Víkurfréttir - 04.10.2012, Síða 14
fimmtudagurinn 4. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR14
SÚLAN 2012
MENNINGARVERÐLAUN REYKJANESBÆJAR
Menningarráð Reykjanesbæjar óskar eftir tilnefn-
ingum vegna Súlunnar, menningarverðlauna Reykja-
nesbæjar 2012. Veittar eru ein eða tvær viðurkenn-
ingar hverju sinni, aðra viðurkenninguna fær
einstaklingur/hópur sem unnið hefur vel að menn-
ingarmálum í bænum og hina fær fyrirtæki sem stutt
hefur við menningarlíf bæjarins með fjárframlögum
eða með öðrum hætti.
Tilnefningum skal skilað á skrifstofu menningarsviðs,
Tjarnargötu 12 eða á netfangið: sulan@reykjanesbaer.is
fyrir 18. október næstkomandi. Upplýsingar um
verðlaunahafa fyrri ára má finna á vefnum
reykjanesbaer.is.
Menningarráð Reykjanesbæjar
Þjónustuver bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar
verður lokað frá kl. 12:00 nk. föstudag 5. október
vegna vinnuferðar starfsfólks.
TILKYNNING
FRÁ ÞJÓNUSTUVERI REYKJANESBÆJAR
EKUR ÞÚ VARLEGA?
Ökumenn sýnum sérstaka varúð við skóla og skóla-
leiðir og munum 30 km hámarkshraða.
Sýnum tillitssemi
– ökum varlega.
30
Magnús Ágústsson,
Guðfinna E. Guðmundsdóttir, Kjartan Egilsson,
Ragnar Már Kjartansson,
Hlynur Örn Kjartansson, Tara Pétursdóttir.
Ragnar Ágústsson,
útgerðarmaður og vélstjóri,
Halakoti, Vatnleysuströnd,
Ástkær bróðir minn og frændi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 25. september.
Hann verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju
föstudaginn 5. október kl. 15:00.
Hólmar Magnússon,
Anna Steinunn Hólmarsdóttir, Björn Briem,
Ingibjörg Lilja Hólmarsdóttir, Sigurgeir Ásgeirsson,
Ásberg Hólmarsson,
barnabörn,
Anna Karólína Gustafsdóttir.
Guðrún Rósa Guðmundsdóttir,
Vesturgötu 15, Keflavík,
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og dóttir,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 2. október.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju,
þriðjudaginn 9. október kl. 13:00.
REYKJANESBÆR
Þriggja ára fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2012-2015
var samþykkt á bæjarstjórnar-
fundi sl. þriðjudag með atkvæðum
meirihluta sjálfstæðismanna sem
segir eignastöðu bæjarins góða og
framlegð með því besta hjá bæjar-
félögum á landinu. Samfylking
sat hjá og segir stöðuna krappa
og ekki gert ráð fyrir hallarekstri
Fasteignar. Framsókn greiddi
atkvæði á móti og gagnrýndi að
minnihlutanum hafi verið haldið
utan við áætlanagerðina.
Bókun sjálfstæðismanna:
Þriggja ára áætlun sem hér er lögð
fram gerir ráð fyrir áframhaldandi
góðum rekstri bæjarins og lækkun
skulda, þrátt fyrir að varlega sé
áætlað með tekjur til bæjarfélagsins
af atvinnuverkefnum. Niðurstöður
ársreikninga 2011 og það sem af
er þessu ári sýna að rekstur bæjar-
sjóðs skilar góðri framlegð og með
þeirri hæstu sem sveitarfélög skila.
Reykjanesbær er einnig með eina
sterkustu eignastöðu á landinu en
að sama skapi eru skuldir og skuld-
bindingar mjög háar. Stærsta verk-
efnið framundan er að ná að koma
atvinnulífinu í gang og leita leiða til
að lækka skuldir Reykjanesbæjar
gagnvart rekstri hafna. Sú mikla
fjárfesting sem lagt hefur verið í til
að skapa grunn að sterku atvinnu-
lífi mun skila sveitarfélaginu stór-
auknum tekjum þegar fram í sækir.
Með því móti hækka tekjur og unnt
verður að lækka skuldakostnað og
greiða niður skuldir.
