Víkurfréttir - 10.05.2012, Page 22
22 FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIRFI MTUDAGURI N 8
útspark Ómar JÓhannsson
Ómar Jóhannsson, markvörður og
starfsmaður í Fríhöfninni sparkar
pennanum fram á ritvöllinn.
Leikdagur
Það má segja að formlegur undirbúningur fyrir leik hefjist deg-
inum áður. Laugardagsæfingin er kl. 10 að morgni og við fáum
að æfa á aðalvellinum. Létt æfing sem fer aðallega í að skerpa á
nokkrum atriðum fyrir morgundaginn. Völlurinn er í sérstaklega
góðu standi þökk sé Sævari Leifs sem hugsar um hann eins og
barnið sitt. Vona reyndar að hann hafi ekki séð um að klippa
börnin sín eins og grasið á vellinum, en þið vitið hvað ég meina.
Að æfingu lokinni er haldið upp í félagsheimilið þar sem dýrindis
kássa bíður okkar með fersku salati og hrísgrjónum. Menn gúffa
þessu í sig á met tíma eins og svöngum íþróttamönnum einum
er lagið. Sigurbergur fær sér ábót. Zoran spjallar svo aðeins við
okkur um morgundaginn áður en við fáum að fara.
Tíminn líður ekkert sérstaklega hratt á sunnudögum þegar spilað
er um kvöldmatartímann. Mæli með því að ungu leikmennirnir
eignist börn sem fyrst, þau sjá til þess að maður hafi örugg-
lega eitthvað fyrir stafni. Við hittumst svo í klefanum okkar í
sundkjallaranum kl. 17. Það er alltaf einhver aukaspenna fyrir
fyrsta leik. Það á loksins að hleypa kúnum út. Maður fer tvisvar
sinnum yfir töskuna áður en lagt er af stað, maður má alls ekki
gleyma neinu. Samt vildi ég stoppa bílinn þegar ég var kominn í
Njarðvíkurnar og athuga í þriðja sinn hvort allt sé ekki örugglega
í töskunni. Ísak keyrir bílinn og skartar glæsilegri hárgreiðslu.
Við erum mættir í Fylkisheimilið um 40 mínútum seinna. Það
er nóg pláss í klefanum enda fáum við tvo meðalstóra klefa sem
liggja saman og tveir stórir sturtuklefar á milli. Falur er búinn
að koma sér fyrir með sjúkratöskuna og nuddbekkinn í öðrum
sturtuklefanum. Dói er búinn að brjóta saman búningana ásamt
upphitunargalla og handklæði. Númerin snúa upp þannig að
menn eru fljótir að finna fötin sín. Við erum tímanlega á ferðinni
þannig að við göngum út á völl til að kíkja á grasið í Árbænum.
Zoran og Gunni spjalla svo aðeins við okkur þegar við komum inn
og leggja línurnar fyrir leikinn. Þetta eru engin geimvísindi en
samt nauðsynlegt að vera með allt á hreinu.
Fransi tók að sér að setja saman tónlistina sem spiluð er í klef-
anum enda heimsfrægur fyrir góðan og fjölbreyttan tónlistar-
smekk. Það er frekar rokkað, gömlu mennirnir eru ánægðir með
það. Falur byrjar á þeim sem þurfa að fá teipaða ökkla og aðra
auma staði áður en hann fer að nudda. Alltaf nóg að gera hjá Fal á
leikdegi. Ungu strákarnir passa að það sé vatn í brúsum og boltar,
vesti og keilur til staðar. Menn reima á sig nýja skó sem búið er að
hlaupa til í vikunni og svo er farið að hita upp kl. 18.35. Þá höfum
við 30 mínútur til að hita upp áður en farið er aftur inn í klefa.
Þar höfum við nokkrar mínútur til að gera okkur klára fyrir leik
og peppa hvorn annan upp. Dómarinn flautar frammi á gangi til
merkis um að við eigum að ganga út á völl.
Eftir leik sitjum við frekar súrir inni í klefanum. Jafntefli á útivelli
í fyrsta leik eru ekki slæm úrslit en í hálfleik vorum við vongóðir
um sigur eftir að hafa spilað vel í fyrri hálfleik. Halli er kallaður
í viðtal fram á gang. Hann þarf að svara spurningum um leikinn
og hvað honum finnst um hinar og þessar spár. Það er mikið spáð
í spár. Fylkismenn bjóða okkur í súpu og brauð eftir leik áður en
við höldum heim. Fyrsta leik íslandsmótsins er lokið.
Næsta blað kemur út miðvikudaginn 16. maí.
Skilafrestur á auglýsingum er því mánudaginn
14. maí til kl. 17. Auglýsingasíminn er 421 0001
og pósthólfið er gunnar@vf.is
vf.is
Grannaslagur í Grindavík í kvöld þegar heimamenn fá Keflavík í heimsókn:
„Þetta er í raun bara sex stiga
leikur ef maður spáir í því, afar
mikilvægur. Maður ætlar sér
alltaf að vinna Keflavík,“ segir
Grindvíkingurinn Alexander
Magnússon en það verður sann-
kallaður víkingaslagur í kvöld í
Grindavík þegar heimamenn fá
Keflavík í heimsókn í annarri um-
ferð Pepsi-deildarinnar í knatt-
spyrnu.
Leikir liðanna í fyrra voru litríkir.
Liðin unnu þá bæði útileikina.
