Ægir - 01.01.2007, Qupperneq 26
26
„Slippunum og smiðjunum
sem þarna voru tengist mikil
og rík saga. Þegar mest var
hygg ég að um hundrað manns
hafi unnið þarna. Meðal ann-
ars var smíðað stærsta skip
sem til þess tíma hafði verið
smíðað á Íslandi, Helgi Helga-
son VE 343, og hefur enn ekki
verið smíðað stærra tréskip á
Íslandi. Slipparnir eiga því
merka sögu og þeirri sögu
þyrfti að gera skil á einhvern
hátt. Mönnum sem unnu
þarna og eru til frásagnar um
starfsemina fer ört fækkandi,”
segir Kristján Egilsson, for-
stöðumaður Náttúrugripa-
safnsins í Vestmannaeyjum.
Óhætt er að taka undir orð
Kristjáns um að slipparnir í
Eyjum eigi sér merka sögu,
sem er samofin atvinnusög-
unni í Eyjum. Í bæði „Vest-
urslipp” (Sælaslippur) og
„Austurslipp” (Dráttarbraut
Vestmannaeyja) voru smíð-
aðir bátar og þeim haldið við
og þegar starfsemin stóð í
sem mestum blóma, vænt-
anlega um miðja síðustu öld,
voru örugglega á annað
hundrað manns sem störfuðu
í slippunum.
Öflug starfsemi Ársæls
Sveinssonar
Segja má að punkturinn yfir i-
ið í merkum kafla skipasmíða
í Vestmannaeyjum hafi verið
settur með niðurrifi Sælahúss-
ins svokallaða í desember sl.
Hús þetta var kennt við Ársæl
Sveinsson, útgerðarmann og
bæjarfulltrúa í Vestmanneyj-
um, en hann keypti þessa lóð
upp úr 1940 og byggði Sæla-
húsið. Starfsemin þar var
margvísleg og mikil.
Í kjallara hússins var
aðstaða fyrir slippinn og einn-
ig var þar m.a. mötuneyti og
verbúðir fyrir þá menn sem
voru á bátum sem Ársæll
Sveinsson gerði út, en það
voru Ísleifur, Ísleifur II, Ísleif-
ur III, Gísli Johnsen og Guð-
rún VE. Ársæll var einnig með
öfluga landvinnslu sem og
verslun.
Iðandi athafnasemi á slipp-
svæðinu
Árið 1958 var fyrirtækið
Skipaviðgerðir stofnað og hóf
það starfsemi í Sælaslipp.
Einn af stofnendum þess fyr-
irtækis var Eggert Ólafsson.
Sonur hans, Kristján Eggerts-
son, rafvirki og hafnarvörður
í Eyjum, kom að rekstrinum í
kringum gos og stýrði honum
þar til hann lagðist af fyrir
nokkrum árum. Kristján sagði
S A G A N
Merk saga slippanna í Eyjum
- punktur settur aftan við sögu slippanna með niðurrifi Sælahússins
Ætla má að á annað hundrað manns hafi unnið á athafnasvæði slippanna í Eyjum þegar mest var, en þeir voru kallaðir Austurslippur og Vesturslippur. Mynd: Kristján Egilsson.
Sælahúsið í Eyjum á sér merka sögu, en það var kennt við Ársæl Sveinsson,
athafnamann og bæjarfulltrúa. Mynd: Óskar P. Friðriksson.
aegirJAN2007.indd 26 2/2/07 9:12:32 AM