Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.08.2012, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 16.08.2012, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 19 www.heilsuhusid.is Hringbraut 99 • Keflavík • Sími 578 5560 Opið: mánud. - föstud. 10 -18 Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir Veitir ókeypis ráðgjöf á afsláttardegi íbúa Heilsuhússins, Hringbraut 99, Reykjanesbæ miðvikudaginn 22. ágúst milli kl. 15:00 og 18:00. STÖRF HJÁ IGS 2012 Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. IGS ehf. vill ráða fólk til vinnu. Um er að ræða störf við ræstingu flugvéla. Áhersla er lögð á reglusemi, stundvísi og árvekni. Lágmarksaldur 18 ár, almenn ökuréttindi, íslensku- og/eða enskukunnátta skilyrði. Umsóknarfrestur rennur út 20. ágúst 2012 Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is Skólasetning fyrir 2.-10. bk. verður miðvikudaginn 22. ágúst kl. 9:30 í Miðgarði, sal skólans. Skóladegi lýkur hjá öllum árgöngum kl. 13:25. Nemendur í 1. bekk mæta með forráðamönnum til viðtals hjá umsjónarkennara þennan sama dag. Til þeirra verður boðað með bréfi. Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst. Eins og áður geta foreldrar sótt um mataráskrift fyrir börn sín á www.skolamatur.is. Skólinn mun sjá um innkaup fyrir 1.-5. bk. eins og verið hefur. Skólastjóri UPPHAF SKÓLASTARFS Í GERÐASKÓLA HAUSTIÐ 2012 Mikil óperuhátíð fer fram í Reykjanesbæ 24. og 26. ágúst. Nú er það óperan Eugence Onegin eftir Tschaikovsky sem verður flutt í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Þetta verður tölu- vert stærri uppfærsla en á TOSCA eftir Puccini sem flutt var í fyrra og sló svo eftirminnilega í gegn. Jóhann Smári Sævarsson sem sér um leikstjórn á verkinu og leikur eitt aðalhlutverka sagði í samtali við Víkurfréttir að sviðsmyndin væri með þeim glæsilegri sem sést hefði hérlendis en verkið verður flutt í bæði Hljómahöll og Stapanum á tveimur sviðum þar sem áhorfend- ur verða í miklu návígi við leik- arana. Sýningin er gríðarlega metn- aðarfull og fjöldi fólks er að leggja fram óeigingjarnt starf til þess að þessi uppfærsla verði að veruleika. Jóhann ætlar að 400 gestir komist fyrir á hverri sýningu. Þetta er áttunda sýningin sem Jóhann Smári setur upp og hann segir að með hverri sýningu verði uppfærslan veigameiri og faglegri. „Maður lærir af hverri sýningu og safnar góðu fólki í kringum sig sem er tilbúið að leggja hönd á plóg,“ segir Jóhann. Hann segist hafa gam- an af þessu og oft verði söngvarar og listamenn hreinlega að búa sér til verkefni þegar lítið er um vinnu eins og yfir sumartímann. „Maður verður þó seint ríkur á þessu,“ segir Jóhann léttur í bragði. Jóhann fer ótroðnar slóðir að þessu sinni eins og endranær en sýningin er sett upp að hluta til í Hljómahöll- inni sem er eins og flestir vita ekki fullkláruð. „Árna Sigfússyni bæj- arstjóra leist vel á þessa hugmynd um að halda sýninguna hér. Með því er verið að nýta húsnæðið þó að það sé ekki enn komið alveg í gagnið.“ Óperan sem flutt verður í sumar heitir Eugene Onegin eins og áður segir og er eftir rússneska tón- skáldið Pjotr Tschaikovsky við sögu Púskin. Óperan fjallar um ástir, vináttu og afbrýði sem endar með einvígi þar sem Onegin drepur vin sinn Lensky. Sagan hefst í sveitasælu og endar á hátíðlegu balli Gremins fursta í St. Pétursborg. Tónlistin er stórfengleg, rómantísk og lagræn. Fyrsti hluti sýningarinnar fer fram í hráu umhverfi í Hljómahöllinni og meðal annars fer stórt bardagaatriði fram á gítarnöglinni stóru sem oft hefur verið talað um sem stærstu gítarnögl í heiminum. Jóhann sér ekki bara um leikstjórn heldur fer hann með eitt aðalhlutverkanna, sér um hönnun á sviðsmynd og auk þess málar hann og smíðar sjálfa sviðsmyndina. Hann rétt lagði frá sér pensilinn til þess að eiga orð við blaðamann Víkurfrétta en vissulega er mikil vinna í svona uppsetn- ingu. „Þetta er óhemju mikil vinna og lík- lega er þetta stærsta söngsýning eða ópera sem sett hefur verið upp hér á svæðinu,“ segir Jóhann. Honum til halds og trausts eru þó margir að- ilar sem vinna hreinlega sjálfboða- vinnu og svo koma góðir styrkt- araðilar að uppfærslunni. Jóhann er virkilega ánægður með þá söngvara sem taka þátt í sýningunni en ein- söngvarar í sýningunni eru: Jóhann Smári Sævarsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Bylgja Dís Gunn- arsdóttir, Rósalind Gísladóttir, Við- ar Gunnarsson, Dagný Jónsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Egill Árni Páls- son, Bragi Jónsson, Gunnar Krist- mannsson og Sigurjón Ólafsson. Auk þeirra verður kór sem leikur stórt hlutverk í sýningunni. Þar eru kórfélagar úr mörgum kórum hér af Suðurnesjum og úr kór Íslensku óperunnar. Tekið skal fram að óperan er sungin á íslensku í þýð- ingu Þorsteins Gylfasonar. Minnt er á að miðasala er haf- in á midi.is og eru allir hvattir til að tryggja sé miða í tíma á þessa óvanalegu og spennandi sýningu. Metnaðarfull óperusýning í Hljómahöllinni Þá er sumarfríið okkar búið og miðlarnir okkar Lára Halla Snæfels , Þórhallur Guðmundsson ætla að starfa hjá okkur dagana 23. ágúst og 30. ágúst. Upplýsingar og tímapantanir í síma 421-3348. Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.