Litli Bergþór - 01.12.2012, Page 26
26 Litli-Bergþór
Fjallferð 2012 - Óveður á Kili
Þegar nær dró fjallferð Tungnamanna í september
2012 var ljóst að veðurspá var ekki góð. Spáð aftaka
norðanstormi og snjókomu á Kili á mánudeginum.
Heldur hafði dregið úr spánni á föstudeginum 7.
september þegar fyrstu fjallmenn riðu inn í Árbúðir
í björtu og góðu veðri og menn því vongóðir um að
veður yrði meinlaust þrátt fyrir allt. En aukabirgðir
af ullarfatnaði voru þó vísast í trússi flestra fjall-
manna og menn við öllu búnir.
Á laugardeginum skiluðu 26 fjallmenn og rúmlega
helmingi fleiri hestar sér inn í Gíslaskála í Svartár-
botnum eins og fjallskilanefnd og bændur höfðu
komið sér saman um, en ákveðið var að lagt yrði af
stað í leitir úr Gíslaskála í ár í stað Árbúða, eins og
gert hefur verið í mörg ár. Ýmist komu menn ríðandi
úr byggð eða létu keyra sig og hestana í Gíslaskála,
eða eitthvað áleiðis. Sumir riðu úr Fremstaveri, aðrir
frá Hvítárbrú og enn aðrir frá Árbúðum. Tók nú við
söngur og gleði að hætti fjallmanna fram eftir kvöldi
og allir kátir, enda komnir úr sambandi við vondar
veðurspár og vonin búin að taka völdin.
Í fylgd fjallmanna, en á bíl, voru tvær kvikmynda-
tökukonur, Ólöf Hermannsdóttir, sem smalaði með
okkur síðastliðið haust og Guðborg Hildur Kolbeins,
ættuð frá Fellskoti, sem samið höfðu um að fá að taka
heimildamynd um fjallferðina.
Á sunnudeginum var ræs kl. 6 að venju þrátt fyrir
stuttan svefn hjá sumum. Enn var ljómandi gott veður
og uppúr kl. 7 um morguninn riðu 17 Hveravalla-
menn af stað í björtu og góðu veðri, og litlu síðar níu
Austurkróksmenn í sínar leitir. Vegna slæmrar spár
ákvað Loftur Jónasson fjallkóngur að smala Kjal-
hraunið á leiðinni inn á Hveravelli frá Rjúpnafelli
(„kakóleitina“) í stað þess að smala Þjófadali, eins
og alltaf hefur verið gert þegar riðið er úr Árbúðum.
Þjófadalirnir yrðu þá smalaðir á leiðinni til baka.
Þegar leið á daginn tók að hvessa og slydda, en allt
smalafólk var komið tímanlega í skála óhrakið um
kl. 17. Austurkróksmenn smöluðu rúmlega 100
fjár frá Fjórðungsöldu austur að Blágnýpuveri við
Hofsjökul og fram úr Fossrófum (Kerlingarfjallavegi)
og smöluðu síðan Svartárbotnana og ráku suður í
Gránunes. Þeir gistu í Gíslaskála. Hveravallamenn
komu með um 70 kindur úr sinni leit og settu í gerði
á Hveravöllum og gistu í gamla sæluhúsinu þar við
hliðina á heitu lauginni. En þess má geta að ekkert
klósett er í húsinu og þó nokkuð langt í kamrana, og
hesthús og gerði eru einnig mun lengra í burtu en í
Gíslaskála.
Þær Ólöf og Guðborg keyrðu norður á Hveravelli
til að mynda þar, en sluppu til baka í Gíslaskála um
kvöldið áður en Kjalvegur lokaðist vegna snjóa. Þar
dvöldu þær með okkur næsta sólarhringinn og höfðu
nægan tíma til að kvikmynda íbúana.
Um kvöldið hvessti meira og meira og fór að snjóa
og skafa. Og alla nóttina og næsta dag skók fárviðr-
ið skálana og ekki sá út úr augum úti fyrir skafbyl,
gluggar voru þaktir snjó hlémegin eins og um há-
vetur, en annars festi snjó ekki mikið á jörðu vegna
hvassviðrisins.
Þegar birti á mánudagsmorgun 10. september var
ljóst að ekki yrði smalað þann morguninn. Úti var
frost, varla stætt fyrir skafbyl og skyggnið ekkert á
móti veðrinu. Undan veðri grillti rétt í hesthúsið í
Gíslaskála. Hraustustu karlmenn fóru út til að gefa
hestunum, kveikja á rafstöð eða sækja vistir í trúss-
bílinn, aðrir héldu sig innandyra og reyndu að láta
fara vel um sig í svefnpokum við svefn eða lestur
Mokað frá rafstöðvarhúsinu við Gíslaskála með frumstæðum áhöldum.