Ægir - 01.01.2007, Qupperneq 33
33
Samtak hefur smíðað 30
tonna bát af gerðinni Viking
1500 fyrir G.Ben ehf. á Litla-
Árskógssandi, sem hefur feng-
ið nafnið Sæþór EA-101. Fyrir
á fyrirtækið tíu tonna bát,
Arnþór EA-102, sem ætlunin
er að selja.
Útgerðarfélagið G. Ben
ehf. er rótgróið, en Guð-
mundur Benediktsson, sem
nafn fyrirtækisins vísar til, lét
smíða sinn fyrsta bát, Fagra-
nesið EA, fyrir 42 árum.
Afkomendur Guðmundar hafa
haldið uppi merkinu æ síðan.
Sonur hans, Hermann Guð-
mundsson, stýrir G.Ben í dag
og með honum í útgerðinni
eru synir hans, Arnþór Elvar,
Guðmundur og Heimir. Þeir
bræður verða allir á nýja
Sæþóri svo og sonur Arnþórs
Elvars skipstjóra, Elvar Arn-
þórsson.
Öflugur bátur
„Þetta er mjög öflugur og
góður sjóbátur,” sagði Arnþór
Elvar, skipstjóri, í samtali við
Ægi. „Við verðum á netum í
vetur – hérna fyrir norðan til
að byrja með og síðan reikna
ég með að við verðum eitt-
hvað í Breiðafirðinum. Síðan
er ætlunin að fara á línu,”
bætti skipstjórinn við og tók
fram að undanfarið ár hafi
þeir G.Ben.-menn róið á línu
á Arnþóri EA, sem er eins og
fyrr segir aðeins tíu tonn.
Arnþór Elvar segir að óneit-
anlega sé sá bátur of lítill til
að sækja langt og því hafi
verið valinn sá kostur að láta
smíða öflugan bát.
Unnt er að koma fyrir 36
460 lítra körum í lest.
Aðspurður segir Arnþór Elvar
að útgerðin eigi ekki nægi-
lega mikinn kvóta fyrir bát-
inn. Unnið sé þó að því að
kaupa kvóta, en ekki sé
mikið framboð af honum nú
um stundir.
Vacumaðferðin virkar vel
Sæþór EA er 15 metra langur
og 4,22 metra breiður. Vélin
er 850 hestafla Caterpillar
með hefðbundnum skrúfu-
búnaði frá Heklu. Hámarks-
ganghraði er stilltur niður í 20
mílur en algengur sigling-
arhraði er 15 til 18 mílur.
Samkvæmt upplýsingum
Snorra Haukssonar hjá Sam-
taki er Sæþór smíðaður sam-
kvæmt svokallaðri vacumað-
ferð, sem gerir það að verk-
um að báturinn er afar sterkur
en jafnframt léttari en hefð-
bundir plastbátar, sem skilar
sér í minni olíueyðslu.
Í lúkar, þar sem er rými
fyrir 4 til 6 manns, eru kojur,
bekkir og matarborð. Í eld-
húskróknum er rafmagnselda-
vél. Fyrir miðjum lúkarnum er
skápur með DVD-spilara og
flatsjónvarpi, örbylgjuofn og
ísskápur. Undir stýrishúsi er
aukaherbergi sem hægt er að
nota sem svefnaðstöðu fyrir
einn mann.
Í stýrishúsi er stórt mæla-
borð með siglingartækjum
Brúnni ehf. á Akureyri og er
aðstaða þar fyrir allt að þrjá
menn. Aftan við stýrishúsið,
bakborðsmegin er stór stakka-
geymsla með sætisbekk og
borði með vaski. Á þilfari er
netaspil og borð frá Marax
ehf., krani frá Barka ehf. og
yfirbyggt skýli er á bakborðs-
síðunni.
Mikið framundan hjá Samtaki
Snorri Hauksson hjá Samtaki
segir að Sæþór sé stærsti
plastbátur sem fyrirtækið hafi
smíðað til þessa og segist
hann vera mjög ánægður með
útkomuna. Mikilsvert sé að sú
tækni sem beitt hafi verið við
byggingu bátsins skili ótví-
ræðum árangri í mun minni
olíueyðslu en ella. Snorri
nefnir að gerð hafi verið sam-
anburðarrannsókn á 15 tonna
báti, annars vegar báti sem
smíðaður er með vacumað-
ferðinni og hins vegar hefð-
bundnum plastbáti. Þessi
samanburður hafi leitt í ljós
tæplega 40% minni olíueyðslu
bátanna sem smíðaðir eru
með vacumaðferðinni – þ.e.
aðferð sem var beitt við smíði
Sæþórs.
Snorri segir að mið verði
tekið af hönnun Sæþórs við
smíði þeirra 15 tonna báta
sem Samtak kemur til með að
smíða á þessu ári, en mikil
verkefni eru framundan í
smíði slíkra báta og reiknar
Snorri með að afhenda sex
báta á árinu. Allir verða þessir
bátar yfirbyggðir og með
línubeitningarútbúnaði.
30 tonna bátur af gerðinni Viking 1500 til G.Ben á Litla-Árskógssandi:
Stærsti bátur Samtaks til þessa
N Ý R B Á T U R
Sæþór EA-101 við bryggju á Litla-Árskógssandi. Mynd: Bæjarpósturinn/Dalvík.
aegirJAN2007.indd 33 2/2/07 9:13:13 AM