Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2007, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.2007, Blaðsíða 24
24 Tryggingamiðstöðin hefur gert athyglisverðan samning við Heilsuverndarstöðina ehf. sem felur það í sér að þær útgerðir sem tryggja hjá TM geta sent starfsmenn sína í heilsufarsskoðun, en á móti fá útgerðirnar afslátt af trygg- ingum sínum. Slíkur samning- ur hefur aldrei áður verið gerður hér á landi og er Sig- urður Jónsson, tryggingaráð- gjafi í skipatryggingum hjá TM, spenntur að sjá hvernig til tekst. „Á síðustu árum hafa áhafnatryggingar orðið æ veigameiri þáttur í heildarið- gjöldum útgerða vegna skipatrygginga og tengdra trygginga,” segir Sigurður Jónsson í samtali við Ægi. „Þetta má rekja til þess að árið 2001 var skipaður gerð- ardómur um kjör sjómanna í kjölfar þess að ekki náðust samningar milli LÍÚ og sam- taka sjómanna. Niðurstaða gerðardómsins fól það meðal annars í sér að áhafnartrygg- ingum var breytt og þær færðar til sama horfs og höfðu áður verið hjá far- mönnum. Þetta þýðir að bætur taka mið af ákvæðum almennra skaðabótalaga, þó að lágmarki í samræmi við ákvæði siglingalaga. Bætur sjómanns sem lendir í slysi, sem leiðir til örorku, reiknast út frá hans stöðu þ.e. aldri, hversu lengi hann hafi stund- að sjómennsku, hversu mikl- um framtíðartekjum hann muni tapa, hvort hann sé með börn á framfærslu o.s.frv. Það sama gildir um sjómenn hvað þetta varðar og fólk sem lendir t.d. í bíl- slysi. Áður en þessi breyting á áhafnartryggingunni tók gildi árið 2001 var um að ræða staðlaðar fjárhæðir óháðar stöðu og högum. Breytingin fól með öðrum orðum það í sér að bætur vegna alvarlegs líkamstjóns eru einstaklingsmiðaðar. Og þessir einstaklingar eru að fá töluvert mikið hærri bætur en áður og af þeim sökum hafa iðgjöldin sem útgerðirn- ar greiða hækkað töluvert frá því sem áður var,” segir Sig- urður. Almennt nokkuð góð staða í tryggingamálum sjómanna Framangreint ákvæði um greiðslu slysabóta til sjó- manna nær aðeins til sjó- manna sem starfa eftir kjara- samnigi LÍÚ og sjómanna- samtakanna vegna báta niður í tólf rúmlestir, en til dæmis smábátasjómenn eru ekki innan þessa ramma. Hins vegar er algengast að smábáta sjómenn tryggi sig samkvæmt eldri kjarasamn- ingi LÍÚ, sem er frá 27. mars 1998. Þetta er út af fyrir sig ágæt trygging, en bótafjár- hæðir eru lægri og iðgjaldið er þar af leiðandi lægra. En smábátasjómenn geta þó líka valið hina trygginguna, ef þeir kjósa svo. Sigurður telur að trygg- ingamál smábátasjómanna séu almennt í góðu lagi. „Landssamband smábátaeig- enda hefur rekið mikinn áróður fyrir því að smábáta- sjómenn slysatryggi sig. Og bátar sem ekki er lögskrán- ingarskylt á, þ.e. bátar undir 20 brúttótonnum, þurfa að framvísa staðfestingu á áhafnartryggingu til þess að geta fengið haffærisskírteini,” segir Sigurður. Fleiri örorkutilfelli Berlega hefur komið í ljós hjá þeim lífeyrissjóðum, sem sjómenn greiða til, að tíðni örorku hjá sjómönnum hefur hækkað verulega á und- anförnum árum. Trygginga- félögin finna líka fyrir þessu. Tryggingabætur hafa hækkað umtalsvert og segir Sigurður að tryggingafélögin hafi m.a. af þessum sökum neyðst til þess að hækka iðgjöldin af áhafnartryggingum ár frá ári. „Raunar er það svo að afkoman af þessum trygging- um hjá okkur hefur verið afskaplega slæm og ég hygg að það sama sé uppi á ten- ingnum hjá öðrum trygginga- félögum. Iðgjöld hafa hrein- T R Y G G I N G A M Á L Athyglisverður samningur um heilsufarsskoðun sjómanna - spjallað við Sigurð Jónsson, tryggingarráðgjafa hjá Tryggingamiðstöðinni Sigurður Jónsson, tryggingarráðgjafi hjá TM. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. aegirJAN2007.indd 24 2/2/07 9:12:27 AM

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.