Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2012, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 04.10.2012, Qupperneq 8
fimmtudagurinn 4. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR8 Talsvert um óhöpp um helgina Talsvert var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum undir og um helgina. Karlmaður á fimmtugsaldri ók bifreið sinni upp á hringtorg í Njarðvík og sat hún þar föst í grjóti. Hringja þurfti eftir dráttarbíl til að losa hana. Enn fremur rákust tveir bílar saman í Njarðvík. Slys urðu engin á fólki. Þá valt bíll á Reykjanesbraut við Voga. Tveir voru í honum og slösuðust þeir ekki alvarlega. Tvítugur karlmaður missti stjórn á bíl sínum á Bláalónsvegi þegar hann var að stilla útvarpið. Bíllinn hafnaði utan vegar og skemmdist nokkuð. Loks missti ökumaður bifhjóls í Keflavík stjórn á því með þeim afleið- ingum að hjólið féll í jörðina. Ökumaðurinn marðist en slapp að öðru leyti ómeiddur. Gerir hvað sem er fyrir frægðina Að þessu sinni er F S - i n g u r v i k - unnar Dalrós Líndal Þóris d óttir, tv ítug Njarðvíkurmær sem stundar nám á félags- fræðibraut. „Ég fann mig á þeirri braut eftir að hafa prófað tvær aðrar,“ segir Dalrós sem ekki hefur alveg ákveðið hvað hún tekur sér fyrir hendur í fram- tíðinni, stefnan er þó tekin upp á við og íslenka tungumálið heillar hana. Samhliða námi starfar Dalrós á Olsen Olsen og þessa dagana er hún sjúk í tónlistina hans Ásgeirs Trausta. Af hverju valdir þú FS? Það kom einhvern veginn aldrei neinn annar skóli til greina, aðallega vegna þess að mér fannst það sjúklega óspennandi að fara á milli Keflavíkur og Reykjavíkur á hverjum morgni. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Bara ótrúlega fínt, heljarinnar veisla á hverjum degi. En ég viðurkenni að ég hef ekki verið dugleg við að taka þátt í því. Ertu að vinna með skóla? Já, hef alltaf verið heppin með vinnu með náminu. Núna er ég að vinna á Olsen Olsen, þessir borgarar steikja sig ekki sjálfir. Svo er ég einnig með stelpu í liðveislu. Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum? Nei, ekki nema kannski bara ræktin í byrjun janúar eins og svo margir. Hvað borðar þú í morgunmat? Það sem mér dettur í hug hverju sinni. Því óhollara því betra. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Ég kem til með að gera hvað sem er fyrir frægðina. Hvað fær þig til að hlæja? Það er svo ótrúlega margt. Ég á mjög auðvelt með að hlæja yfir fyndnum svipum á fólki en mér finnst alltaf skemmtilegast þegar fólkið í kringum mig fær mig til að hlæja – fólk sem fær mann til að hlæja er besta fólkið. Sjónvarpsþættir Breaking bad, það eru eflaust einhverjir sem öf- unda mig af því að vera rétt byrjuð á þriðju seríu. Vefsíður Ég er auðvitað föst inni á facebook eins og flestir svo skoða ég trendnet.is á hverjum degi. Skyndibiti Olsen Olsen og ég, alls staðar. Kennari Ég ætla að segja Hlynur hagfræðikennari, ég hef mjög gaman að honum. Mér semur annars vel við flesta kennarana mína. Fag Íslenskan heillar. Tónlistin Ég er rosaleg þegar kemur að tónlist. Ég er í frekar rólegum gír þessa dagana og eins og svo margir aðrir þá er ég sjúk í tónlistina hans Ás- geirs Trausta og mér finnst líka mjög fínt að hlusta á Valdimar og The Weeknd en þegar