Litli Bergþór - 01.12.2012, Page 17
Litli-Bergþór 17
Hér áður fyrr í Tungunum
Á Héraðsskjalasafni Árnesinga er að finna margar forvitnilegar myndir af Tungnamönnum við
leik og störf. Hér gefur að líta myndir sem bræðurnir Gunnar og Herbert Gränz, sem ættaðir
voru frá Vestmannaeyjum, tóku og flestar í Tungnaréttum. Okkur hefur tekist að nafngreina
suma einstaklingana en ekki alla og því biðjum við lesendur Litla-Bergþórs að hjálpa okkur við
að nafngreina þá því markmiðið er að koma upplýsingunum til varðveislu á Héraðsskjalasafni
Árnesinga.
Sungið í Tungnaréttum 1958/1959. Frá vinstri: Gísli Bjarnason frá Lamb-
húskoti, óþekktur, Hörður Ingvarsson frá Hvítárbakka, óþekktur strákur, Viðar
Þorsteinsson frá Vatnsleysu yfir vinstri öxl Harðar, Húnbogi vinnumaður á
Syðri-Reykjum, Magnús Erlendsson frá Vatnsleysu og Björn Erlendsson bróðir
hans, síðar ráðsmaður í Skálholti. Ljósmyndari Gunnar Gränz.
Vatnsleysu-
foss sem
gefið var
nafnið Faxi af
Stephan G.
Stephanssyni
skáldi.