Ægir - 01.01.2007, Side 10
10
Þann 24. janúar sl. voru
hundrað ár liðin frá því að
fyrsti togarinn, sem var smíð-
aður fyrir íslenska útgerð,
kom til landsins. Þetta var Jón
forseti, eign Alliance hf., sem
var stofnað árið 1905 og var
því elsta togarafélag á Íslandi.
Jón forseti var smíðaður í
Glasgow í Skotlandi og stór á
þess tíma mælikvarða – 233
brúttórúmlestir.
Koma Jóns forseta olli
straumhvörfum í íslenskri
útgerðar- og atvinnusögu og
var upphafið að stórútgerð
hér á landi.
Alliance – bandalag sjómanna
og verslunar
Í Ægi var að sjálfsögðu greint
frá þessum merkisviðburði í
íslenskri útgerð með þessum
hætti:
„Jón forseti, hið nýja botn-
vörpuskip Thors kaupmanns
Jensens og þeirra 4 skipstjóra,
Magnúsar Magnússonar, Jóns
Ólafssonar, Halldórs Þor-
steinssonar, Kolbeins Sigurðs-
sonar og Jóns Sigurðssonar,
kom hingað þ. 24. jan. beina
leið frá skipasmíðastöðinni
Glasgow á Skotlandi. Skipið
er mjög fallegt útlits og vand-
að að öllum frágangi. 86 netto
smálestir að stærð, en 250
smálestir brúttó. Það er bygt
úr 1/20 þuml. þykku járni,
með 61/10 þuml. sverari
keðju og 200 pd. Þyngri
atkerum en Lloyds krefst.
Skipið kostar hér um bil
l145,000 kr., sjótrygging hér
um bil 12,000 um árið.”
Thor Jensen var hér sem
sagt í eldlínunni. Jón Þ. Þór,
sagnfræðingur, segir í bók
sinni „Uppgangsár og barn-
ingsskeið – Saga sjávarútvegs
á Íslandi” að Thor hafi verið
kominn á þá skoðun að all-
nokkru áður að skútuútgerð
ætti litla framtíð fyrir sér,
Íslendingar yrðu að hefja
útgerð botnvörpuskipa. Af
þeim sökum hafi hann tekið
erindi skútuskipstjóranna
fagnandi, en áhuga þeirra
hafi einmitt mátt hafa til
marks um að hinir framsýnni
í hópi útgerðarmanna og
skipstjóra hafi áttað sig á því
að Íslendingar yrðu að til-
einka sér hina nýju veiði-
aðferð og eignast skip, sem
henni hentuðu. Nafn útgerð-
arfélagsins, Alliance, mun
hafa vísað til þess að banda-
lag hafi komist á milli sjó-
manna og verslunar.
Áhersla á vandað skip
Í minningum Thors Jensens,
sem út komu á bók árið 1983,
lýsti hann vinnunni við gerð
smíðalýsingar Jóns forseta,
sem hann sá um:
„Lagði ég áherzlu á, að
skipið væri sérlega vandað og
traust. Ég kynnti mér smíða-
reglur Lloyds og skipalýsing-
ar, lét ekkert tækifæri ónotað
til þess að fara út í enska tog-
ara, er hingað komu, skoða
þá í krók og kring, tala við
skipsmenn um kosti þeirra og
galla.
Ég ákvað, að máttarjárn og
plötur í skrokk hins nýja
skips skyldu að styrkleika
vera 20% umfram það, sem
tilskilið var í smíðareglum
Lloyds. Ýmsar aðrar end-
urbætur ákvað ég að gera
skyldi við smíði þessa togara,
umfram það sem tíðkaðist á
enskum togurum, t.d. að
hásetaklefi yrði rýmri en
venja var til, meiri þægindi
fyrir skipverja, stærri vatnsílát
í skipinu og margt fleira. Kjöl-
lengd skipsins var ákveðin
130 ensk fet. Voru mjög fáir
enskir togarar svo stórir þá,
og engir stærri.”
Teningnum kastað
Þann 20. janúar 1906 voru
undirritaðir samningar um
smíði skipsins, en þá hafði
umboðsmaður gengið frá
samningum við Bowling
skipasmíðastöðina í Glasgow
um verkið. Vel gekk að smíða
og var skipið tilbúið til
reynslusiglingar á annan jóla-
dag árið 1906 og afhent eig-
endum sínum 18. janúar árið
1907. Þann sama dag var lagt
af stað til Íslands og var Hall-
dór Þorsteinsson við stýrið í
brúnni.
Hér var teningnum sem
sagt kastað í íslenskri togara-
útgerð. Næsti togari var Marz,
sem kom til landsins í mars
1907. Síðan fylgdu í kjölfarið
Snorri Sturluson og Freyr.
S A G A N
Öld liðin frá því að fyrsti
togarinn kom til landsins
Jón forseti kom til Íslands 24. janúar 1907.
aegirJAN2007.indd 10 2/2/07 9:11:42 AM