Víkurfréttir - 16.08.2012, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 3
LISTDANSSKÓLIREYKJANESBÆJARBRYNBALLETTAKADEMÍAN
Sími: 426 5560 - www.bryn.is - bryn@bryn.is
Skólanámskrá BRYN býður upp á námsframboð til samræmis við kröfur menntamálaráðuneytisins um kennslu
í listdansi. Boðið er upp á fjölbreytt og metnaðarfullt nám við skólann og er listdansskólanum skipt í 4 námsleiðir:
Klassíska listdansbraut, Nútíma listdansbraut, Almenna braut og Forskóla.
Krefjandi og árangursríkt nám fyrir þá sem hafa áhuga á listdansi. Listdansnámið er samkvæmt aðalnámskrá
mennta - og menningamálaráðuneytisins á framhaldsskólastigi og skólanámskrá BRYN.
Æskilegt er að nemendur hafi lokið grunnnámi í listdansi eða sambærilegu námi.
Áfangar í boði: Klassískur ballett, táskótækni, nútímalistdans, djassdans og spuni.
Ef þú ert 16 ára og eldri og búin að velja kjarna áfanga hjá FS þá getur þú tekið valáfanga sem er metin til eininga
hjá Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Nemendur geta sótt um nám á framhaldsstigi á þrenns konar forsendum:
1. Nemandi er skráður á listnámsbraut á listdanskjörsviði í framhaldsskóla.
2. Nemandi er skráður á bóknámsbraut eða starfsnámsbraut í framhaldsskóla og tekur einingar í BRYN sem
valgreinar.
3. Nemandi er eingöngu skráður í nám í BRYN.
Listdansnám á grunnskólastigi fyrir 9 - 15 ára. Inntökuskilyrði er á listdansbrautina til þess að meta samstarfsvilja
nemanda og áhuga hans á dansi. Námið er krefjandi og samkvæmt aðalnámsskrá BRYN og mennta- og
menningarmálaráðuneytsins fyrir grunnnám í listdansskóla.
Frá 9 - 10 ára er kenndur klassískur ballett/karakter og djassdans,
11 - 12 ára stunda klassískan ballett/karakter, táskótækni, nútímalistdans og djassdans/spuna.
13 - 15 ára stunda klassískan ballett/karakter, táskótækni/dansverk, nútímalistdans, djassdans og listdanssögu.
Almenna brautin er fyrir þá sem eingöngu vilja stunda dans sem tómstund, einu sinni til tvisvar sinnum í viku.
Áfangar í boði:
Djassballett og klassískur ballett. Skemmtilegir og metnaðarfullir tímar fyrir þá sem vilja ná árangri í dansi og
jafnvel undirbúa sig undir enn meira dansnám á listdansbraut sem er krefjandi nám.
Aldurshópar: 7 - 9 ára, 10 - 12 ára, 13 - 15 ára og 16 ára og eldri.
Forskóladeild skólans skiptist í fjóra flokka:
1. Flokkur: 3 - 4 ára ballett
2. Flokkur: 5 ára ballett og steppdans
3. Flokkur: 6 ára ballett og steppdans
4. Flokkur: 7 - 8 ára klassískur ballett/karakter og djassdans (fornám fyrir listdansbraut).
Bryn Ballett Akademían er listdansskóli Reykjanesbæjar, viðurkenndur til kennslu á grunnnámi í listdansi og einnig
á framhaldsskólastigi af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Skólinn hefur það að markmiði að veita
nemendum þekkingu og sterka undirstöðu í klassískum ballett og nútímalistdansi á heimsvísu.
Skráning er hafin á
www.bryn.is
GRUNNSKÓLADEILD - LISTDANSBRAUT hefst miðvikudaginn 22. ágúst
INNTÖKUPRÓF - þriðjudaginn 21. ágúst
9 - 12 ára kl. 17:00 - 18:00 og 13 - 15 ára kl. 18:00 - 19:30
Skráning er hafin á www.bryn.is
FRAMHALDSSKÓLADEILD – LISTDANSBRAUT hefst miðvikudaginn 22. ágúst
INNTÖKUPRÓF - mánudaginn 20. ágúst kl. 18:00 - 19:30. Skráning er hafin á www.bryn.is
ALMENN BRAUT - TÓMSTUNDABRAUT hefst mánudaginn 3. september
FORSKÓLI hefst mánudaginn 3. september
HEIMSÆKIÐ VEFSÍÐU SKÓLANS OG FÁIÐ FREKARI UPPLÝSINGAR UM NÁMIÐ WWW.BRYN.IS
HÆFINGARSTÖÐIN
SKEMMTILEGT OG FJÖLBREYTT STARF
Hæfingarstöðin, dagþjónusta fyrir fatlað fólk óskar
eftir tveimur starfsmönnum í 70% og 50% stöður.
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt, hentar jafnt
konum sem körlum. Þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar
http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.
