Víkurfréttir - 16.08.2012, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 23
Vertu í besta aldurs-
flokkaliði landsins!
Skráning er han á netinu fyrir alla sem synt hafa með ÍRB sl. ár. Allar
upplýsingar má nna á heimasíðum félaganna, www.keavik.is/sund og
www.umfn.is/sund undir VERTU MEÐ!
Fyrsti matsdagur fyrir nýja sundmenn er laugardaginn 18. ágúst
Systkini frá kl. 13:00-13:40
Stúlkur frá kl. 13:40-14:20
Drengir frá kl. 14:20-15:00
Matið fer fram í Vatnaveröld. Anthony Kattan
yrþjálfari og Hjördís Ólafsdóttir þjálfari
sjá um að nna réttan hóp fyrir hvern
sundmann. Skráning og frágangur
ængargjalda fer síðan fram á netinu.
Næsti matsdagur er sunnudagurinn
26. ágúst frá kl. 14-15 og síðan alla
laugardaga eftir það kl. 12:15.
Ængar heast mánudaginn
20. ágúst samkvæmt ængartöu.
Úrslit AMÍ 2012
1749 stig
959 stig
829 stig
Byrjendanámskeið í Haglabyssuskotfimi
Allir unglingar 15 ára og eldri sérstaklega
velkomnir. Þjálfarinn Theodór Kjartansson
er með alþjóðleg skotkennsluréttindi.
Skráning og allar nánari
upplýsingar í síma
843-4998 eða á email
teddik@simnet.is.
Skotdeild Keflavíkur
„Mér líst ótrúlega vel á þetta og hlakka til að sýna hvað í mér býr,“
sagði Arnór Ingvi Traustason, hinn stórefnilegi leikmaður Kefla-
víkur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Keflavík og og norska liðið
Sandnes ULF hafa komist að samkomulagi um að Arnór fari til láns
til Sandnes frá og með 15. ágúst til 1. desember 2012. Sandnes hefur
forkaupsrétt á Arnóri á meðan leigusamningurinn er í gildi. Arnór
hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir Keflvíkinga í Pepsi-deildinni
þetta árið en hann heldur nú til Noregs.
Arnór var að undirbúa sig undir brottför þegar blaðamaður náði
tali af honum en hann hélt til Noregs í gær. Arnór sagði að vissulega
væri erfitt að kveðja Keflvíkinga á miðju tímabili en hann vonaðist
til þess að liðið næði sínum markmiðum.
„Það er vonandi að þeir haldi sínu róli en liðsfélagar mínir tóku vel
í þessa ákvörðun mína og styðja við bakið á mér, alveg eins og góðir
liðsfélagar eiga að gera,“ Arnór segir að hann hafi leitað ráða hjá
leikmönnum sem hafa reynslu af því að spila á Norðurlöndum og
Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga gaf honum m.a.
góð ráð. Arnór sagði að hann hefði rætt málin við fjölskyldu sína og
þau séu full stuðnings og tilhlökkunar yfir þessu tækifæri.
Hann segir Sandnes vera vel spilandi lið og allir leikmenn liðsins
leggi sig fram um að spila góðan fótbolta. Tímabilið í Noregi er rétt
hálfnað en Sandnes er þessa stundina í 14. sæti af 16 liðum í úrvals-
deild. Arnór vonast til þess að hjálpa liðinu en hann býst kannski
ekki við því að ganga inn í byrjunarliðið.
„Maður fer ekkert beint í liðið en það er að sjálfsögðu stefnan,“
segir Arnór. Hann viðurkennir það að norskan sé ekki alveg hans
sterkasta hlið en hann skilur hana ágætlega að eigin sögn. Arnór fær
íbúð til umráða en hann býr svo vel að eiga skyldmenni og fólk sem
getur verið honum innan handar í bænum.
Fjöldi fólks hefur sent honum hamingjuóskir og Arnór er afar þakk-
látur fyrir þær kveðjur. Það eru sannarlega spennandi tímar fram-
undan hjá þessum unga leikmanni. „Þetta er gott tækifæri fyrir mig
og ég er ánægður með þessa ákvörðun.“
Erfitt að kveðja Keflvíkinga
- segir knattspyrnumaðurinn efnilegi Arnór Ingvi Traustason
sem heldur á vit ævintýra atvinnumennskunnar í Noregi
Ferskar sportfréttir á vf.is