Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.08.2012, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 16.08.2012, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR16 Hafdís er á samningi hjá Elite Model á Íslandi en hún er einn keppenda í aðþjóðlegri fyr- irsætukeppni sem heitir Fresh Faces 2012. Í október mun Traffic Models og modelmanagement. com velja 10 módel sem komast í lokakeppnina í Barcelona. Val þeirra mun ákvarðast af fjölda at- kvæða og hvort að viðkomandi hafi það sem þeir eru að leitast eftir. Hafdís var lengi vel í efsta sætinu í Fresh Faces International en hún er í 6. sæti þessa stundina. Til gam- ans má geta að þeir sem hafa kom- ist í topp 10 í Fresh Faces hafa t.d. náð að landa samningum hjá Prada & Armani, Karl Lagerfeld og fleiri stórum nöfnum. Hvernig kom það til að þú fórst að fást við fyrirsætustörf? „Það má eiginlega segja að það hafi byrjað þannig að ég fór í mynda- töku hjá áhugaljósmyndara og þar fann ég að þetta var eitthvað sem að ég hafði virkilegan áhuga á.“ Óskað er eftir öflugum stjórnanda í stöðu forstöðumanns nýs Þekkingarseturs Suðurnesja sem staðsett er að Garðvegi 1 í Sandgerði. Meginhlutverk Þekkingarsetursins er að stuðla að rannsóknum og vera miðstöð rannsóknastarfs og rannsakenda í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum. Setrinu er jafnframt ætlað að stuðla að margvíslegri háskólakennslu og fræðslustarfsemi og efla tengsl atvinnulífs, rannsókna- og fræðastarfs á svæðinu. Þannig skal stefnt að auknu frumkvöðlastarfi og nýsköpun, ásamt eflingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja ber m.a. ábyrgð á: • öflun styrkja úr samkeppnissjóðum og utanumhald um styrkumsóknir, • stefnumótun og útfærslu á starfsemi Þekkingarsetursins, • fjármálum og rekstri, • þróun samstarfsverkefna, • starfsmannamálum, • tengslum við innlenda og erlenda aðila. Umsækjendur skulu hafa: • háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi, • hæfni, þekkingu og reynslu á rannsóknaumhverfi, • reynslu af stjórnun og stefnumótun, • frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, • leiðtogahæfileika, • góða samskiptahæfni, • gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði á íslensku og ensku, og hæfileika til að setja fram efni á skýran hátt. Með umsókn skal fylgja kynningarbréf auk yfirlits um námsferil og fyrri störf (CV). Umsóknir skulu merktar „Þekkingarsetur Suðurnesja“ og berast á rafrænu formi til Sandgerðisbæjar á netfangið: sandgerdi@sandgerdi.is. fyrir 1. september. Öllum umsóknum verður svarað. ATVINNA Forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja Hefurðu áhuga á því að starfa í þess- um bransa í framtíðinni? „Já það er draumur minn að vinna við þetta í framtíðinni. Draumurinn er að fá vinnu við þetta erlendis þar sem möguleikarnir eru fleiri. Ég er reyndar komin með eitt tilboð hjá módelskrifstofu á Ítalíu sem ég er að skoða í augnablikinu. Hér að neðan er svo vefsíðan þar sem hægt er að greiða Hafdís at- kvæði í keppninni. http://www.modelmanagement. com/model/hafdis-hildur/ Draumur að komast erlendis Hafdís Hildur Clausen er 16 ára stúlka úr Keflavík sem er að vekja athygli víða sem fyrirsæta um þessar mundir. Hún hefur verið að vinna í Lífstíl í sumar en í haust ætlar hún að hefja nám í FS þar sem stefnan er tekin á tungumálabraut. Hafdís ætlar svo í frekara nám en hefur ekki ákveðið hvað verður fyrir valinu. Hún hefur verið í hestaíþróttum frá 6 ára aldri en fjöl- skylda hennar er á fullu í hestunum. Önnur áhugamál hennar eru dans og körfubolti. Þar nýtist hæðin henni eflaust vel en Hafdís er 180 cm á hæð. Yfirheyrsla Eitthvað sem fáir vita um þig? Ég er með rosalega fóbíu fyr- ir köngulóm! Svo eru fáir sem myndu trúa því en ég er mjög feimin manneskja, en ég læt mig bara hafa hlutina! Hvað er í uppáhaldi hjá Hafdísi? Matur: Kjúklingur með spínati, tómötum og fetaosti. Drykkur: Kristall plús með bláberjabragði. Tónlist: Ég er alæta á tónlist, en Ed Sheeran er í miklu upp- áhaldi. Kvikmynd: Þessa stundina er það The Hunger Games. Sjónvarpsþáttur: Blue Mounta- in State, Supernatural, Geordie/ Jersey Shore, The Vampire Di- aries, svo er Friends alltaf klass- ískt! Skyndibiti: Subway Flík: Það er engin uppáhalds flík, en kósýfötin eru alltaf í upp- áhaldi. Hlutur: Ég gæti varla lifað án símans, tölvunnar og Ipodsins. Bókin: Ég les voða lítið bækur, en „Ég man þig“ eftir Yrsu Sig- urðardóttur finnst mér rosalega góð. Ljósmynd: Helga Erla Ljósmynd: Karen Jóns Jóhanna Linda Marta Svala Hársnyrtistofan sameinast í Föstudaginn 24. ágúst opnum við saman nýja hársnyrtistofu undir nafninu ProModa sem staðsett verður á Nesvöllum. Allir velkomnir! Njarðarvellir 4, 260 Reykjanesbær Nýtt símanúmer 421-4848

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.