Umsóknarfrestur er til 30. ágúst.
Upplýsingar gefur forstöðumaður Fanney St.
Sigurðardóttir í síma 420-3250
fanney.st.sigurdardottir@reykjanesbaer.is
Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar
Umhverfisviðurkenningar og úthlutanir úr umhverfis-
sjóði.
Umhverfis- og skipulagssvið veitir viðurkenningar fyrir
fallega garða og snyrtileg hús, auk þess sem styrkir
verða afhentir úr umhverfissjóði Reykjanesbæjar,
fimmtudaginn 16. ágúst. klukkan 17:00 í Víkingaheimum.
Allir velkomnir.
UMHVERFIS-
VIÐURKENNINGAR
Sýningunni Millilandamyndir
lýkur sunnudaginn 19. ágúst.
45 verk eftir ýmsa
listamenn.
Allir velkomnir, ókeypis
aðgangur.
Duushús, Duusgötu 2-8, opið virka daga 12:00-17:00,
helgar 13:00 -17:00
LISTASAFN
REYKJANESBÆJAR
TÓNLISTARSKÓLI
REYKJANESBÆJAR
Laust er til umsóknar starf ræstitæknis við Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar, um er að ræða 100% stöðu.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. september nk.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Á Haraldsson,
skólastjóri í síma 421-1153 eða á netfangið
haraldur.a.haraldsson@reykjanesbaer.is
Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar
http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf og
er umsóknarfrestur til 27. ágúst.
Magnús Stefánsson, fyrrver-andi félagsmálaráðherra
var ráðinn bæjarstjóri í Garði fyr-
ir rétt rúmum mánuði. Magnús
var ráðinn til starfa eftir að meiri-
hlutinn í Garði sagði upp ráðn-
ingarsamningi við Ásmund Frið-
riksson fyrrum bæjarstjóra. Ferill
Magnúsar er glæstur en hann hóf
feril sinn í stjórnmálum sem bæj-
arritari í Ólafsvík og sveitarstjóri
í Grundarfirði áður en hann tók
sæti á Alþingi árið 1995. Magnús
var félagsmálaráðherra 2006-2007
og lét af þingmennsku vorið 2009.
Magnús var einnig framkvæmda-
stjóri Heilbrigðisstofnunarinnar
á Selfossi 1999-2001.
Síðustu þrjú ár hefur Magnús unn-
ið að ýmsum ráðgjafar- og rekstr-
arverkefnum. Frá árinu 2010 hefur
Magnús setið í fjölmörgum nefnd-
um sem þingmaður, m.a. í sam-
göngunefnd, landbúnaðarnefnd,
félagsmálanefnd, utanríkisnefnd,
heilbrigðis- og trygginganefnd,
umhverfisnefnd, fjárlaganefnd
og einnig sem formaður fjárlaga-
nefndar, kjörbréfanefnd, efnahags-
og skattanefnd, sjávarútvegs- og
landbúnaðarnefnd. Á alþjóðavett-
vangi hefur Magnús starfað m.a. í
Íslandsdeild Alþjóðaþingmanna-
sambandsins 1995-1999, Íslands-
deild ÖSE-þingsins 2001-2003
sem formaður, Íslandsdeild þing-
mannaráðstefnunnar um Norður-
skautsmál 2002-2006, Íslandsdeild
NATO-þingsins 2003-2006 og
2007-2009.
Víkurfréttir tóku hús á Magnúsi
nú fyrir skömmu og spurðu hann
hvernig hann kynni við sig í nýja
starfinu. Magnús hefur nú verið
við störf í tæpan mánuð sem bæj-
arstjóri. Hann segir það ágætt að
taka við svona starfi þegar það er
svona rólegt yfir enda þurfi hann að
koma sér inn í ýmis mál.
Magnús segist kunna vel við sig
Hræðist ekki
erfiðu málin
en hann segir blaðamanni frá því
að hann hafi einungis þekkt tvær
manneskjur í Garðinum áður en
hann kom til starfa. „Svo kannast
maður strax við fleiri þegar maður
kemur í bæinn,“ segir hann.
Hvernig er að koma inn í málin
hérna í Garðinum sem oft á tíðum
hafa verið ansi eldfim og umdeild,
er þetta eitthvað sem hræðir þig eða
hlakkar þú til að takast á við verk-
efnin?
„Það hræddi mig ekki neitt. Þenn-
an tíma sem ég hef verið hér hef
ég ekki orðið var við neitt óvenju-
legt. Ég trúi því að hér sé gott að
starfa. Ég veit að hér hefur verið
mikið starf í gangi við það að koma
hlutunum í gott stand og ég mun
að sjálfsögðu leggja mig fram við
það líka, myndirnar eru að skýr-
ast og ég hlakka bara til að takast
á við þessi verkefni“ segir Magnús
en hann kann afar vel við fólkið í
Garðinum.
