Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 16
fimmtudagurinn 4. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR16
Inga Sigrún
sækist eftir
1. sæti hjá VG
Inga Sigrún Atladóttir
41 árs forseti
bæjarstjórnar
í Sveitar-
félaginu Vogum
gefur kost á
sér í 1. sæti
Vinstrihreyf-
ingarinnar - græns framboðs
í Suðurkjördæmi í komandi
alþingiskosningum.
„Ég er nýlega gengin til liðs við
flokkinn en lengi hef ég starfað
innan Samfylkingar. Ég yfirgaf
Samfylkinguna vegna þess að
framkvæmd stefnu flokksins tekur
að mínu mati ekki mið af um-
hverfissjónarmiðum og berst ekki
gegn sterkri stöðu einokunar- og
stórfyrirtækja á kostnað hagsmuna
almennings. Þessi tvö sjónarmið
tel ég vinna gegn þeim jöfnuði sem
ég vil berjast fyrir í samfélaginu og
var því ljóst að hugmyndafræðilega
á ég samleið með Vinstrihreyf-
ingunni - grænu framboði.
Ég hef beitt mér í opinberri umræðu
um umhverfismál síðan 2006 auk
þess sem ég hef lengi barist fyrir
gagnsæi og heiðarlegri leikreglum
í samfélaginu. Ég hef starfað sem
kennari og deildarstjóri og hef
leitt fjölmörg þróunarverkefni
sem snúa að aukinni víðsýni, um-
hverfismálum og baráttu gegn
einelti í skólakerfinu. Baráttan
gegn leyndarhyggju og andfélags-
legri samfélagslegri hegðun hefur
mótað minn starfsferil og skrifaði
ég m.a. meistararitgerð um stjór-
nunarhætti sem stuðla að víðsýni
og vinna gegn einelti. Ég hef verið
oddviti H-lista, óháðra borgara í
sveitarstjórn síðan 2006 og forseti
bæjarstjórnar síðan 2010. Ég sit í
stjórn Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum, Vinnumarkaðsráði
Suðurnesja og stjórn Miðstöðvar
símenntunar á Suðurnesjum.
Greinar eftir mig sem birst hafa í
fjölmiðlum og frekari upplýsingar
um menntun og fyrri störf er að
finna á síðunni http://ingasigr-
unatladottir.blogspot.com/.“
Inga Sigrún Atladóttir
STARFSMAÐUR ÓSKAST
Meira í leiðinniWWW.N1.IS
N1 óskar eftir að ráða áræðinn og þjónustulundaðan
starfsmann til starfa í verslun félagsins í Reykjanesbæ.
Í starfinu felst sala, þjónusta og ráðgjöf til viðskipta-
vina auk annarra tilfallandi verkefna í versluninni.
Nánari upplýsingar veitir
Stefán S. Briem, verslunarstjóri í
síma 820 9014. Áhugasamir geta
einnig sótt um starfið á www.n1.is
ALMENNAR RAFLAGNIR
Viðhald og breytingar á raflögnum
Nýlagnir og endurnýjun raflagna
Rafmagnstöflur
Tölvu- og símalagnir
Sjónvarpslagnir
Dyrasímar
Ekkert sem tilheyrir raflögnum og rafmagni er okkur
óviðkomandi. Við leggjum áherslu á fagmannleg vinnubrögð
og góða umgengni.
Við komum á staðinn, gerum úttekt á raflögnum og ástandi
þeirra og veitum ráðleggingar um framhaldið.
Brekkustíg 16 - Reykjanesbæ - S: 612-5552, 611-5552 og 421-4426
Flóamarkaður
Rauði kross Íslands
Suðurnesjadeild
Föstudaginn 5. október nk. verður haldinn
flóamarkaður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ,
frá kl. 13:00 - 16:30.
