi að skoða möguleika á áætlunarflugi til fjarlægari landa.“ Samkeppnin fjölgi farþegum Á sama tíma Icelandair styrkir sig í sessi eykst sam- keppnin bæði af hálfu Iceland Express og British Airways sem ætlar að hefja flug hingað til lands á vori komanda. Jón Karl segir þessa auknu samkeppni fyrst og síðast spennandi. Stjórnendur Icelandair gangi út frá því að aukin samkeppni í fluginu leiði til fjölgunar farþega og stækki ferðamarkaðinn hér innanlands. „Við höfum aldrei hræðst keppinauta okkar, enda höfum við verið í harðri sam- keppni á öllum okkar mörkuðum í langan tíma. Innkoma British Airways þýðir meiri umfjöllun um Ísland á mjög mikilvægu mark- aðssvæði. Þetta skapar mikil tækifæri, sem við munum nýta okkur. Það er mun betra að starfa á stórum vaxandi markaði, þar sem tækifæri eru til að ná árangri. Það versta sem getur gerst er að eftirspurn eftir flugi minnki, þá verða vandamálin fyrst erfið. Markmið okkar er alltaf að reyna að auka ferðamanna- straum til Íslands. Ísland er okkar helsti markaður og verður áfram. Við horfum mjög bjartsýn til framtíðar.“ ICELANDAIR • JÓN KARL ÓLAFSSON TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Farþegum Icelandair hefur fjölgað um 15% á árinu og reiknað er með að þeir verði um 1,5 milljónir. Nýir áfanga- staðir koma vel út. Aukin samkeppni skapar tækifæri. STÆRSTA ÁRIÐ Í SÖGU FÉLAGSINS DÓTTURFÉLAG FL GROUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.