„Mér líst mjög vel á starfsfólk bæj-
arins, það sem ég hef kynnst af því.
Það er gott að starfa með þessu fólki
og það hefur aðstoðað mig í því að
komast inn í hlutina hérna.
Hefurðu myndað þér skoðun á bæj-
arbragnum í Garðinum?
„Ekki ennþá þar sem ég er ekki orð-
inn búsettur hérna en það stend-
ur til, maður kemst fyrst í takt við
bæinn þegar maður býr á staðnum.
Mér finnst þetta vera vinalegt sam-
félag hérna og get ímyndað mér að
hér sé mjög gott að búa.“
Magnús segir að hann sé þegar
búinn að hafa samband við kollega
sína í nærliggjandi sveitarfélögum.
„Það er auðvitað mikið samstarf á
milli þessara sveitarfélaga og þetta
er meira og minna allt fólk sem
ég þekki úr fyrri störfum. Ég hef
góða tengingu inn í bæjar- og sveit-
arstjórnarmálum á Íslandi og þekki
mikið af fólki í þeim bransa, það er
allt hið besta mál.“
Hvað er það sem þú hefur hugsað
þér að afreka í starfi þínu sem bæj-
arstjóri í Garðinum?
„Ég legg mig fram við að leysa þetta
starf vel af hendi í þágu bæjarbúa og
allra hér á svæðinu. Ég er nú þannig
gerður að ég legg mig yfirleitt fram
við að vinna vel með fólkinu í kring-
um mig og í sameiningu þá hefst
þetta,“ sagði Magnús að lokum.
Í umræðunni um hælisleitendur hefur orðræðan oft snúist um
að hér séu glæpamenn á ferð, þeir
noti fölsuð skilríki og brjóti þar
af leiðandi lög. Einnig hafa kom-
ið upp nokkrar smygltilraunir
þar sem hælisleitendur hafa orð-
ið vísir að því að reyna að flýja úr
landi með flutningaskipum eða
farþegaflugvél. Í sumar komu
hingað ungir hælisleitendur með
fölsuð skilríki sem hafa mikið
verið í fjölmiðlum, en raunin er
sú að flestir hælisleitendur hafa
slík skilríki með í fórum sér.
Þetta stafar af því að þau ríki sem
þau koma frá geta verið ófús að gefa
út vegabréf eða þá að viðkomandi
þorir ekki að nota sín eigin skilríki
vegna hættu á að vera handtekinn
á flugvellinum vegna þess að við-
komandi er ofsóttur af stjórnvöld-
um. Fölsuð skilríki er því oft eina
leiðin fyrir flóttafólk að flýja hættu-
legar eða óbærilegar aðstæður og
komast til annarra landa til þess að
sækja um hæli.
Flóttafólki skal ekki
refsað fyrir fölsuð skilríki
›› Fréttaskýring – málefni hælisleitenda:
Í Flóttamannasamningi Sameinuðu
þjóðanna kemur fram að ekki skuli
refsa flóttafólki fyrir að framvísa
stolnum eða fölsuðum vegabréf-
um. Þrátt fyrir að það sé ólöglegt
að framvísa stolnum og fölsuðum
skilríkjum njóta flóttamenn vernd-
ar gegn þessu sakhæfi sökum stöðu
sinnar. Því ætti það að vera svo að
allir sem óska eftir hæli um leið og
þeir koma til landsins ættu ekki að
vera vistaðir í fangelsi þrátt fyrir að
hafa framvísað stolnum eða föls-
uðum skilríkjum.
Ísland er skuldbundið til að fara
eftir alþjóðlegum samningum sem
ríkið hefur gert en dómafordæmi
hér á landi í þessum málum hefur
verið á þá leið að hælisleitendur
hafa yfirleitt fengið 30 daga fang-
elsisdóm ef þeir framvísa stoln-
um eða fölsuðum skilríkjum. Þetta
veldur því að þeir hælisleitend-
ur sem fá dvalarleyfi á landinu
byrja aðlögun sína að samfélaginu
með dóm á bakinu og eru komn-
ir á sakaskrá, sem veldur því að
takmörkun er á því hvaða vinnu
þeir geta sótt um í kjölfar veitingu
atvinnuleyfis.
Einnig hefur fólk velt því fyrir sér
hvers vegna hælisleitendur hafa sí-
fellt komist upp með smygltilraun-
ir, bæði í flutningaskip og flugvélar.
Fyrirtækin sem verða fyrir skaða
af smygltilraunum verða sjálf að
leggja fram kæru ef vilji er fyrir
því og hefur Icelandair nú þegar
lagt fram kæru á hendur tveggja
hælisleitenda sem komu sér fyrir
í óleyfi inni á klósetti einna véla
flugfélagsins.
-segir Magnús Stefánsson nýráðinn bæjarstjóri í Garði