Ægir - 01.01.2007, Síða 12
12
Bláskeljarækt þykir vænleg
atvinnugrein og telur formað-
ur Skelræktar, hagsmunasam-
taka skelræktenda, að nokkrir
framleiðendur muni á þessu
ári fjölga töluvert línum í sjó.
Á ráðstefnu um skelrækt á
Akureyri í janúar sl. kom fram
að bláskel skortir inn á Evr-
ópumarkað og þar hafi verið
umtalsverð verðhækkun á skel
undanfarin þrjú ár.
„Það má segja að Norður-
skel sé eina fyrirtækið enn
sem komið er sem stefnir ein-
dregið á útflutning. Síðan eru
önnur fyrirtæki sem hafa
verið í skelrækt í minna mæli
og sett út allt frá 1 og upp í
10-15 línur fyrir innanlands-
markað. Með þessum hætti
hafa þessir framleiðendur
fengið undanfarin ár svör við
ýmsum mikilvægum spurn-
ingum um skelræktina, en til
þessa hafa menn ekki viljað
fara út í þá fjárfestingu sem
þarf til að fara út í umfangs-
meiri skelrækt. Það má
kannski segja sem svo að
menn hafa viljað bíða og sjá
hvernig skelræktinni hjá
Norðurskel myndi reiða af.
Þó má ekki gleyma því að
menn hafa í gegnum árin
verið að þreifa sig áfram í
skelrækt hér á landi. Þannig
var tilraunarækt í Arnarfirði
komin nokkuð vel á veg fyrir
nokkrum árum, en hún var
stöðvuð vegna vísbendinga
um að þungmálmurinn
kadmium mældist yfir mörk-
um í skeldýraholdi á svæð-
inu. Þetta er ekki vandamál
hjá öðrum ræktendum en
Matís vinnur að rannsókn á
kadmiummengun og er beðið
niðurstaðna úr henni,” segir
Jón Páll Baldvinsson, formað-
ur Skelræktar, hagsmunasam-
taka skelræktenda, sem voru
stofnuð árið 2002.
„Skelrækt” hafi ákveðið hlut-
verk
Á síðasta ári lauk hinu svo-
kallaða „Kræklingaverkefni”,
sem Veiðimálastofnun hafði
yfirumsjón með og hafði það
að markmiði að afla víðtækra
upplýsinga um allt er lýtur að
skelrækt á Íslandi. Jón Páll
segir ekki vafa á því að verk-
efnið hafi leitt í ljós afar mik-
ilsverðar upplýsingar sem
nýtist vel í framhaldinu. „Það
er afar mikilvægt fyrir okkur
sem eru að prófa okkur áfram
í bláskeljaræktinni að eiga
aðgang að slíkum upplýsinga-
banka og við horfum til þess
að í framhaldinu verði okkar
samtök, Skelrækt, sá vett-
vangur sem skelræktendur
geti sótt upplýsingar og ráð-
gjöf til. Í því skyni þurfum við
að afla fjármagns til þess að
geta stutt frumkvöðla og upp-
byggingu í þessari nýju sjáv-
arútvegsgrein. Þetta er núna
til skoðunar. Við teljum líka
mikilvægt að hafa afar náið
samstarf við rannsóknastofn-
S K E L R Æ K T
Skelrækt á Íslandi er á ákveðnum tímamótum:
Áhugaverð atvinnugrein
og ræktendur í startholum
„Ég tel að við Íslendingar eigum að stefna að útflutningi á ferskri, lifandi hágæðaskel. Hæsta verðið fyrir ferska, lifandi skel er komið í þrjár evrur á kílóið,” segir Jón Páll
Baldvinsson, formaður Skelræktar.
aegirJAN2007.indd 12 2/2/07 9:11:47 AM