Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.08.2012, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 16.08.2012, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 21 Tjarnabraut 22, 260 Njarðvík Falleg björt 100,5 fm 4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, þvottahús, geymslu, 3 svefnherbergi, baðherbergi og stofu ásamt geymslu í sameign. Möguleg skipti á sumarbústað fyrir vestan. Lækkað verð 18.200.000 Hvalvík 2, 230 Keflavík Gott iðnaðarhúsnæði með geymslu- lofti. Hentugt sem geymsla eða fyrir smá iðnað. Verð 5.900.000 Heiðarholt 13, 230 Keflavík 4ra herbergja mikið endurnýjað parhús ásamt bílskúr á besta stað í Keflavík rétt við Heiðarskóla. Verð 26.000.000 Fífumói 18, 260 Njarðvík Vel staðsett 7 herb. parhús á tveimur hæðum í Njarðvík. Húsið skiptist í forstofu, þvottahús, stofu, eldhús, baðherbergi og eitt svefnherbergi á neðri hæð og 4 svefnherbergi og baðherbergi á efri hæð. Verð 25.500.000 Háholt 21, 230 Keflavík Glæsilegt 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 50 fermetra bílskúr á góðum stað í Keflavík Reykjanesbæ rétt við Holtaskóla, Íþrótta miðstöð Keflavíkur og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Húsið var mikið endurnýjað ca 2006, m.a. skipt um innréttingar, gólfefni, endurnýjað skólp ásamt því að rafmagn var yfirfarið. Á baklóð er stór pallur og heitur pottur. Verð 48.000.000 Klapparstígur 8, 230 Keflavík Vel staðsett 67,9 fm 3ja herb íbúð á 1. hæð í tvíbýli. Möguleiki er að fá þessa íbúð á 100% láni þar sem greiðslubyrði er um 51.000 kr. á mánuði. Verð kr. 12.000.000 Hafnargötu 90 (fyrir ofan Tölvulistann) s. 420 6070 Reynir Ólafsson lögg, fasteignasali. Júlíus Steinþórsson lögg, leigumiðlari, sölumaður Sigrún Inga Ævarsdóttir sölumaður ÓsKum eFTir eigNum á söLu- og LeigusKrá Óskað er eftir að ráða sérkennara til starfa í Gerðaskóla. Umsækjendur þurfa að hafa kennararéttindi í grunnskóla og æskilegt að þeir séu með reynslu af sérkennslu. Mikilvægt er að viðkomandi sé samviskusamur, stundvís og eigi auðvelt með að starfa með öðrum. Upplýsingar gefa skólastjórnendur í síma 422-7020. Umsóknir skulu berast til skólastjóra fyrir 22. ágúst. Umsóknir má senda í netfangið: skarphedinn@gerdaskoli.is. STAÐA SÉRKENNARA Í GERÐASKÓLA Ellert Grétarsson, náttúruljós-myndari og Oddgeir Karls- son, atvinnuljósmyndari, efna á ný til ljósmyndanámskeiða sem slógu í gegn síðastliðinn vetur. Um er að ræða tvö námskeið, annars vegar eitt sem miðar að kennslu á DSLR myndavélar og hins vegar námskeiðið „Taktu betri myndir“ þar sem farið er í praktískar hliðar ljósmyndunar. Á myndavélanámskeiðinu eru út- skýrð öll helstu tæknilegu atriðin og áhrif þeirra á lýsingu myndar, t.d. hraða og ljósop, White Balance, Iso, dýptarskerpu og fleira gagn- legt. Farið er yfir grunnstillingar myndavéla. Námskeiðið „Taktu betri myndir“ hentar þeim sem hafa lært betur á myndavélina sína á myndavélanám- skeiðinu og aðra sem vilja fræðast meira um ljósmyndun. Farið verð- ur í praktísk atriði ljósmyndunar og nálgun á mismunandi viðfangs- efni. Fjallað verður um landslags- og náttúrumyndatökur, barna- og fjölskyldumyndatökur, nálgun út frá sjónarhorni, myndbygginu og margt fleira hagnýtt og fróðlegt sem getur gert mann að betri ljós- myndara. Þátttaka verður takmörkuð við ein- ungis 8-10 manns á hvert námskeið svo hægt verði að sinna betur þörf- um hvers þátttakanda. Námskeið- in verða haldin á Ljósmyndastofu Oddgeirs og hvert námskeið er þrjár klukkustundir frá kl. 19 – 22. Námskeiðsgjald er aðeins 5.000 kr á hvort námskeið. Myndavélanámskeiðið verður haldið þriðjudaginn 11. september, fimmtudaginn 13. sept. og þriðju- daginn 18. september. Taktu betri myndir verður hald- ið miðvikudaginn 19. september, þriðjudaginn 25. sept. og fimmtu- daginn 27. september. Skráning á Ljósmyndastofu Odd- geirs í síma 421 6556 eða á ok@ mitt.is eða elg@elg.is Ellert Grétarsson hefur getið sér gott orð sem náttúru- og landslags- ljósmyndari og unnið til alþjóð- legra verðlauna á því sviði. Myndir hans af náttúru Íslands hafa vakið athygli víða og m.a. birst hjá Natio- nal Geographic. Oddgeir Karlsson lauk ljósmynda- námi við Art Institute of Fl árið 1993 og Meistaranámi frá FS árið 2000. Hann hefur um árabil rekið eigin ljósmyndastofu í Njarðvík við góðan orðstír. Ný ljósmyndanámskeið hjá Ellerti og Oddgeiri Frá Reykjanesi, Valahnúkur og Reykjanesviti. Ljósmynd: Ellert Grétarsson. ATVINNA Laghentir, bílaþjónusta, leitar að bifvélavirkja eða vönum manni til starfa í Reykjanesbæ. Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 861 7600 eða á staðnum, Iðjustíg 1 C Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild Flóamarkaður Föstudaginn 17. ágúst nk., verður haldinn flóamarkaður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ, frá kl. 13:00 - 16:30.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.