Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2007, Page 29

Ægir - 01.01.2007, Page 29
29 félagsmála, þá í þágu hinna fátækustu. Þar má meðal ann- ars nefna átak í að skapa betra aðgengi að hreinu neysluvatni, enda er mikil þörf á slíku. Verkefni Stefáns Jóns Hafsteins borgarfulltrúa sem nýlega fór til tveggja ára starfa í landinu verða meðal annars á því sviði. Vilhjálmur Wiium sinnir hins vegar starfi umdæmisstjóra. Hann starfaði sem ráðgjafi í sjávarútvegs- ráðuneyti Namibíu á árunum 1999 til 2003 en kom þá heim og gerðist kennari við Háskól- ann í Reykjavík. Snéri svo aftur til Namibíu í janúar á sl. ári, enda orðinn hagvanur þar syðra. Namibía er í suðvestur Afr- íku og er 864 þúsund ferkíló- metrar að flatarmáli, eða um það bil átta sinnum stærra en Ísland. Namibíumenn eru þó aðeins um tvær milljónir, enda er landið strjálbýlt og eyðimerkurnar víðfeðmar. Frumvinnslugreinar eins og námuiðnaður og landbún- aður eru þýðingarmiklar fyrir efnahag landsins en sneið sjávarútvegsins í þjóðarkök- unni verður þó sífellt stærri. Úti fyrir strönd landsins eru gjöful fiskimið, þar sem erlendar þjóðir stunduðu stjórnlitlar veiðar árum saman, enda voru miðin talin alþjóð- legt hafsvæði. Fram til 1915 var Namibía þýsk nýlenda, en varð þá hluti af Suður-Afríku. Landið varð svo sjálfstætt ríki árið 1990 og strax þá varð áherslumál stjórnvalda í land- inu að færa lögsögu landsins út í 200 sjómílur og koma stjórn á veiðarnar með kvóta- kerfi og veiðileyfaútgáfu. Það markmið náðist og hefur skil- að góðum árangri, en það sem einnig skiptir máli er að með nýrri og meiri þekkingu skapar sjávarútvegur í landinu sífellt meiri verðmæti. Í dag eru þau um það bil fjórðung- ur útflutningstekna landsins. Sjómennska ekki í blóð borin Helstu hafnarbæir í Namibíu eru Lüeritz, Walvis Bay, Swa- kopmund, Hentisbay og Oranjemund. Í fyrstnefnda strandbænum er hafrannsókn- arstofun landsins staðsett, en íslenskir sjávar- og fiskilíf- fræðingar aðstoðuðu við að koma þeirri starfsemi á lagg- irnar. Í Walvis Bay er sjó- mannaskólinn, en aðstoð við uppbyggingu hans hefur verið stór þáttur í þróunarað- stoð Íslendinga í landinu und- anfarin ár. Nú er því verkefni hins vegar lokið, enda er í Namibíu til staðar allstór hópur heimamanna sem hefur bæði burði og þekk- ingu til að sinna sjómanna- fræðslu. „Sjávarútvegur er með öðru lagi í Namibíu en gerist hér á landi. enda er bak- grunnur sjómannanna allt annar. Þar kemur til að byggðin í Namibíu hefur fyrst og fremst verið inn til lands- ins, en ekki meðfram strönd- inni. Þarna var fyrst byrjað að stunda fiskveiðar að einhverju marki fyrir 100 árum. Því er Namibíumönnum sjómennska ekki í blóð borin eins og við Íslendingar segjum,” segir Víðir sem fluttist utan með eiginkonu sinni, Jóhönnu Þorvaldsdóttur, snemmsumars árið 2000. Þau settust þá að í Walvis Bay þar sem Víðir fór til stjórnunarstarfa við sjó- mannaskólann í borginni, en hann hafði þá um árabil kennt við Stýrimannaskólann í Reykjavík. „Í upphafi gerði ég starfs- samning til tveggja ára við Þróunarsamvinnustofnun. En úr því starfið gekk vel og okkur Jóhönnu líkaði vel í þessu fjarlæga landi vorum við tilbúin að vera lengur. Framlengdum því samninginn og vorum ytra í hálft sjöunda ár,” segir Víðir. Hafa áhrif á skólastarfið Þegar Víðir kom til Namibíu störfuðu við skólann tveir Norðmenn og einn Þjóðverji auk þeirra sex Íslendinga sem þar voru, en þeir voru Alfreð Steinar Rafnsson, Inga Fanney Egilsdóttir, Ingólfur Vestmann Ingólfsson, Sigvaldi Torfason, Elvar Óskarsson og Eyjólfur Valtýsson og voru þau ýmist starfandi í vélstjórnar-, skip- stjórnar eða slysavarnardeild- um skólans. „Til þess að sameiginlegt markmið stjórnvalda og Þró- unarsamvinnustofnunar um að heimamenn tækju við starfi og stjórn í skólanum í fyllingu tímans urðum við Íslendingarnir og aðrir sem komu að þessu verkefni að kenna talsvert mikið í fyrstu. Eins vorum við flest í ein- hverjum stjórnunarstöðum, enda var það talið nauðsyn- legt svo við hefðum tilætluð áhrif á skólastarfið. Það tel ég að hafi gefið góða raun. Smám saman var þó farið að vinda ofan af því fyrirkomu- lagi og fyrsta skrefið í þá átt var þegar Namibíumenn tóku við stjórn einstakra deilda, en landar þeirra eða Suður-Afr- íkumenn höfðu þó verið skólastjórar frá upphafi. Síðar tóku heimamenn við kennsl- S J Á V A R Ú T V E G U R Í N A M I B Í U Nemendur í vélstjórn í sjávarútvegsskólanum í Walvis Bay. „Óneitanlega er mikill árangur af þróunaraðstoð Íslendinga í Namibíu síðustu ár. Kominn er á fót sjó- mannaskóli, stundaðar eru hafrannsóknir og fisk- veiðistjórnunarkerfi hefur verið sett á laggirnar.” aegirJAN2007.indd 29 2/2/07 9:12:46 AM

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.