Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.2005, Qupperneq 13

Ægir - 01.11.2005, Qupperneq 13
13 F L U G U V E I Ð I Rennex, dótturfyrirtæki 3X-Stáls á Ísafirði, hefur sett á markað fluguveiðihjól, sem er afrakstur langrar þróunarvinnu. Steingrím- ur Einarsson, framkvæmdastjóri Rennex og einn af stærstu eig- endum fyrirtækisins, segir að fyrstu viðbrögð markaðarins séu afar jákvæð og hann er bjartsýnn á framhaldið. „Rennex er dótturfyrirtæki 3X- Stáls og hefur einbeitt sér að þró- un og framleiðslu á eigin vörum. Þar á meðal er þetta veiðihjól, sem við köllum „Wish“ eða „Ósk“. Fleiri vörur frá okkur eru í framleiðslu og sölu, en fyrst og fremst er Rennex að framleiða vörur fyrir Marel og 3X-Stál,“ segir Steingrímur Einarsson. Góð viðbrögð Veiðihjólið frá Rennex, sem eins og áður segir hefur verið nefnt „Wish“, hefur lengi verið í þróun. 2005-útgáfan hefur verið prófuð með góðum árangri og fastlega er reiknað með að einhverjar breyt- ingar og betrumbætur verði síðan á 2006-útgáfunni. „Við höfum fyrst og fremst verið að selja veiðihjólin sjálfir. Stór hópur manna hefur fylgst með þróunar- vinnunni og ég hygg að við höf- um fyrirfram selt um áttatíu hjól, án þess að hafa auglýst þau sér- staklega, enda viljum við fara ró- lega í þetta og fullvinna vöruna áður en við setjum kraft í mark- aðssetninguna,“ segir Steingrím- ur. Áhersla á vandaða smíði Steingrímur segir að við hönnun hjólsins hafi verið lögð áhersla á vandaða smíði og að það væri sterkt og endingargott. Það telur hann að hafi tekist og veiðimenn sem þegar hafi prófað hjólið ljúki á það lofsorði. „Ég tel að hönnun- in á hjólinu hafi tekið mið af ís- lenskum aðstæðum. Það má kannski segja að hjólið sé ekki það allra léttasta, en það má segja að við höfum farið millileið í þyngdinni. Reynslan er yfirleitt sú að ef hjólin eru mjög létt eru þau að sama skapi ekki eins sterk,“ segir Steingrímur. Eiga erindi á erlendan markað Steingrímur segir að eftir áramót- in fái Rennex nýjan vélbúnað sem geri fyrirtækinu kleift að auka af- köstin um helming. „Við erum þrír fastráðnir starfsmenn og einnig er hér lausráðið fólk,“ segir Steingrímur. Oft er talað um að illa sé búið að nýsköpun í atvinnulífinu, að hún fái ekki þann stuðning sem nauðsynlegur er. Steingrímur seg- ir að alltaf megi gera betur, en hins vegar er hann afar sáttur við þann stuðning sem Impra ný- sköpunarmiðstöð á Akureyri hef- ur veitt fyrirtækinu, bæði í formi ráðgjafar og fjármuna. „Við höfum enn sem komið er eingöngu horft til innanlands- markaðarins með Wish-veiðihjól- ið og ég á von á því að við mun- um gefa okkur eitt ár til viðbótar hér innanlands áður en við förum að horfa til útflutnings. Miðað við viðtökurnar hér heima er ég ekki í nokkrum vafa um að þessi veiðihjól eiga erindi á erlendan markað. Við erum klárlega með samkeppnishæfa vöru og teljum okkur geta keppt við sambæri- lega erlenda vöru,“ segir Stein- grímur, en það er engin tilviljun að hann hefur verið að fást við þróun á Wish-veiðihjólinu. Þar kemur til að Steingrímur er sjálf- ur fluguveiðimaður og sömuleiðis er hann rennismiður. „Þetta er fyrsta íslenska veiðihjólið, það er að öllu leyti smíðað af okkur - það eina sem er aðkeypt eru kúlu- legur í hjólið,“ segir Steingrímur. Wish - fyrsta íslenska fluguveiðihjólið - hannað og framleitt hjá Rennex á Ísafirði - dótturfyrirtæki 3X-Stál Wish-fluguveiðihjólið hefur verið í þróun á undanförnum misserum og hefur reynslan af því verið afar góð. Hér má sjá þetta fluguveiðihjól á bökkum Laxár í Kjós á liðnu sumri. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:46 Page 13

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.