NÁMSKEIÐ FÉLAGS
MYNDLISTAMANNA
Í REYKJANESBÆ HAUST 2012
Málun og listasaga (draumar og stefnur) 8. okt - 26. nóv
(8 kvöld) frá kl. 19:00 - 22:00.
Kennt verður í Listasmiðjunni Keilisbraut 773 Ásbrú.
Kennari: Guðmundur R Lúðvíksson.
Grunnnámskeið í myndlist (fyrir byrjendur) 9. okt - 13. nóv
(6 kvöld) frá kl. 19:00 - 22:00.
Kennt verður í Svarta Pakkhúsinu Hafnargötu 2.
Kennari: Helga Lára Haraldsdóttir.
Málun (helgarnámskeið) 16:00 - 17:00 og 18. nóv.
Kennt verður í Listasmiðjunni Keilisbraut 773 Ásbrú.
Kennari: Bjarni Sigurbjörnsson.
Allar skráningar á námskeið fara fram hjá Miðstöð
símenntunar í síma 421-7500 og á mss.is
(undir liðnum öll námskeið)
Opið kvöld í Listasmiðjunni þann 18. okt.
kl. 19:30 - 22:30.
Bara koma og mála, tala, horfa á eða bara eitthvað.
Heitt kaffi á könnunni og leiðbeinandi á staðnum.
Allir velkomnir, frítt inn.
Stjórn FMR FMR
Ásmundur Frið-
riksson sækist
eftir 3. sæti
Ásmundur Friðriks-
son fv. bæja-
stjóri í Garði
hefur ákveðið
að gefa kost á
sér á lista Sjálf-
stæðisflokksins í
Suðurkjördæmi
fyrir alþingiskosningarnar í
vor. Kjördæmisráð í Suðurkjör-
dæmi ákveður fyrirkomulag við
val á listann á næstunni. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
Ásmundi. Þar segir jafnframt:
„Í störfum mínum sem þingmaður
vil ég ná árangri undir þjónandi
forystu Sjálfstæðisflokksins fyrir
hinn vinnandi mann. Eina leiðin
til að bæta lífskjörin og tryggja vel-
ferð og réttlæti er að veita fólkinu
í landinu frelsi til athafna í opnu
og frjálsu samfélagi. Þingmennska
er starf sem gefur mér tækifæri
til að berjast fyrir hagsmunum
fólksins; fyrir öflugu atvinnu-
lífi, fyrir störfum sem ég þekki
af eigin raun til sjávar og sveita,
fyrir menntun og nýsköpun, fyrir
tengslum atvinnulífs og skóla, fyrir
framtíð unga fólksins, fyrir virkni
og þátttöku fatlaðra í samfélaginu,
fyrir sanngjarnri leiðréttingu
verðtryggðra lána, fyrir þá sem
hafa tapað trúnni á þjóðfélagið.
Í störfum mínum fyrir íþrótta-
hreyfinguna, mannræktar-
félög og sem bæjarstjóri í Garði
hef ég verið þjónn fólksins.
Skilvirkni og einlægni í störfum
mínum er lykillinn að góðum
starfsárangri sem ég vil nýta
mér í þágu Suðurkjördæmis
ef ég fæ til þess styrk.
Hagsmunir almennings í landinu
eiga að ganga fyrir. Þar mun
ég láta verkin tala og þjóna
fólkinu á mannlegum nótum.
Með þessari ákvörðun er ég að
svara kalli fjölda fólks sem hefur
hvatt mig eindregið til þátttöku
í stjórnmálum í fremstu röð.
Ég sækist því eftir 3ja sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör-
dæmi fyrir komandi kosningar.“
Ásmundur Friðriksson
fv. bæjarstjóri í Garði.
Hannes sækist
eftir 3. sæti
Samfylkingar
Hannes Frið-
riksson hefur
ákveðið að gefa
kost á sér í 3.
sæti í prófkjöri
Samfylkingar-
innar vegna
alþingiskosn-
inganna í Suðurkjördæmi.
