Víkurfréttir - 16.08.2012, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR6
Leiðari Víkurfrétta
Eyþór Sæmundsson, blaðamaður
vf.is
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 23. ágúst 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða fusi@vf.is
Ferðamennskan er ekkert grín
Það sjá sennilega flestir að það er allt morandi í
ferðamönnum á þessu skeri okkar og tölur sýna
það að stöðugt fleiri ferðamenn heimsækja Ísland
ár frá ári. Mikið hitamál tengt ferðaþjónustu
hérlendis kom upp núna í vikunni þegar kunngerðar voru
færslur ríkisstjórnarinnar á hótel- og gistiþjónustu í al-
mennt virðisaukaskattþrep. Frá 7% í 25,5% sem óneitanlega
er mikil hækkun. Skiptar skoðanir eru á þessum málum
og í blaði okkar í dag má sjá ummæli frá fjármálaráðherra
okkar Suðurnesjamanna, Oddnýju Harðardóttur og jafn-
framt er birt viðtal við Steinþór Jónsson formann gisti-
náttanefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og eiganda Hótel
Keflavíkur sem segir hækkunina vera fráleita. Telur hann
jafnframt að þessar áætlanir fari langt með það að rústa
ferðamennsku á svæðinu. Sitt sýnist hverjum í því og ætla
ég ekki að tíunda það frekar hér.
Hins vegar er mikið um að vera í ferðamennsku á svæðinu og
ýmsar háleitar hugmyndir á lofti. Spennandi verkefni tengt
Ásbrúarsvæðinu er að fara í gang sem tengist hermönnum
sem ferðamönnum. Aftur gæti því gamli völlurinn orðið
fullur af hermönnum ef allt gengur eftir, hvern hefði grun-
að það. Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis er einn
af þeim sem hafa veg og vanda að verkefninu og hann segir
að samstaða í ferðamálum hér á svæðinu sé mjög mikilvæg.
Gangi hugmyndirnar eftir telur hann að verkefnið geti
valdið straumhvörfum í ferðamálum Reykjaness.
Nánar er fjallað um það mál á síðu 14 hér í blaðinu.
Við fórum líka á stúfana og heyrðum í aðilum sem tengjast
ferðaþjómustu á svæðinu með ýmsum hætti og við munum
halda því áfram á næstunni. Einnig höldum við áfram um-
fjöllun okkar um mál hælisleitenda en þau mál halda áfram
að vera á milli tannanna á fólki.
Að lokum er vert að minnast á metnaðarfulla óperu sem
Jóhann Smári Sævarsson og ýmsir góðir aðilar standa fyrir
í Reykjanesbæ um þessar mundir. Þar er á ferðinni glæsilegt
framtak sem blæs sannarlega lífi í menningarlífið á Suður-
nesjum.
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is.
Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem
er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram
á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á
þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á
miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um
einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is.
Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat
ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu
blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir,
hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is
Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006
Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Útgefandi:
Afgreiðsla og ritstjórn:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamaður:
Auglýsingadeild:
Umbrot og hönnun:
Auglýsingagerð:
Afgreiðsla:
Prentvinnsla:
Upplag:
Dreifing:
Dagleg stafræn útgáfa:
Oddný Harðardóttir fjármála-ráðherra gerði í vikunni
grein fyrir hækkun virðisauka-
skatts á ferðaþjónustu á Íslandi,
en hækkunin hefur vakið hörð
viðbrögð hjá aðilum í ferðaþjón-
ustu. „Fjármálaráðherra okkar
Suðurnesjamanna áformar að
rústa ferðaþjónustu á svæðinu
með nýju heimsmeti á virðisauka-
skatti,“ sagði Steinþór Jónsson
formaður gistináttanefndar Sam-
taka ferðaþjónustunnar í samtali
við vef Víkurfrétta í fyrradag.
Oddný svaraði ummælum Stein-
þórs og sagði hann nota stór orð
um fyrirhugaða færslu hótel- og
gistiþjónustu í almennt virð-
isaukaskattþrep.
Steinþór segir í viðtali við VF þessa
hugmynd um hækkun vera bæði
alltof háa og koma allt of seint,
enda séu samningar og verðskrár í
ferðaþjónustu gefnar út með 18 til
20 mánaða fyrirvara. Öll hækkun
skatta innan þess tímaramma komi
því beint niður á gististöðum og að
stóru leyti eftir það. Hann bendir á
að í þessu samhengi hafi aðeins 3 af
33 löndum í Evrópu virðisaukaskatt
á gistingu í efra þrepi og er meðaltal
virðisaukaskatts nú um 10% í þess-
um löndum.
Steinþór segir einnig það skjóta
skökku við að ráðherra frá Suður-
nesjum, þar sem ferðaþjónustan er
yngst og mestur uppgangur á sér
stað, skuli hafa klárt frumkvæði að
skattlagningu sem án alls vafa feli í
„Fjármálaráðherra áformar
að rústa ferðaþjónustu“
-umtalsverð hækkun á hótelgistingu undanfarin ár hefur ekki haft áhrif,
segir Oddný Harðardóttir
sér fækkun ferðamanna og um leið
fækki atvinnutækifærum, m.a. við
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
„Flugþjónustan hér á svæðinu
skapar vel á annað þúsund störf,
ferðaþjónustan með Bláa lónið í
fararbroddi annað eins og nýráðn-
ingar í þessum geira haldið hæstu
atvinnuleysisprósentu landsins
neðar en annars væri. Sá mikli fjöldi
sem nú í sumar gat loks yfirgefið at-
vinnuleysið í von um framtíðarstörf
er nú aftur kominn á byrjunarreit.