Bókun Framsóknar:
Vegna umræðu og afgreiðslu þriggja
ára fjárhagsáætlunar Reykjanes-
bæjar. Umræða sem samkvæmt
n Þriggja ára fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2012-2015 samþykkt:
Meirihlutinn segir eignastöðu
sterka og framlegð góða
-kröpp staða segir Samfylking. Meira skylt við óskhyggju, segir Framsókn.
sveitarstjórnarlögum hefði átt
að fara fram fyrir níu mánuðum
jafnhliða fjárhagsáætlun fyrir yfir-
standandi ár. Nú þremur mánuðum
áður en fjárhagsáætlun fyrir 2013 á
að taka gildi, eru engar líkur á að
þriggja ára fjárhagsáætlunin stand-
ist. Í áætluninni er ekki tekið tillit
til mjög stórra þátta sem vitað er að
muni hafa áhrif á fjárhag bæjarsjóðs
til margra ára. Minnihlutanum
var haldið utan við þá vinnu við
áætlunargerðina. Fjárhagsáætlun
Reykjanesbæjar til næstu þriggja
ára á meira skylt við óskhyggju en
áætlanagerð.
Kristinn Jakobsson.
Bókun Samfylkingarinnar:
Á undanförnum árum hefur fjár-
hagsstaða Reykjanesbæjar verið
mjög slæm og því hefur verið gripið
til þess ráðs að selja eignir til að
grynnka á skuldum. Það er ansi
dapurt að þurfa að selja eignir til að
fjármagna rekstur og fjárfestingar,
eignir sem hafa verið í eigu sveitar-
félagsins til margra ára. Eignir fyrir
á annan tug milljarða hafa verið
seldar til að greiða skuldir og
koma jafnvægi á rekstur bæjarins.
Þrátt fyrir þessa miklu eignasölu
þá stefnir í að bæjarsjóður muni
skulda um 20 milljarða í lok árs
2012.
Þrátt fyrir að tekjur hafi aukist
verulega einkenndist síðasta 3ja
ára áætlun meirihlutans á halla-
rekstri auk sölu eigna. Þetta hefur
EFS (Eftirlitsnefnd með fjármálum
sveitarfélaga) staðfest nýlega með
bréfi til Reykjanesbæjar.
Nú hafa sjálfstæðismenn lagt fram
3ja ára fjárhagsáætlun Reykjanes-
bæjar fyrir árin 2013 -2015 sem
þó reyndar mun einungis gilda í
fáeina mánuði vegna þess hversu
seint hún er lögð fram. Í henni er
gert ráð fyrir að bæjarsjóður skili
afgangi og rekstur verði jákvæður
næstu þrjú árin.
Megin breytingarnar eru kannski
þær að ekki er gert ráð fyrir eigna-
sölu í þessari áætlun til að fjár-
magna taprekstur. Þess í stað er
gert ráð fyrir frestun vaxtagreiðslna
í uppgjöri við Eignarhaldsfélagið
Fasteign næstu þrjú árin og þannig
tekst sjálfstæðismönnum að skila
jákvæðri áætlun til 3ja ára.
B-hluta fyrirtæki Reykjanesbæjar
standa í erfiðum rekstri, hafnir
Reykjanesbæjar sérstaklega, og
ljóst að Reykjanesbær mun þurfa
að leggja til fé á næstu árum. Ekki
er gert ráð fyrir því í þessari áætlun
en gera má ráð fyrir að þess þurfi
auk væntanlegrar aðstoðar frá
ríkisvaldinu. Þá standa Fasteignir
Reykjanesbæjar illa og ljóst er að
fjármagna þarf hallarekstur fyrri ára
en ekki er heldur gert ráð fyrir því í
3ja ára áætlun sjálfstæðismanna.
Allt ofangreint undirstrikar hver
fjárhagsstaða bæjarsjóðs er kröpp
en með miklu aðhaldi og engum
nýjum framkvæmdum á næstu
árum gæti tekist að halda fjár-
hagslegu jafnvægi og ná tökum á
rekstrarkostnaði.
Friðjón Einarsson, Guðný Krist-
jánsdóttir, Eysteinn Eyjólfsson.
Árni Sigfússon lagði fram
eftirfarandi bókun fyrir hönd
sjálfstæðismanna:
Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs er að
styrkjast úr 20,8% árið 2011 í 35,7%
á næsta ári. Þannig hefur eignar-
staða bæjarins styrkst – öndvert
við fullyrðingar Samfylkingarinnar
í bókun.
J Guðný Kristjánsdóttir, Eysteinn
Eyjólfsson og Friðjón Einarsson.