Ægir - 01.01.2007, Page 11
11
N Ý R B Á T U R
Bátasmiðjan Trefjar í Hafn-
arfirði hafa smíðað 15 brúttó-
tonna yfirbyggðan bát, Kristin
SH-712, sem er af gerðinni
Cleopatra 38, fyrir Útgerð-
arfélagið Breiðavík ehf. í
Ólafsvík, en að því standa
feðgarnir Bárður Guðmunds-
son og Þorsteinn Bárðarson.
Reyndar er Kristinn SH
eilítið frábrugðinn hinum
hefðbundnu Clopatra 38
bátum að því leyti að lest
bátsins hefur verið stækkuð
og þar rúmast 24 460 lítra
kör. Á flestan veg er þessi nýi
bátur þó mjög líkur hönnun
aflabátanna frá Bolungarvík,
Guðmundar og Hrólfs Einars-
sona ÍS.
Aðalvél Kristins SH er
Caterpillar C18, 1015 hestöfl
að stærð. Ljósavél er af gerð-
inni Kohler. Í bátnum er ísk-
rapavél. Siglingatækin eru af
gerðinni Simrad og annaðist
Mareind í Grundarfirði nið-
ursetningu þeirra. Tvær
vökvadrifnar hliðarskrúfur að
framan og aftan eru tengdar
við sjálfstýringu bátsins.
Öryggisbúnaður er frá Viking.
Borðsalur er í brú. Í lúkar er
svefnpláss fyrir fjóra. Þar er
eldunaraðstaða, örbylgjuofn
og ísskápur.
Búnaður til línuveiða
kemur frá Beiti. Útgerð-
arfélagið Breiðavík hefur gert
út annan bát, Kristin SH-112,
á línuveiðar og hefur verið
stuðst við handbeitingu. Sami
háttur verður hafður á á nýja
bátnum og er ætlunin að gera
báða bátana út, að minnsta
kosti til að byrja með.
Útgerð Kristins SH er afar
öflug. Á síðasta ári nam aflinn
um 1100 tonnum og var
bróðurpartur aflans fluttur
beint á markaði erlendis í
flugi.
15-20 bátar á þessu ári
Högni Bergþórsson hjá Trefj-
um segir að flestallir yfir-
byggðir Cleopatra 38 bátar
séu með línubeitningarvél, en
Kristinn SH sé undantekning
frá reglunni. Högni segir að
mikið sé framundan hjá Trefj-
um í smíði slíkra báta fyrir
innanlandsmarkað, fram í maí
sér hann fyrir sér að allt að
fimm bátar verði afhentir.
„Mér sýnist að í það heila
komum við til með að
afhenda 15-20 báta á þessu
ári og þar af verði röskur
helmingur fyrir innanlands-
markað. Allir þeir bátar verða
af gerðinni Cleopatra 38,
bæði óyfirbyggðir og yfir-
byggðir. Fyrir erlendan mark-
að erum við fyrst og fremst
að smíða Cleopatra 33, sem
eru ellefu brúttótonn, tíu
metra langir. Flestir fara þess-
ir bátar til nágrannalandanna;
Noregs, Svíþjóðar, Bretlands-
eyja og Grænlands, en við
höfum einnig smíðað báta
fyrir fjarlægari lönd,” segir
Högni.
Kristinn SH-712 til Ólafsvíkur
aegirJAN2007.indd 11 2/2/07 9:11:43 AM