Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2003, Síða 30

Ægir - 01.10.2003, Síða 30
30 F I S K V I N N S L A Á N Ú T G E R Ð A R Um fjörutíu félagsmenn eru í Samtökum fiskvinnslu án út- gerðar og eru flestir þeirra á suðvesturhorni landsins. Meðal veltumestu fyrirtækja innan samtakanna má nefna Topp- fisk í Reykjavík, Ný-fisk í Sandgerði, Hamrafell í Hafnar- firði og Ísfisk í Kópavogi, en framkvæmdastjóri Ísfisks, Óskar Þór Karlsson, er jafn- framt formaður Samtaka fisk- vinnslu án útgerðar. Á aðalfundi samtakanna 31. október sl. sagði Óskar Þór m.a. í inngangsorðum sínum: „Þeir sem stunda línuveiðar og sjá sér hag í því að línuívilnun komist á benda gjarnan á að botnvarpan sé mikið skaðræðisveiðarfæri, sem skilji eftir sig hafsbotninn eins og eyði- mörk þar sem hvergi sé lengur skjól að finna fyrir fisk. Þetta er að sjálfsögðu stórlega ofsagt. Varðandi línuveiðarnar þá hélt maður að línan gæti nú talist nokkuð vistvænt veiðarfæri, a.m.k. vitum við fiskverkendur að betra hráefni fæst ekki heldur úr því veiðarfæri. Þeir sem hins veg- ar stunda veiðar með troll og eru þar með að sjálfsögðu svarnir and- stæðingar línuívilnunar hafa aðra sögu að segja. Að þeirra áliti er línan hið mesta skaðræðisveiðar- færi. Ótölulegur fjöldi af fiski slitni af línunni og syndi síðan að þeirra sögn um allan sjó glor- hungraður og grindhoraður með öngulinn langt ofan í maga. Þannig er umræðan því miður gjarnan um mörg fleiri mál og ekki batnar það þegar talið berst að byggðakvótanum.“ Fagleg mál efst á baugi Formaður Samtaka fiskvinnslu án útgerðar segir að efst á baugi hjá samtökunum séu ýmis fagleg mál. „Ég get nefnt að við vildum sjá meiri árangur í gæðamálum dagróðrabáta og einnig höfum við gert athugasemdir við ýmislegt varðandi fiskmarkaði. Í því sam- bandi vil ég nefna að fiskur er oft vigtaður óslægður. Síðan fer fisk- urinn í slægingu, þvott og ísun og er þannig seldur. Engu að síð- ur er fiskurinn eftir sem áður seldur óslægður. Þetta þýðir í raun að menn hafa ekki lengur möguleika á að fylgjast með því hvort þeir fái rétta vigt. Menn hafa líka verið heldur óhressir með vigtunarreglur, sbr. það að ekki má draga nema 3% frá Framboð af fiski er ákveðinn flöskuháls - segir Óskar Þór Karlsson, formaður Samtaka fiskvinnslu án útgerðar Óskar Þór Karlsson, formaður Samtaka fiskvinnslu án útgerðar. Á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu án útgerðar.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.