Ægir - 01.01.2007, Síða 15
15
íslenskir skelframleiðendur
hefðu gæðamálin að leið-
arljósi og stefndu hátt í þeim
efnum.
Peter Michelsen frá Vil-
sund Trading í Danmörku
sagði á ráðstefnunni að skort-
ur væri á bláskel á markaðn-
um. Ekki hjálpaði til að auk-
inn hiti sjávar við strendur
meginlands Evrópu hafi gert
það að verkum að eiturþör-
ungatímabil hafi lengst og
framboðstímabil ræktenda því
dregist saman. Þetta gerðist á
sama tíma og aukin spurn
væri eftir bláskel á Evrópu-
markaði.
Að mati þeirra sem til
þekkja er ekki talin ógn frá
stórum bláskeljaframleiðend-
um í Kína og Chile. Kínverjar
anni vart vaxandi eftirspurn í
eigin landi og ólíklegt sé að
Chilemenn fá leyfi til útflutn-
ings á ferskri skel á Evrópu-
markað.
Mikilsverðra upplýsinga
hefur verið aflað með Kræk-
lingaverkefninu, sem Veiði-
málastofnun hafði yfirumsjón
með, lauk á síðasta ári. Björg
Theodórsson, fiskeldisfræð-
ingur, sagði að verkefnið hafi
skilað mikilli þekkingu í skel-
rækt og menn viti betur en
áður hvar skóinn kreppi í
bláskeljarækt við Ísland. Björn
dró saman helstu niðurstöður
af kræklingaverkefninu:
- Mikil reynsla hefur skapast
í kræklingarækt.
- Mikilla upplýsinga hefur
verið aflað um umhverf-
isaðstæður til kræklinga-
ræktar.
- Í upphafi árs 2007 eru
nokkur fyrirtæki með
kræklingarækt á tilrauna-
stigi víða um land – Norð-
urskel í Hrísey er komin
öllu lengra en önnur fyr-
irtæki.
- Aðlögun og þróun á rækt-
unarbúnaði við íslenskar
aðstæður hefur verið tíma-
frek, en er vel á veg
komin.
- Mikill munur er á rækt-
unarsvæðum og þarf að
aðlaga ræktunarbúnað og
tækni fyrir hvert svæði.
- Fjölmörg álitleg ræktunar-
svæði eru umhverfis landið
og hafa mikla framleiðslu-
möguleika.
- Framleiðslukostnaður og
arðsemi er ekki fyllilega
þekkt, en mun koma betur
í ljós á næstu 2-3 árum.
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Gufudælur
Afkastamiklir vinnuþjarkar
HDS 13/24 PE Cage
■ Þrýstingur: 60-240 bör
■ Vatnsmagn: 680-1250 ltr/klstHDS 79 8 C Eco
■ Þrýstingur: 30-180 bör
■ Vatnsmagn: 350-750 ltr/klst
HDS 895 S
■ Þrýstingur: 30-180 bör
■ Vatnsmagn: 470-1000 ltr/klst
S K E L R Æ K T
Hér er ársgömul skel á línunum hjá Norðurskel í Hrísey.
Spurn eftir bláskel hefur verið að aukast og verð fyrir bláskel á Evrópumarkaði
hefur hækkað um 70% á síðustu þremur árum.
aegirJAN2007.indd 15 2/2/07 9:12:01 AM