Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2007, Page 34

Ægir - 01.01.2007, Page 34
34 1500 Óskum útgerðinni til hamingju með SÆÞÓR EA-101 Samtak ehf Skútahrauni 11 - 220 - Hafnarfjörður. Sími: 565-1850 samtak@samtak.is - www.samtak.is - 30 Br.Tonn - 15 m - 36 kör - Nýr glæsilegur bátur - Norsku samtökin Norges Fisk- erlag, Fiskebåtredernes For- bund og FHL sendu frá sér sameiginlega fréttatilkynningu í kjölfar undirritunar á samn- ingi um norsk-íslensku síldina 18. janúar sl. þar sem þau skömmuðust út í norsk stjórn- völd fyrir heimild til handa Íslendingum til veiða á tæpum 35 þúsund tonnum af síld í norskri lögsögu. Í samningnum frá 1996 var hlutur Íslendinga í norsk- íslensku síldinni 15,54% en lækkar samkvæmt nýja samn- ingnum í 14,51%. Hins vegar eykst hlutur Íslendinga í norskri lögsögu úr 8.960 tonnum í 34.560 tonn. Í áðurnefndri fréttatilkynn- ingu er því haldið fram að aukinn hlutur Íslendinga geri það að verkum að verulega þrengi að Norðmönnum á síldarmörkuðum í Póllandi. Fullyrt er að síðast þegar Íslendingar hafi haft aðgang að norskri löggsögu hafi afleiðingin verið mikill sam- dráttur á pólska síldarmark- aðnum. „Þessi samningur getur haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir norskan sjávarútveg. Við reiknum með allt að 300 milljóna króna tapi í útflutn- ingi vegna samningsins,” sagði Audun Maråk, formaður Fiskebåtredernes Forbund, í fréttatilkynningunni. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU, hefur sent áðurnefndum hagsmuna- samtökum í norskum sjáv- arútvegi bréf þar sem hann mótmælir harðlega fullyrðing- um þeirra um að veiðar íslenskra skipa á síld í norskri löggsögu árið 2003 hafi orsakað hrun á útflutningi Norðmanna á síld til Póllands. Friðrik segir í bréfinu að stað- reyndirnar séu þær að árið 2002 hafi íslensk skip veitt 5.800 tonn af síld í norskri lögsögu og 4.800 tonn árið 2003 (2.400 tonn af síldarflök- um). Í lok bréfsins segir Frið- rik að það sé í meira lagi vafasamt að halda því fram að útflutningur Íslendinga á 2.400 tonnum á pólskan markað hafi valdið 42 þúsund tonna samdrætti í útflutningi Norðmanna á síld til Póllands milli áranna 2002 og 2003. Friðrik sendir Norðmönnum tóninn Friðrik J. Arngrímsson. S Í L D A R S A M N I N G A R aegirJAN2007.indd 34 2/2/07 9:13:17 AM

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.