Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.08.2012, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 16.08.2012, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR14 Grunnskóli Grindavíkur Upphaf skólastarfs haustið 2012 Skólasetning verður fimmtudaginn 23. ágúst sem hér segir: Kl. 9.30 4., 5. og 6. bekkur í Grunnskólanum Kl. 10.30 2. og 3. bekkur í Hópsskóla Sama dag mæta nemendur í 1., 7., 8., 9. og 10. bekk í viðtöl ásamt foreldrum. Til þessara viðtala verður boðað með bréfi. Kennsla hefst hjá öllum árgöngum samkvæmt stundaskrá föstudaginn 24. ágúst. Skráning í Skólasel fer fram í Skólaseli fimmtudaginn 16. ágúst, föstudaginn 17. ágúst, þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. ágúst frá kl. 9.00 – 15.00. Skráning nýrra nem- enda er á skrifstofu skólans við Ásabraut, sími 420-1150. Frekari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðu skólans http://www.grindavik.is/grunnskoli/heim Skólastjóri STAÐA SÉRFRÆÐINGS VIÐ BJÖRGINA Björgin – geðræktarmiðstöð Suðurnesja auglýsir eftir starfsmanni í fullt starf. Menntunar og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Þekking á málefnum fólks með geðraskanir/ geðfatlanir æskileg • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til þverfaglegs samstarfs Starfssvið: • Þátttaka í faglegri ábyrgð á innra starfi og frekari þróun starfseminnar • Klínísk vinna með einstaklinga og hópa • Einstaklingsbundin endurhæfing og eftirfylgni • Þverfaglegt samstarf við stofnanir Laun eru skv. kjarasamningum Reykjanesbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Hafdís Guðmundsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar í síma 420 3270, netfang: hafdis.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Umsóknarfrestur er til 29. ágúst . Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Fjölskyldu- og félagssvið Óskum eftir að ráða vanan vélamann og verkamann til starfa. Uppl. í síma 660 2488 og 660 2480 Keilir hefur veg og vanda að verkefninu en Guðmund- ur Pétursson framkvæmdastjóri ÍAV-þjónustu hefur unnið öt- ullega að því að koma verkinu í réttan farveg. Einnig hefur Iðn- aðarráðuneytið komið að verk- efninu. Verkefnið snýst um það að koma gamla hervellinum inn á þennan markhóp sem Military.com er og um leið stuðla að því að ónotaðar íbúðir á Ásbrú komist í notkun. Þetta myndi styrkja atvinnumál hér hjá iðnaðarmönnum og ekki síð- ur rekstraraðilum þeirra húsa sem færu í notkun. Hugmyndin að þessu spennandi verkefni kviknaði fyrir tilstuðlan Thomas F. Hall sem um tíma var aðmíráll á Keflavíkurflugvelli og þekkir því vel til hér. Thomas er mikill Íslandsvinur og hefur verið tíður gestur hérlendis allt frá því að hann yfirgaf landið á sínum tíma. Eiginkona hans, Barbara er m.a. verndari Garðvangs í Garðinum en þau hjónin voru búsett hérlendis á árunum 1992-1998. Thomas er einn þeirra sem koma að vefsíð- unni military.com sem er vefsíða fyrir hermenn Bandaríkjahers. Þar inni eru 20 milljón skráðir notend- ur, allt frá þeim sem eru að huga að því að ganga í herinn til þeirra sem eru komnir á eftirlaun. Á mánuði eru um 6 milljón manns sem eru virkir á síðunni. „Markhópurinn telur um 20 milljónir manna. Eitt promill af því eru 20.000 manns. Sumir myndu segja að það væri ekki metnaðarfullt. Svo geta menn bara reiknað út hvað þetta myndi færa svæðinu hér í gistingu, mat, afþreyingu, bílaleigum og öðru sem fylgir ferðþjónustu,“ segir Hjálmar Árnason framkvæmdarstjóri hjá Keili. Ætlunin er að einblína á þenn- an markhóp. Hermenn sem fara snemma á eftirlaun og margir þeirra eru duglegir að ferðast eft- ir starfslok. Hér gæti verið gott að nýta húsnæði og aðstöðu sem er í boði á Ásbrú til þess að taka á móti þessum hópi hermanna. Markmið- ið er að fá þessa ferðamenn til þess að heimsækja Suðurnesin og bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í þágu þeirra en verkefnið er þróað með þá sérstaklega í huga. Tugþúsundir hermanna bjuggu hérlendis á þeim tíma sem herinn