Ægir - 01.01.2007, Page 18
18
meðvitaðir um þær hættur
sem óneitanlega eru um borð
í skipum og bátum, jafnvel þó
svo að þeir séu búnir að taka
fræðslunámskeið hjá ykkur í
Slysavarnaskóla sjómanna?
„Jú, ég held raunar að
flestir séu vel meðvitaðir um
þær hættur sem eru til sjós,
en það má orða það svo að
menn séu oft að taka óþarfa
óhættu. Ég hugsa að margir
sjómenn séu tilbúnir að við-
urkenna að þeir hafi einhvern
tímann stofnað sér í hættu
með því að gera eitthvað sem
eftir á að hyggja var óraun-
hæft að reyna. Það er ekki
nóg að menn hugsi bara um
sjálfan sig í þessum efnum,
heldur ekkert síður um félaga
sína til sjós og fjölskyldur í
landi. Forvarnarstarfinu lýkur
ekki eftir námskeið í Slysa-
varnaskóla sjómanna, þvert á
móti hefst það þar. Menn
verða að halda áfram þessu
starfi um borð í skipunum. Ég
tek eftir því að þegar áhafnir
koma saman á námskeið til
okkar fyllast menn eldmóði
og eru sammála um að færa
hlutina til betri vegar um
borð og halda áfram því for-
varnastarfi sem þeir tileinka
sér á námskeiðum í Slysa-
varnaskólanum. En eins og í
mörgu öðru fer að fenna í
sporin þegar frá líður. Það var
því fagnaðarefni þegar sú
ákvörðun var tekin að sjó-
menn kæmu á fimm ára fresti
í öryggisþjálfun. Ég tel að það
sé engum til skaða að eyða
ákveðnum tíma á ári hverju
til að skerpa á öryggismál-
unum.”
Að halda mönnum við efnið
- Koma sjómenn til ykkar á
námskeið sem telja sig kunna
þetta allt saman og þurfi vart
að fara í gegnum slíkt nám-
skeið?
„Já, þess eru dæmi, en
þeim fer ört fækkandi. Fyrir
nokkrum dögum var hér
maður á námskeiði sem sagði
sem svo að hann hafi haldið
að hann vissi allt og kynni
allt í þessum efnum, en hefði
komist að raun um að svo
væri alls ekki. Þessi maður
hafði verið lengi á sjó, nú síð-
ustu árin erlendis, en var hér
á námskeiði í fyrsta skipti.
Þeir sem koma hingað í end-
urmenntun hafa orð á því að
hún sé þeim afar mikilvæg,
því margt hafi verið fallið í
gleymskunnar dá, en ýmislegt
rifjist upp fyrir þeim. Þrátt
fyrir að haldnar séu æfingar
um borð í skipum taka menn
aðeins takmarkaðan hluta af
öryggismálunum. Að mínu
mati hefur skort að menn
horfi með gagnrýnum augum
á sitt vinnuumhverfi. Á skip-
Hilmar Snorrason byrjaði á sjó á fimmt-
ánda ári, árið 1972, sem nemi hjá Land-
helgisgæslunni. Sumarið eftir hóf hann
störf fyrst hjá Ríkisskip, þá háseti á
Gullfossi og eftir gagnfræðaskóla háseti
á olíuskipinu Kyndli þar til stýrimanna-
réttindi náðust. „Síðan þróaðist þetta og
ég var í fimmtán ár sem stýrimaður og
skipstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins. Í eðli
mínu er ég því strandferðamaður. Ég
hef aðeins einu sinni verið á fiskiskipi
og þá sem skipstjóri. Góður vinur
minn, Snorri heitinn Snorrason á Dal-
vík, keypti togara í Danmörku og fékk
mig til þess að sigla honum til Pól-
lands. Það er mín eina vera á fiskiskipi.
Reyndar á ég ættir að rekja til mikilla
fiskimanna, því afi minn var Júlíus
Geirmundsson, sem landsþekkt aflaskip
á Ísafirði hafa verið nefnd eftir. Ég á
því ættir að rekja vestur á firði og tel
mig því Vestfirðing. Á sínum tíma hjá
Ríkisskip var ég mest á siglingaleiðinni
„vestur um land til Húsavíkur”. Það
hentaði vel að hafa Vestfirðinginn á
þeirri leið! Ég hef alla mína starfsævi
verið á sjó og síðan unnið að örygg-
ismálum sjómanna.
Faðir minn fæddist í Fljótavík á
Ströndum og ólst upp á Horni. Þar sigu
menn í björg og höfðu þá reglu að síga
aldrei nema með hjálm á höfði. Faðir
minn var síðar á sjó, háseti á togurum
og háseti á skipum hjá Ríkisskip. Árið
1970 tók hann upp þá reglu að hafa
hjálm á höfði úti á sjó, sem í þá daga
var algjörlega óþekkt á hérlendum
skipum og því þótti hann vera meira
en lítið skrítinn. En hann hugsaði mikið
um öryggismálin og fannst ekki síður
ástæða til þess að bera hjálm við störf
um borð í skipunum en við bjargsig.
Ég ólst því upp við þessa áherslu
pabba á öryggismálin og fékk ungur að
árum áhuga á þessum málaflokki.
Ég byrjaði árið 1978 að nota hjálm
um borð í skipi og hef gert það síðan.
Eftir að ég varð skipstjóri 27 ára gamall
skyldaði ég áhöfnina til að bera hjálm
við störf sín um borð, enda ber skip-
stjórinn ábyrgðina og það er hans að
sjá til þess að hlutirnir séu í lagi. Í dag
hygg ég að hjálmaskylda sé ekki
vandamál um borð í skipum. Hins
vegar hef ég grun um að á mörgum
skipum gleymi bæði skipstjórar og vél-
stjórar því alltof oft að bera hjálma.
Auðvitað gleyma menn sér stundum og
það getur komið fyrir alla. Ég gleymi
mér stundum og fer hjálmlaus hér út á
þilfarið í Sæbjörgu, en áhöfnin mín
minnir mig á það og ég sný þá snar-
lega við og næ í hjálminn.”
Ö R Y G G I S M Á L S J Ó M A N N A
Er í eðli mínu strandferðamaður
„Forvarnarstarfinu lýkur ekki eftir námskeið í Slysavarnaskóla sjómanna, þvert á móti hefst það þar. Menn verða að halda
áfram þessu starfi um borð í skipunum,” segir Hilmar Snorrason. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.
aegirJAN2007.indd 18 2/2/07 9:12:12 AM