Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2008, Page 47

Víkurfréttir - 18.12.2008, Page 47
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2008 47STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Fasteignasalan Stuðlaberg · Hafnargötu 29 · 2. hæð 230 Reykjanesbæ · Sími: 420 4000 · Fax: 420 4009 www.studlaberg.is Stuðlaberg óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Þökkum viðskiptin á árinu. Stuðningur við björgunar- sveitirnar á Suðurnesjum er milvægur og senn fer í hönd stærsta fjáröflun sveitanna, þegar f lugeldamarkaðir björgunarsveitanna verða opnaðir eftir jólin. Forsvars- menn flugeldasölunnar hjá Björgunarsveitinni Suðurnes eru brattir þrátt fyrir kreppu- ástand. Nú skiptir hins vegar stuðningur almennings við starf björgunarsveitanna meira máli og Björgunar- sveitin Suðurnes leggur allt sitt traust á bæjarbúa fyrir áramótin. Eins og undanfarin ár verður Björgunarsveitin Suðurnes með tvo sölustaði með flug- elda í Reykjanesbæ. Aðal- sölustaðurinn verður í höf- uðstöðvum sveitarinnar við Holtsgötu, hinn verður við Reykjaneshöllina. Úrvalið verður ekki minna en í fyrra og um þessi áramót getur fólk skotið upp útrásarvíkingum, ríkisstjórninni og banka- mönnum. Björgunarsveitin Suðurnes hefur haft aðalsölustað sinn í björgunarstöðinni við Holts- götu til margra ára. Nú hefur sveitin haft spurnir að því að einkaaðili ætli að selja flug- elda svo gott sem í næsta húsi. Björgunarsveitarmenn óttast að fólk komi til með að ruglast og að þeir sem ætli að versla flugelda af björgunar- sveitunum villist inn á ranga sölustaði. Þess vegna leggja björgunarsveitirnar áherslu á að fólk spyrji þegar það er á sölustöðum flugelda hvort það sé að versla við björgunarsveit- irnar. Merkingar og litir hjá einkaaðilum líkist mjög því sem gerist hjá björgunarsveit- unum. Þá viti björgunarsveit- irnar um dæmi þess að fólk hefur talið sig vera að versla við björgunarsveitirnar en verið á sölustöðum einkaaðila. Í ár mun Björgunarsveitin Suðurnes vera með söfnun- arkassa á sölustöðum sínum þar sem gömlum GSM símum verður safnað. Þeir fara til end- urvinnslu og verður komið í notkun í þróunarlöndum. Þá má benda á að hin árlega flugeldasýning Björgnuar- sveitarinnar Suðurnes verður við sölustaðinn á Holtsgötu þann 28. desember. Þá verður sveitin með sölu flugelda fyrir þrettándann eins og undan- farin ár. Þrettándasalan hefur reynst sveitinni vel en tekj- urnar af flugeldasölunni fara til reksturs og tækjakaupa hjá þessari stærstu björgunarsveit á Suðurnesjum. Björgunarsveitirnar í Sand- gerði, Grindavík og Vogum verða einnig með sölu á flug- eldum fyrir þessi áramót. Stuðningur við björgunarsveitirnar er mikilvægur Flugeldasala fyrir áramótin:

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.