Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2008, Síða 8

Víkurfréttir - 18.12.2008, Síða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Bryndís Einarsdóttir, dans- kennari frá Njarðvík, byrjaði með dansnámskeið í Bryn Ballett Akademíunni á Vallarheiði í Reykjanesbæ í haust og hefur fengið frá- bærar viðtökur. Um er að ræða jazzballettnámskeið annars vegar og ballett- námskeið hinsvegar. Ballettinn er kenndur krökkum frá þriggja ára aldri, en í jazzinum skiptast námskeiðin í 13-15 ára og 16 ára og eldri, og hyggst Bryndís einnig byrja með námskeið fyrir 10-12 ára ef næg þátttaka fæst. Síðastliðin 15 ár hefur Bryn- dís búið erlendis og kennt dans ásamt því að stunda leiklistarnám í Los Angeles, en þar dvaldi hún í 11 ár. Frá Los Angeles flutti hún til Englands þar sem hún stofnaði Bryn Ballett Aka- demíuna, en Bryndís hefur einnig kennt dans í Japan. Eftir að hún fluttist heim fór hún að kenna hjá Jazzball- ettskóla Báru í Reykjavík. Þegar Bryndís komst að því að enginn dansskóli væri Ballettakademían fær frábærar viðtökur Hádegistón- leikar í Listasafni Reykjanesbæjar Þá er komið að árlegum há- degistónleikum desember- mánaðar. Að þessu sinni er það Nýi kvartettinn sem mun flytja lög af nýútkomnum diski sínum föstudaginn 19. desember. Kvartettinn skipa þeir Gissur Páll Gissurarson tenórsöngv- ari, Hjörleifur Valsson fiðlu- leikari, Árni Heiðar Karlsson pí anó leik ari og Örn ólf ur Kristjánsson sellóleikari. Allar útsetningar á lögunum eru unnar af þeim sjálfum og er bakgrunnur þeirra mjög fjöl- breyttur og gætir áhrifa bæði úr klassík og djassi. Dagskrá tónleikanna verður verulega fjölbreytt og hátíðleg og gleðileg stemning á þessum tónleikum. Tónleikarnir verða haldnir í Listasafni Reykjanesbæjar föstudaginn 19. desember kl. 12:15 og verður boðið upp á jólaglögg og piparkökur. starfandi í Reykjanesbæ ákvað hún að slá til og stofn- aði Ballett Akademíuna, sem nú starfar í íþróttahúsinu á Vallarheiði. Þar kennir hún eftir fyrirkomulagi sem notað er í Royal Academy of Dance, en það eru alþjóðleg samtök fyrir danskennslu og þjálfun, og útskrifaðist Bryndís þaðan fyrir nokkrum árum. Kerfið byggir á gráðum sem maður vinnur sér inn með því að taka próf, og er markmiðið að hækka sig upp í gráðum, en þessi próf eru viðurkennd um allan heim. Í framtíðinni langar Bryn- dísi að halda danskeppnir og sýningar og útvíkka starfsemina hér á Suður- nesjum. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfang hennar, brynballett@gmail.com, eða í síma 772-1702, og virðist framtíðin í dansinum björt hjá þessari framtakssömu dans- og leikkonu og er um að gera fyrir upprennandi dansara að skrá sig. Til gamans má geta þess að ný námskeið hjá Bryn Ballett Akademiunni [BBA] hefjast þann 5. janúar nk. Þá hefur Bryndís einnig hug á að koma á námskeiðum fyrir „gömlu jazzarana“ eða konur sem voru í jazzballett hér Suður með sjó fyrir mörgum árum. MYNDBAND ÚR BALLETTAKADEMÍUNNI ER Á VF.IS Te xt i: H ild ur B jö rk P ál sd ót tir // M yn di r: H ilm ar B ra gi B ár ða rs on

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.