Suðurnesin hafa ennþá hlutfalls-
lega flesta á atvinnuleysisskrá og
hlutfallslega langflesta starfandi við
ferðaþjónustu á landinu og þetta
eru hugmyndir ráðherra Suður-
nesjamanna“.
Oddný svaraði Steinþóri og segist
ekki ætla að elta ólar við stóryrðin
sem ekki eiga við rök að styðjast.
„Ég vil frekar ræða við hagsmuna-
aðila beint en í gegnum fjölmiðla.
Þó er ein fullyrðing Steinþórs sem
ég get ekki látið hjá líða að leið-
rétta. Hann segir í viðtali við Vík-
urfréttir: „Það er ljóst að ef hótel-
og gististaðaeigandur hefðu talið
sig geta hækkað verðin síðustu ár
hefðu þeir gert það því afkomutölur
greinarinnar eru því miður ekki
góðar. Fjölgun ferðamanna gaf þó
von um að afkoman gæti farið batn-
andi en sá draumur virðist nú þegar
vera úti. Nú á að slátra Gullgæsinni
og draga úr ferðamannastraum til
Íslands.“
Það er sannarlega ánægjulegt að
ferðaþjónustan vaxi og dafni, bæði
á Suðurnesjum sem og um allt land.
Umtalsverð hækkun á verðlagningu
hótel- og gistiþjónustu undanfar-
inna ára hefur ekki haft hamlandi
áhrif á fjölda ferðamanna til lands-
ins. Þeim hefur þvert á móti fjölgað
svo mikið að ferðaþjónusta er nú
ein þriggja meginstoða atvinnu-
lífsins á Íslandi. Engin ástæða er
til að draga upp kolsvarta mynd af
framtíðinni.
Það er eðlilegt að fulltrúar hótel-
og gististaða verji hagsmuni sína
þegar áformað er að hækka virð-
isaukaskattinn upp í það þrep sem
flest önnur þjónusta í landinu býr
við. Betra er þó að hafa það sem
sannara reynist í þeirri hagsmuna-
baráttu.
Listamaðurinn Helgi Valdi-marsson færði Sveitarfélaginu
Garði heldur veglega gjöf á dög-
unum. Hann færði bænum forláta
listaverk sem stendur á horni Heið-
arbrautar og Garðbrautar fyrir
framan bæjarskrifstofur í Garði.
Nýr bæjarstjóri í Garði, Magnús
Fjórir vindar í Garði
Stefánsson veitti gjöfinni móttöku
en listaverkið á að tákna höfuðátt-
irnar fjórar að sögn listamannsins.
Listamaðurinn hafði það á orði að
hann teldi vanta slíkan áttavita í
bæinn því sjálfur væri hann ekki
alltaf með áttirnar á hreinu. Verkið
kallar Helgi Fjóra vinda.
Fjölskyldudagar verða haldn-ir í Vogunum helgina 16.-19.
ágúst. Fjölbreytt dagskrá er í boði
þar sem allir ættu að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi og áhersla
lögð á virka þátttöku bæjarbúa.
Dagarnir hefjast með golfmóti
fimmtudaginn 16. ágúst kl. 09:00.
Á föstudagskvöldinu verður nýr
heimavöllur Þróttar vígður og í
framhaldi af því munu Þróttarar
taka á móti liði Grundarfjarðar í
æsispennandi leik. Að leik lokn-
um verður varðeldur og foreldr-
um boðið að grilla sykurpúða fyrir
yngri kynslóðina.
Á laugardeginum hefst dagskráin
kl. 9:30 með fjölskyldudorgveiði.
Fjölbreytt dagskrá verður í Aragerði
þar sem m.a. verður boðið upp á
leiktæki, tónlist, fjársjóðsleit, list-
Fjölskyldudagar í Vogunum
flug, karamelluflug, Brúðubílinn,
sölutjöld og sápufótbolta.
Um kvöldmatarleytið verður hverf-
agrill á þremur stöðum í Vogunum
og upp úr kl. 20:00 sameinast síð-
an allir í Aragerði. Þar fara fram
hverfaleikar, íþróttaálfurinn og
Solla stirða kíkja í heimsókn, Mel-
korka Rós ásamt Jóhannesi Bjarka,
Valdimar Guðmundsson og Magni
munu halda uppi stuði fram að
magnaðri flugeldasýningu sem fer
í loftið um kl. 23:00.
Sunnudagurinn verður helgaður
menningu og listum. Má þar nefna
list- og handverkssýningu, bæj-
argöngu, kvikmyndasýningu og
þjóðlagahópinn Osminka frá Tékk-
landi.
Nánari upplýsingar um dagskrána
er hægt fá á heimasíðu Sveit-
arfélagsins Voga, www.vogar.is.