Ægir - 01.01.2007, Qupperneq 30
30
unni af Íslendingum og í des-
ember sl., þegar síðasti
Íslendingurinn og þar með
síðasti útlendingurinn við
skólann lét af störfum, voru
Namibíumenn teknir við starf-
seminni að öllu leyti,” segir
Víðir sem ytra kenndi aðal-
lega siglingarfræði, líkt og hér
heima.
Nemendur við skólann
Walvis Bay voru á hverri önn
gjarnan 70 til 80 talsins, en
skólaárinu sem hefst í janúar
og lýkur í desember er skipt
upp í tvær annir. Margir koma
til námsins á vegum útgerð-
anna sem þeir starfa hjá, enda
eru þær að tryggja sér starfs-
fólk til framtíðar. Greiða fyr-
irtækin þá skólagjöld nem-
endanna, sem eru jafnvel á
launum á námstímanum.
Minna lagt undir í
fjárfestingum
Vinnubrögð, tækni og hugs-
unarháttur í sjávarútvegi í
Namibíu er ólíkur því sem
gerist hér á landi. Minna er
lagt undir í fjárfestingum og
alsiða er að sækja sjóinn á
gömlum skipum sem keypt
eru erlendis frá. „Á þeim tíma
sem ég var þarna suður frá
voru meðal annars keypt til
landsins allnokkur skip sem
höfðu áður verið gerð út hér
heima, þá aðallega togarar í
millistærð, 45 til 50 metra
langir. Þarna get ég til dæmis
nefnt Kambaröstina, Baldur
Árna, Hólmatind, Júlíus Geir-
mundsson og Krossvíkina og
raunar mörg fleiri skip. Þann-
ig eru togveiðar frá Namibíu
talsvert miklar og eins línuút-
gerð á 70 til 100 tonna
bátum,” segir Víðir.
Pilsiard veiða Namibíu-
menn í nót og nota gjarnan til
þess gamla nótabáta, til
dæmis frá Noregi. Veiði á
pilsiard hefur verið heldur
brokkgeng á undanförnum
árum. Einn helsti nytjastofn
Namibíumanna er hake, sem
og kingklip. Fyrrnefnda teg-
undin líkist helst ýsu, en er
þó talsvert lausari í sér og þar
af leiðandi ekki eins góður til
matar, að mati kunnugra. Þá
veiðist skötuselur við strend-
ur landsins en veiðar á
honum eru stundaðar með
togskipum.
Erlendir aðilar umsvifamiklir
„Við Íslendingarnir skynj-
uðum að margir útgerð-
armenn í Namibíu vildu halda
sig við að sjómannamenntun
í landinu yrði sótt til Suður-
Afríku. Sumir börðust meira
að segja gegn tilvist skólans í
Walvis Bay,” segir Víðir sem
bendir á að Spáverjar séu
talsvert umsvifamiklir í sjáv-
arútvegi í Namibíu og flytji
fiskafurðir í talsvert miklum
mæli til Spánar. „Stóra spurn-
ingin er auðvitað sú hve
mikið Spánverjar vilja leggja
upp úr því að hafa Namibíu-
menn við störf á sínum skip-
um. Í dag er raunin ekki sú
nema í mjög litlum mæli.
Auðvitað er þó eðlilegast að
Namibíumenn stundi veiðar
innan eigin lögsögu sjálfir,
rétt eins og við Íslendingar
gerum, hversu lengi sem það
tekst.”
En það eru fleiri erlendar
þjóðir en Spánverjar sem hafa
látið að sér kveða í sjávarút-
vegi í Afríkulandinu fjarlæga,
sem hér er gert að umfjöll-
unarefni. Í krafti þróunarað-
stoðar Íslendinga hafa hér-
lend fyrirtæki látið að sér
kveða í landinu, meðal ann-
ars voru stóru fisksölufyr-
irtækin meðal hluthafa í
Seaflowers, sem nú er nokk-
uð stórt og umsvifamikið
útgerðarfyrirtæki. Íslendingar
komu þar að málum þegar
fyrirtækið var stofnað í kring-
um 1990, en losuðu um eign-
arhlut sinn fyrir um fimm
árum, enda var Seaflowers þá
komið vel fyrir vind.
„Namibíumenn eru orðnir
vel sjálfbjarga með sinn sjáv-
arútveg en þeir þyrftu að fá
aukin tækfæri til að afla sér
þekkingar á ákveðnum svið-
um. Til þessa hafa áherslur
S J Á V A R Ú T V E G U R Í N A M I B Í U
„Namibíumenn eru orðnir vel sjálfbjarga með sinn
sjávarútveg en þeir þyrftu að fá aukin tækfæri til að
afla sér þekkingar á ákveðnum sviðum.”
Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kom til Namibíu á liðnu ári og kynnti sér hvernig sjávarútvegur í landinu hefur þróast á undanförnum árum.
aegirJAN2007.indd 30 2/2/07 9:12:55 AM