Víkurfréttir - 10.05.2012, Side 14
14 FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
vegna kjörs forseta Íslands
Sýslumaðurinn í Keflavík
7. maí 2012
Þórólfur Halldórsson sýslumaður
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs, sem fram á að fara
30. júní 2012, er hafin hjá sýslumanninum í Keflavík, og verður sem hér
segir á skrifstofum sýslumannsins í Keflavík, Vatnsnesvegi 33,
Reykjanesbæ og Víkurbraut 25, neðri hæð, Grindavík:
Reykjanesbær:
Grindavík:
Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra fer fram
26. - 28. júní nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnunum.
Fjölmenningardagurinn var haldinn hátíðlegur í Reykja-
nesbæ sl. laugardag en mark-
miðið var að fagna fjölbreytileika
í samfélaginu og draga fram kosti
þess að búa í fjölbreytilegu um-
hverfi.
Sigríður Víðis Jónsdóttir, höfundur
verðlauna – og metsölubókarinnar
Ríkisfang: Ekkert hélt fyrirlestur
um bók sína og umfjöllunarefni
hennar sem er líf og reynsla pal-
estínskra flóttakvenna sem fengu
hæli á Íslandi árið 2008 eftir að hafa
þurft að flýja frá Írak í kjölfar Íraks-
stríðsins. Aleksandra Bosnjak, nemi
hjá Miðstöð símenntunar á Suður-
nesjum sagði frá upplifun sinni á
Íslandi og reynslu sinni af stríðinu í
fyrrum Júgóslavíu. Nemendur Tón-
listarskóla Reykjanesbæjar spiluðu
fyrir gesti m.a. á harmonikku, selló
og píanó en einnig létu söngnemar
ljós sitt skína. Í boði voru kræsingar
frá ýmsum löndum eins og Íslandi,
Póllandi, Honduras, Kyrgistan,
Makedoníu, Íran og Nígeríu og á
meðan gestir gæddu sér á fram-
andi góðgæti var hægt að fylgjast
með landkynningu frá Póllandi og
Hondúras.
Fjölmenningardagurinn
haldinn hátíðlegur
Það er gaman að fylgjast með danstíma þar sem einbeiting
í bland við hlátrasköll einkenna
vinnuna á bakvið sýninguna
sem er í vændum. Bæði nem-
endur og kennarar eru spenntir
fyrir helginni og eru æfingarnar
farnar að segja til sín. Upprenn-
andi dansarar eru að kljást við
aumar tær, marbletti eftir veltur
og snúninga og brunasár, vit-
andi það að nú eru þau að kljást
við alvöru dansverkefni með til-
heyrandi hliðarverkunum. Það
heyrist í nemendum keppast
um hver sé nú með stærsta mar-
blettinn eftir herðakollhnísinn
og litla stúlkan með síða hárið
vinnur þá keppni með bros á
vör.
Við tókum hana Ástu Bærings,
danskennara og eiganda Dans-
Kompaní, tali og vildum heyra
hvað væri um að vera þessa dag-
ana.
Vorsýningin á sunnudaginn
„Þetta er annasamasti tíminn
þannig að ég veit varla hvar ég
að byrja. En jú, eins og sést þá er
dansskólinn undirlagður af vinnu
fyrir komandi vorsýningu,“ segir
Ásta. Fjöldi nemenda eru að máta
búninga og þegar litið er inn í sal
þá sést fullur salur af dansandi
verkamönnum. Það vekur upp
nokkrar spurningar og kemur
í ljós að unnið er út frá þema á
hverri vorsýningu og í ár heitir
sýningin 24 TÍMAR. „Sýningin
fjallar sem sagt um hinn venjulega
dag í lífi fólks og þau verkefni
sem dúkka upp. Sýningin hefst
að morgni til þar sem verið er að
vakna og gera morgunverkin svo
kemur næsta atriði þar sem farið
er í morgunsundið og svo fram-
vegis. Það er meira að segja atriði
sem gerist í súpermarkaðnum og
á elliheimili en sýningunni lýkur
svo á baráttunni við að fara að
sofa aftur. Áhorfendur eiga eftir
að skemmta sér vel á þessari sýn-
ingu, hún er kómísk og flott.“
Tvær sýningar verða á sunnudag-
inn 13. maí í Andrew‘s Theatre og
er þetta lokapunkturinn á vetr-
inum ár hvert og er öllum vel-
komið að mæta. Það þýðir þó ekki
að sumarfrí sé hafið hjá starfsfólki
skólans. Vinna við undirbúning
næsta vetrar hefst strax og kom
margt áhugavert í ljós þegar spurt
var nánar út í það.
Ný námsskrá næsta veturs
kynnt á þriðjudaginn
Verið er að auka úrval danstíma
fyrir nemendur og auka þjónustu.
Þetta er gert að kröfu metnaðar-
fullra nemenda og kennara. „Við
höldum að sjálfsögðu í uppruna-
lega grunnskipulagið en erum að
gefa nemendum færi á að ná enn
meiri árangri með því að sækja
fleiri og fjölbreyttari tíma. Mark-
miðið mitt hefur frá upphafi verið
að skapa sterka dansara með
fjölbreytta dansþjálfun. Næsta
vetur geta strákarnir æft oftar í
viku breikdans, hip hop, liðleika
og fleira á meðan stelpurnar geta
æft jazzballett, contemporary, hip
hop, ballett, liðleika, music theatre
og fleira skemmtilegt,“ segir Ásta
aðspurð um þær breytingar sem
von er á. Það er því ljóst að kenn-
arar fara ekki í frí eftir vorsýningu
en ný námsskrá verður kynnt
fyrir öllum áhugasömum næst-
komandi þriðjudag kl.17 í Odd-
fellow-húsinu í Grófinni. „Öllum
nemendum okkar og forráða-
mönnum er boðið en við viljum
sjá ný andlit og tökum vel á móti
öllum sem vilja kynna sér það sem
við erum að gera.“
Að lokum má benda áhuga-
sömum á að DansKompaní býður
upp á frítt dansnámskeið í júní og
er hægt að kynna sér það betur á
vefsíðu dansskólans, www.dans-
kompani.is.
Aumar tær, marblettir, brunasár og eintóm gleði