Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.2003, Qupperneq 36

Ægir - 01.10.2003, Qupperneq 36
36 B R E Y T T F I S K I S K I P Að undanförnu hefur verið unnið að gagnberum breyting- um á Gullhólma SH-201, sem áður hét Þórður Jónasson EA- 350 og var síðast gerður út af Síldarvinnslunni hf. Skipið er nú í eigu Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi. Þórður Jónasson EA var upp- sjávarveiðiskip, smíðað í Noregi árið 1964, hækkað árið 1973 og lengt árið 1986. Sigurður Ágústs- son hf. mun gera skipið út til línuveiða, en það er einnig hægt að gera út til togveiða. Breytingar á skipinu hófust þann 1. september í Slippstöðinni á Akureyri. Samkvæmt upplýs- ingum Antons Benjamínssonar, verkefnisstjóra hjá Slippstöðinni, voru þar gerðar eftirfarandi breyt- ingar á skipinu: Afturskip Afturskipinu var slegið út að og byggt yfir þar sem nótagryfjan var áður. Við það myndaðist nýtt rými fyrir áhöfn sem tengist nú- verandi vistarverum með hurð í gegnum afturþil borðsalar. Í þessu nýja rými er sauna, tvær sturtur og tvær snyrtingar, ásamt þvottavél og þurrkara. Þessi að- gerð er einfaldlega til að bæta að- stöðu áhafnar og uppfylla þær kröfur sem nútíminn krefst. Nýr toggálgi var byggður á þessa nýju yfirbyggingu, einnig einföld skutrenna þannig að skip- ið geti áfram stundað togveiðar. Lest Allt sem tengdist því að lestin var fyrst og fremst loðnulest áður var fjarlægt, steypa brotin upp úr lestargólfi og fjarlægð. Lestargólf var síðan einangrað og steypt yfir á nýjan leik. Síður, fram- og afturgafl ásamt lofti var einangrað og klætt, tveimur kælibúntum komið fyrir í lestinni til kælingar. Þá var út- búin frystilest í forlestinni sem verður fyrir beitu. Vinnsluþilfar Eins og í lest var allt sem tengd- ist uppsjávarveiðum fjarlægt. Ný stakkageymsla var smíðuð aftast stjórnborðsmegin sem tengist vistarverum skipsins. Þá voru fjórir nýir lensibrunnar smíðaðir og lensidælur settar í hvern brunn. Mustad línubeitningarvél var komið fyrir í bakborðssíðu ásamt lagningarlúgu og vökvadrifin dráttarlúga sett fremst í stjórn- borðssíðu. Ryðfríum vinnslubúnaði, þvotta- körum, móttöku og færiböndum var komið fyrir í vinnslurýminu. Nýr veltitankur Báðar togvindur skipsins voru bakborðsmegin á aðalþilfari, en önnur vindan var færð yfir í stjórnborðssíðu. Nýr veltitankur var smíðaður og komið fyrir á efra þilfari. Slippstöðin hf. var eins og áður segir aðalverktaki við breyting- arnar á Gullhólma. Um raflagnir sá Rafeyri á Akureyri. Mustad línubeitningarvélin, sem sett var niður í skipið, kemur frá Sjóvél- um ehf. Á línuveiðar til að byrja með Ragnar Olsen, útgerðarstjóri hjá Sigurði Ágústssyni hf. segir að útgerð Gullhólma komi að hluta í staðinn fyrir hörpudiskveiðar sem fyrirtækið hefur byggt sína vinnslu að stórum hluta á, en eins og kunnugt er hafa þær veiðar verið skornar niður vegna bágs ástands hörpudiskstofnsins. Til að byrja með fer skipið á línuveiðar. Ragnar segir að þrettán manns verði í áhöfn skipsins. Skipstjóri er Valetínus Guðnason og Haf- steinn Kristinsson yfirvélstjóri. Þórður Jónasson breyttist í Gullhólma Valentínus Guðnason, skipstjóri Gull- hólma SH.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.