„Þetta hafa í gegnum tíðina yfir-
leitt verið mjög jafnir leikir. Þeir
hafa einkennst kannski meira af
baráttu en öðru og við munum búa
okkur undir baráttu í þessum leik,“
segir Gunnar Oddsson aðstoðar-
þjálfari Keflvíkinga sem vonast
þó til þess að veðrið leyfi góðan
fótbolta. Gunnar segir Keflvíkinga
alla jafna leggja upp með að spila
góðan fótbolta en hann býst við
því að það verði erfitt að brjóta lið
Guðjóns Þórðarsonar á bak aftur.
„Lið undir hans stjórn eru yfirleitt
mjög skipulögð og föst fyrir, þau
gefa sjaldan færi á sér. Við teljum
okkur geta fundið leiðir til þess að
skora á þá“.
Alexander sem lék sem bakvörður
í fyrra og skoraði m.a. á skemmti-
legan hátt úr víti í einum leiknum
hefur verið á miðjunni að undan-
förnu, segir að Keflvíkingar séu
alltaf skeinuhættir en hann er lítið
að pæla í liðum andstæðinganna.
„Ég hef séð liðið spila og það eru
þarna hættulegir menn eins og
Guðmundur Steinars og Jóhann
Guðmundsson. Það er vonandi
að við tökum bara þrjú stigin á
heimavelli. en þar segist hann
kunna vel við sig. „Ég gegni frekar
varnarsinnuðu hlutverki þar en þó
fær maður líklega að skjótast fram
stöku sinnum.“
Jafntefli í fyrstu umferð
Fyrsti leikur Keflvíkinga gegn Fylki
í deildinni var kaflaskiptur að mati
Gunnars en hann segir að Keflvík-
ingar hefðu hæglega getað klárað
dæmið í fyrri hálfleik þegar þeir
höfðu tak á leiknum. „Eftir að þeir
jafna þá kom smá taugatitringur
hjá okkur en við færðum þeim
þetta mark alveg upp í hendurnar.
Ómar sá svo til þess að við fengum
svo ekki annað mark á okkur. Þegar
uppi var staðið þá vorum við til-
lölulega sáttir við stigið,“ segir
Gunnar.
Keflvíkingar hljóta þó að ætla sér
fleiri stig í Grindavík?
„Við förum með eitt stig með okkur
til Grindavíkur og ætlum að freista
þess að sækja hin tvö. Við förum
í þennan leik, eins og alla aðra til
þess að ná sem mestu út úr honum,
það eru hreinar línur.“
Gunnar segir byrjunina á mótinu
lofa góðu og að áhorfendur virð-
ist ekki láta kuldann aftra sér að
mæta á völlinn. „Það var vel mætt
í fyrstu umferðina og vonandi taka
Suðurnesjamenn líka við sér,“ sagði
Gunnar að lokum.
Alexander var ágætlega sáttur með
það að sækja stig í Kaplakrika í
fyrsta leik gegn FH en lokatölur
urðu þar 1-1. „Það var kannski
svekkjandi að missa þrjá punktana
eftir að hafa fengið á okkur víti.“
Alexander Magnússon sem var
einn af bestu leikmönnum Grinda-
víkur í fyrra er óðum að jafna sig
af meiðslum þessa dagana en hann
býst passlega við því að vera klár
fyrir grannaslaginn í Grindavík.
„Ég fór í speglun fyrir skömmu og
mér líður nokkuð vel núna,“ segir
Alexander en hann vonast til að
komast í liðið fyrir leikinn gegn
Keflavík.
Brennslustöð Kölku Helguvík
ATVINNA Í BOÐI
Kalka Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbær - Sími: 421 8010 - Netfang: kalka@kalka.is - Heimasíða: www.kalka.is
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir starfsmanni í brennslustöð fyrirtækisins.
Um er að ræða sumarafleysingastarf með möguleika á fastráðningu. Unnið er á vöktum.
Gerðar eru kröfur um menntun sem nýtist í starfið s.s. vélstjórnarréttindi
og/eða menntun á sviði raf- eða vélvirkjunar.
Starfsmenn í brennslustöð þurfa að hafa frumkvæði og góða samskiptahæfni,
geta unnið skipulega og sjálfstætt og vera vel tölvufærir.
Góð enskukunnátta er kostur.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 421-8010, netfang jon@kalka.is
Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2012.
Umsóknir sendist til Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf.
Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ
Sex stiga leikur
Á laugardaginn var héldu Grindvíkingar sína árshátíð og fóru yfir uppskeru vetrarins í körfuboltanum. Hátíðin var hin veglegasta
að venju og var dýrasta dúó landsins mætt til að trylla lýðinn en það
voru þeir Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds. Jón Björn Ólafsson rit-
stjóri karfan.is og fyrrum starfsmaður Víkurfrétta stýrði veislunni af
röggsemi og lét skotin dynja á vel völdum Grindvíkingum.
Hátíðin var hin veglegasta enda höfðu Grindvíkingar ærna ástæðu til
þess að fagna. Jóhann Árni Ólafsson var valinn besti leikmaður vetrar-
ins og Þorleifur Ólafsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.
Hjá stúlkunum var það Berglind Anna Magnúsdóttir sem var valinn
besti leikmaður, Ingibjörg Sigurðardóttir var valinn efnilegasti leik-
maðurinn, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir var besti varnarmaður vetrarins
og svo var það Jean Lois Sicat sem þótti sýna mestu framfarir yfir
veturinn.
Jóhann og Berglind best
Úr leik Keflavíkur og Grindavíkur á Nettóvellinum í Keflavík sl. sumar.