„Það geri ég vegna þess að ég
hef áhuga og vilja til að taka
virkan þátt í því að móta
samfélag okkar um leið og ég tel
að fjölbreytt reynsla mín nýtist
til góðra verka á Alþingi.
Ég hef á undanförnum árum tekið
virkan þátt í bæjarmálapólitík í
Reykjanesbæ á víðum grunni. Þar
hef ég verið í senn gagnrýninn á
fjárhagsstjórn bæjarins og tekið
þátt í baráttu og umræðu um
veigamikil mál er snerta samfélag
okkar hér á Suðurnesjum. Hæst
ber þar að nefna málefni Hitaveitu
Suðurnesja, Eignarhaldsfélagsins
Fasteignar og hjúkrunarheimilis við
Nesvelli. Jafnframt þessu hef ég tekið
þátt í starfi Umbótanefndar Sam-
fylkingar og Velferðarnefndar Sam-
fylkingar þar sem ég hef tekið þátt
í stefnumótun flokksins í velferðar-
málum. Ég er í stjórn Fasteigna
Reykjanesbæjar ásamt því að eiga
sæti í Fjölskyldu- og félagsmálaráði
Reykjanesbæjar þar sem ég hef
fengið innsýn og þekkingu á þeim
málaflokkum er undir það falla.“
Hannes Friðriksson.
Fré
ttir
Fyrirmyndar-
akstur við skóla
Lögreglan á Suðurnesjum hélt uppi eftirliti með
umferð við grunnskóla og
leikskóla í umdæminu í
vikunni sem leið. Við suma
skólana var mikil umferð,
en aksturinn var undan-
tekningalaust til fyrirmyndar.
Þó var rætt við einn ökumann
sem hleypti barni sínu út um
bílhurð er sneri að götunni og
þar með umferðinni. Hann
lofaði að gera slíkt ekki aftur.
Smáhundar
bitu bréfbera
Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á
Suðurnesjum í vikunni að
tveir hundar hefðu veist að
sér og annar þeirra bitið sig.
Bréfberinn var að bera út póst
í kjallaraíbúð í umdæminu
og stóð hurðin opin. Fyrr
en varði komu tveir hundar
af chihuahuakyni út og beit
annar hundurinn hann í
fótinn svo áverkar hlutust af.
Bréfberinn fór á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja þar sem
hann var sprautaður vegna
bitsins og settur á lyfjakúr. Heil-
brigðiseftirliti Suðurnesja er
tilkynnt um mál af þessu tagi.
Hópur pilta
réðst á einn
Hópur pilta réðst á mann um tvítugt í umdæmi
lögreglunnar á Suðurnesjum
um helgina. Piltarnir börðu
hann og spörkuðu í hann
með þeim afleiðingum að
sauma þurfti tæplega tíu spor
í höfuð hans og nef. Talið var
að hann hefði nefbrotnað.
Árásarmennirnir töldu sig eiga
vantalað við félaga þess sem
ráðist var á og komu að íbúð
hins fyrrnefnda í því skyni.
Maðurinn varnaði þeim inn-
göngu og réðust þeir þá á hann.
Lögregla rannsakar málið.
Handtekinn
eftir vímuakstur
Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina
rúmlega tvítugan ökumann
þar sem hann var grunaður
um ölvun við akstur. Hann sat
í ökumannssæti með bílinn í
gangi, en drap á honum þegar
lögregla kom á vettvang.
Hann kvaðst ekki hafa verið
að aka bílnum, en breytti síðan
framburði sínum eftir að á
lögreglustöð var komið, og
játaði brot sitt. Rökstuddur
grunur er um að maður-
inn hafi einnig verið undir
áhrifum ýmissa fíkniefna.
Maðurinn hafði áður verið
sviptur ökuréttindum ævilangt.
Frambjóðendur Á SuðurneSjum
Þarftu að auglýsa?
Hafðu samband í síma
421 0001 eða á fusi@vf.is