Litli Bergþór - 01.12.2012, Qupperneq 28

Litli Bergþór - 01.12.2012, Qupperneq 28
28 Litli-Bergþór suður í Þjófadali. Lífsreynsla fyrir unga fjallmenn og þá eldri líka. Þjófadalir voru smalaðir fram og fund- ust tvær kindur afkróaðar af fönn, en ekkert fennt. Fé var þó fannbarið og hæggengt. Kindunum 70 sem búið var að smala norður á Hveravelli, varð að sleppa aftur og skilja eftir, því ógerningur var að reka þær í því veðri og færð sem var. Ekkert hey var til að fóðra þær á staðnum og enginn fjárhirðir. Það fréttist af tveim lömbum sem höfðu drukknað í hveralæk, en ekki af öðrum afföllum í það sinn. Austurleitarmenn smöluðu því fé sem runnið hafði á í Fossrófurnar og komu fénu suður fyrir Innri Skúta, aðrir leituðu milli Kjalhrauns og Svartár, en mjög erfitt var að ríða hraunið svo fannbarið með skafla í lautum og lækir allir bólgnir í klakaböndum. Erfitt var líka að greina kindur í flekkóttu landslaginu. Um kl. 18 voru allir fjallmenn utan tveir komnir í skála í Gíslaskála, en veður var orðið gott og þeir skiluðu sér síðar um kvöldið. Tveir björgunarsveitarbílar með þau Snorra á Tjörn, Ingva á Spóastöðum og Kristinn og Kristínu Karólínu á Brautarhóli innbyrðis, brutust norður á Hveravelli um nóttina meðan veðrið var sem verst til að bjarga matseljum okkar, þeim Camillu og Guðnýju Rósu ásamt Runólfi trússara, yfir ófærur á Kjalvegi til baka í Gíslaskála og voru þau komin seinnipartinn á þriðjudag, eftir fjögurra tíma ferðalag frá Hveravöll- um. Tókst að koma trússjeppunum yfir ófærurnar, en kerrur voru skildar eftir á Hveravöllum sem og féð og voru sóttar seinna. Eftir þessar hremmingar gengu smalamennskur þokkalega, en leitir voru orðnar degi á eftir áætlun og ákvað fjallkóngur því að réttum yrði seinkað um dag, réttað yrði á sunnudeginum 16. september. Veður var þurrt og bjart á miðvikudeginum 12. september þegar smalað var frá Gíslaskála suður fyrir brú á Svartá, sunnan við Hvítárnes. Landslag var enn flekkótt og lækir bólgnir næst Kjalhrauni, en er sunn- ar dró var lítill sem enginn snjór. Um kvöldið fór að slydda og daginn eftir var þétt- ings úrkoma en ekki hvasst. Rigningin veldur því að melar allir verða vatnssósa og hestar, menn og fé sökkva í grjótdrulluna, stundum í hófvarp, stundum í hné og er þá eins gott að vera vel stígvélaður og í góðum regngalla sem sést! Allt hafðist þetta að lokum í slabbinu, smalað var milli Svartár og Jökul- falls og féð rekið yfir Hvítárbrú, suður fyrir Illagil í Bláfelli að austanverðu. Þar beið féð næsta dags í góðum högum, en fjallmenn riðu til baka að hest- húsinu við Hvítárbrú, þar sem hestarnir voru skildir eftir með góða tuggu, en Runólfur og Camilla ferjuðu fjallmenn í nokkrum ferðum á Gýgjarhólskotsjeppan- um og pallbíl Lofts til baka í Árbúðir. Á föstudeginum var safnið rekið áfram suður með Bláfelli, Bláfellið smalað, Kórinn og Sandvatnshlíð og allt þar á milli, auk þess sem Einifellsmenn komu með fé frá Hagavatns- og Jarlhettusvæðinu. Féð var síðan rekið suður í „Rennu“ sunnan við Sandá og hestar settir í gerði við braggann. Í fyrsta sinn í sögu seinnitíma fjallferða var ekki gist að „Hótel Sandá“, bragganum við Sandárbrúna, heldur voru fjallmenn sóttir á bílum og ekið í Myrk- holt, þar sem borðaður var kvöldverður og síðan fóru fjallmenn hver til síns heima eða gistu í gistiskálan- um þar. Var almenn ánægja með þá tilhögun. Á laugardeginum voru Hólahagar smalaðir og um 5000 fjár rekið heim í réttir, komið þangað milli kl. 18 og 19 um kvöldið að vanda, í ágætu veðri. Tungnaréttir voru síðan haldnar daginn eftir, á sunnudegi 16. september, með pompi og prakt í nýuppgerðum réttum. Byrjað kl. 9 og búið að draga fyrir kl. 11. Síðan var tekið til við söng í góða veðrinu næstu tvo tímana undir góðri stjórn Vatns- leysubræðra og á heim- leiðinni hafa eflaust margir haldið þeim þjóðlega sið að smakka á réttasúpunni á bæjunum. Eftirmáli Á fimmtudeginum eftir réttir, þann 20. september, fóru 11 vaskir menn á bíl- um með fjárflutningavagn og hunda norður á Hvera- velli, í ákaflega björtu og fallegu veðri og smöluðu svæðið frá Þjófadölum og austur að Rjúpnafelli og tíndu auk þess upp það fé sem á vegi þeirra varð á leið heim Kjalveg. Komu þeir heim með 91 kind og þóttu hafa gert góða ferð. Byggingaframkvæmdir Teits.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.