var og hét og má ætla að fjölskyldur þeirra og vinir viti af Íslandi og þá sér í lagi Kefla- víkurflugvelli. Þar kemur að þætti vefsíðu sem verið er að setja á lagg- irnar samhliða verkefninu en hún mun bera heitið keflanding.com. Markmið vefsíðunnar keflanding. com er að hafa allt á einum stað með áherslu á Suðurnesin. Vefsíðan býður upp á ferðaþjónustu þar sem gestir geta fengið aðstoð við að út- búa eigin dagskrá eða keypt tilbúin ferðapakka. Sérstök áhersla er lögð á ferðir tengdar sögu Naskef ásamt því sem sérstök athygli er vakin á því sem Suðurnesin sjálf hafa upp á að bjóða. Samkeppni við erlendar herstöðvar „Þar sem við erum í samkeppni við erlendar herstöðvar er mikilvægt að sýna gildi Íslands í hnotskurn líka. Vefsíðan á að auðvelda alla undir- búningsvinnu þar sem fólk getur valið sjálft hvað það nákvæmlega á meðan það skoðar og fer í gegnum þá staði sem við mælum með og segjum frá,“ segir Bryndís Hjálm- arsdóttir verkefnisstjóri. Bryndís segir að ekki sé nóg að hafa góða vöru og bjóða upp á frábæra þjónustu heldur sé nauðsynlegt að markhópurinn viti af okkur og hefur Bryndís því unnið að mark- aðsáætlun sem einblínir á að skapa vitund innan markhópsins ásamt því að örva áhuga á verkefninu. „Við höfum í gegnum Tom Hall komið á góðu samstarfi við milit- ary.com þar sem við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og munu forsvarsmenn þar aðstoða okkur við að kynna sérstaklega kefland- ing.com,“ segir Bryndís. Verkefnið ætti bæði að auka fjölda ferðamanna á svæðinu með því að ná til þessa hnitmiðaða markhóps auk þess að hafa þann möguleika á að stækka með aðkomu almennra ferðamanna. Þar með getum við einnig beint almennum ferðamönn- um á svæðið okkar á skilvirkari hátt og lagt sérstaka áherslu á náttúru- perlur, afþreyingu og menningu sem svæðið býður upp á því við höfum jú eitt umfram öll önnur landsvæði og það er staðsetningin. Hér munu skapast mikil fjárfesting- artækifæri í kjölfarið að mati Guð- mundar Péturssonar hjá ÍAV og er öllum sem tengjast ferðaiðnaði á Suðurnesjum velkomið að koma að þessu verkefni sem þó er enn á vinnslustigi. „Það er þó gríðarlega sterkt og mikilvægt að hafa Thomas Hall innanborðs en hann er hátt settur og mikils metinn. Hann er í lykilstöðu til þess að gera þessu kleift að fæðast og dafna. Verk- efnið snýst einnig um að vera með alla sem eru hér í ferðamálum á þessum vef til að bjóða alla þjón- ustu sem til er á svæðinu. Þarna er stór markhópur og hér er t.d. verið að undirbúa kaldastríðssafn í gamla officera klúbbnum sem mun klárlega tengjast þessu er að kemur. Þetta gæti orðið öflug vefsíða með alla um borð sem hafa á því áhuga,“ bætti Guðmundur við. Samtök atvinnurekenda á Suður- nesjum sem stofnuð voru árið 2010 mun fjárfesta í verkefninu en hugs- anlega mun þetta auka atvinnu- tækifæri á svæðinu en töluverðar ráðstafarnir þarf líklega að gera í húsnæðismálum ef slíkur fjöldu myndi sækjast eftir gistingu hingað. Bæði þyrfti að bæta við gistiplássi og gera endurbætur á öðru hús- næði. Hjálmar Árnason framkvæmdar- stjóri Keilis er fullur bjartsýni og vill sjá samstöðu í þessu mikla grettistaki ferðamála á svæðinu. „Gangi hugmyndirnar eftir tel ég að þetta geti valdið straumhvörfum í ferðamálum Reykjaness. Mikið virðist vanta upp á að næg samstaða sé fyrir hendi meðal ferðaþjónustu- aðila á svæðinu. Keppikefli allra hefur lengi verið að fá ferðamenn til að staldra aðeins við á Reykja- nesi í stað þess að þeysa strax burt og skila engu hér. Nægt höfum við að bjóða en hefur einhvern veginn ekki tekist að koma til skila. Þó ekki væri annað en að þjappa fólki í þessum bransa saman þá væri til mikils unnið. Hins vegar er þessi hugmynd Tom Hall að laða hingað þennan til- tekna markhóp athyglisverð,“ sagði Hjálmar. Straumhvörf í ferða- málum á svæðinu Hópur aðila á Suðurnesjum vinnur að stórhuga verkefni: -samstarf við vefsíðu hermanna sem hefur 20 milljón notendur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.