ég er í algjörri slökun hlusta ég á Antony and the Johnsons, vinir mínir hafa líka náð að fá mig til þess að hlusta á Gísla Pálma, ég trúi því varla ennþá. En inn á milli stilli ég á Gullbylgjuna. FS-INGUR VIKUNNAR EFTIRLÆTIS... Suðurnesjamaðurinn Einar Lárus Ragnarsson hefur tekið að sér versl- unarstjórn í Húsasmiðjunni í Reykja- nesbæ en hann hefur síðastliðin tólf ár starfað við innkaup hjá fyrirtækinu í höfuðstöðvum þess í Reykjavík. Hann hefur starfað hjá Húsasmiðjunni á sautjánda ár og átti meðal annars þátt í opnun verslunarinnar á Smiðjuvöllum í nóvember árið 1996 þar sem hann vann í rúmt ár áður en hann hélt aftur í bæinn til starfa í innkaupadeildinni. Einar var þá aftur fluttur suður og hefur keyrt á milli síðastliðin 14 ár en hann er fæddur og uppalinn á Suðurnesjum, bjó fyrstu árin í Njarðvík en flutti síðan til Keflavíkur. Í samtali við Víkurfréttir sagði Einar Lárus að ýmsar breytingar standi nú yfir í versluninni og má þar helst nefna að aðkoma verktaka og iðnaðarmanna hefur tekið á sig nýja mynd en verið er að færa pípulagnadeild úr verslunarrýminu nær timbursölunni og öll aðstaða fyrir pípara bætt til hins betra. Ráðinn hefur verið annar fagmaður í deildina til að bæta þjónustuna enn frekar. Blómaval verður stækkað og vöruúrval einnig aukið þar, en nýr starfsmaður Blómavals er Sólveig Óladóttir sem m.a. hefur rekið blómaverslun í Grindavík og er öllum hnútum kunnug í þeim geira. „Við væntum mikils af henni,“ segir Einar Lárus, enda hefur hún nú þegar breytt ásýnd Blómavals til hins betra og bætt í flóruna með fleiri gjafavörum og fallegum blómaskreytingum að hans mati. Aðrar breytingar eru einnig í farvatn- inu, en í þær verður farið eftir áramót VIÐSKIPTI OG ATVINNULÍF - EINAR LÁRUS er nýr verslunarstjóri í Húsasmiðjunni. Töluverðar breyT- ingar framundan enda stórir mánuðir framundan og eins og þekkt er byrja jólavörurnar þegar að streyma í búðina um miðjan október og lítill tími til stórra breytinga síðustu mán- uði ársins. „Það má segja að breyting- arnar í byrjun næsta árs munu gjörbreyta ásýnd verslunarinnar og vonandi verður vel tekið í þær af viðskiptavinum,“ segir verslunarstjórinn Einar. Stefnt er að því að ljúka þeim breytingum sem eru í gangi núna um miðjan október og fljótlega eftir það verður boðið upp á hið margrómaða Konukvöld, og einnig í kjölfarið Kjaraklúbbskvöld. „Við vonumst til að jafn góð þátttaka verði þau kvöld eins og undanfarin ár, en einnig munum við bjóða iðnaðarmönnum til okkar eina kvöldstund í október til að kynna þeim breytingarnar og fara yfir málin,“ segir Einar og brosir út í annað. Skynjar jákvæðni á svæðinu „Ég hef tröllatrú á að hér fari að birta til á svæðinu og uppgangur fari að hefjast og er reyndar ekki í vafa að svo verði innan fárra mánaða. Við ætlum að vera vel undirbúin undir það og eiga dyggan þátt í því að Suðurnesjamenn þurfi ekki að leita út fyrir svæðið eftir vörum hvort sem það eru byggingavörur, verkfæri, heimilistæki eða blóm og gjafavörur til að lífga upp á tilveruna,“ segir Einar að lokum. fré ttir J Sólveig Óladóttir í afgreiðslu Blómavals. J Einar Lárus Ragnarsson, verslunarstjóri Húsasmiðjunnar í Reykjanesbæ. VF-myndir: Eyþór Sæmundsson

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.