Ægir - 01.06.2010, Síða 10
10
útgerðaraðila með hliðsjón af
veiðireynslu þeirra á afmörk-
uðum tímabilum. Álitaefnið
laut því öðrum þræði að því
hvort löggjafinn hafi hannað
fiskveiðistjórnkerfi þar sem
ákveðnir aðilar hafi fengið að
njóta óeðlilega mikils ávinn-
ings á kostnað hagsmuna
annarra. Væri fallist á að
myndun og eðli aflaheimilda
bryti í bága við grundvallar-
reglu um vernd jafnræðis fyrir
lögum þá hlyti að leika veru-
legur vafi á að forsendur afla-
markskerfisins stæðust lög og
af því myndi væntanlega leiða
að allir mættu stunda fisk-
veiðar í atvinnuskyni sem það
vildu nema sett væru ný lög
sem kvæðu á um annað.
Í þeim tveim málum, sem
hér hafa verið rakin, var því
haldið fram að aflamarkskerf-
ið bryti í bága við sjónarmið
um jafnræði og atvinnufrelsi,
m.a. vegna þess að aflaheim-
ildum hafi verið úthlutað end-
urgjaldslaust árið 1984 til út-
gerða fiskiskipa á grundvelli
veiðireynslu, og aðrir, sem
vildu hefja veiðar í atvinnu-
skyni eftir árið 1984, hafi ekki
getað gert það nema að eiga
kaup við þá sem fengu þess-
um réttindum úthlutað í upp-
hafi. Einnig var á því byggt
að fyrsta grein fiskveiðistjórn-
laganna um sameign þjóðar
hefði ótvíræða eignarréttar-
lega merkingu og því gengi
aflamarkskerfið ekki upp. Af
þeim málsskjölum sem grein-
arhöfundur hefur kynnt sér
verður ekki séð að ákæru-
valdið í Vatneyrarmálinu eða
málflutningsmenn íslenska
ríkisins í Fagramúlamálinu
hafi gert alvarlegar tilraunir til
að hrekja þessar tveir for-
sendur sem málflutningur
gagnaðilanna var reistur á.
Fullt tilefni var þó til þess
enda standast rök, sem reist
eru á þessum forsendum,
enga skoðun.11) Að mati grein-
arhöfundar styðst því álit
meirihluta Mannréttinda-
nefndar Sameinuðu þjóðanna
við haldlítil rök.
Fleira ber þó að hafa í
huga og þá sérstaklega hvort
líta eigi á sjávarútveg sem at-
vinnugrein og uppsprettu
verðmætamyndunar eða sem
athafnasvið fyrir stjórnvöld til
að skapa tímabundin störf
víða um land og halda þannig
með handafli lífi í fámennum
byggðarlögum. Hér skiptir
máli að það viðhorf virðist
langlíft að engin fiskveiðirétt-
indi hafi verið til fyrir árið
1984 og að sjávarútvegur hafi
vart verið atvinnugrein fram
að þessu tímamarki heldur
hafi hafalmenningurinn verið
nýttur af veiðimönnum sem
ekkert höfðu lagt undir fjár-
hagslega til að stunda sína
iðju. Atvinnurekendur í út-
gerð hafi þannig verið í ná-
kvæmlega sömu stöðu og
sjómenn, fiskverkafólk og svo
framvegis. Á framangreint er
vart hægt að fallast nema það
sé orðin viðurkennd lögfræði
að atvinnurekendur, sem hafa
fjárfest í atvinnutækjum og
þjálfað starfsfólk í tiltekinni
atvinnugrein, megi hvenær
sem er vænta þess að réttindi
til að stunda viðkomandi at-
vinnugrein verði tekin af
þeim og þau færð í hendur
ríkisvaldsins eða eftir atvikum
í hendur þeirra sem eru
þóknanlegir forsvarsmönnum
þess.
Kjarni málsins er að mjög
víða í íslenskri löggjöf, t.d. í
lögum um leigubifreiðar, er
gengið út frá því að þeir sem
hafa atvinnuhagsmuni í tiltek-
inni atvinnugrein, áður en til
skipulagsbreytinga kemur,
njóta sérstakrar stöðu umfram
aðra. Þessu var einnig svo far-
ið í íslenskum sjávarútvegi
árið 1984, bæði fyrir það tíma-
mark og eftir það. Það voru
sumir sem höfðu fjárfest í
skipum og veiðarfærum, aðrir
ekki. Þessir aðilar höfðu fisk-
veiðirétt, skilgreindan í dög-
um og öðrum sóknartakmörk-
unum, aðrir ekki. Með upp-
töku aflamarkskerfis við stjórn
botnfiskveiða var einfaldlega
verið að skilgreina fiskveiði-
rétt einstakra útgerðaraðila á
annan veg en áður hafði verið
gert. Á þennan veg var ekki
eingöngu verið að vernda
hagsmuni þeirra sem stundað
höfðu fiskveiðar í atvinnu-
skyni heldur einnig þeirra
sem lánað höfðu þeim fé. Hér
ber að hafa hugfast að á ní-
unda og tíunda áratug síðustu
aldar voru slíkir lánveitendur
fyrst og fremst fjármálastofn-
anir og sjóðir sem reknir voru
fyrir fé skattborgaranna og því
augljóst hver hefði borið tap
þeirra ef fyrirtæki í sjávarút-
vegi gætu ekki greitt skuldir
sínar til baka vegna þess að
búið var að höggva á helstu
tekjulind þeirra, möguleika
þeirra að stunda fiskveiðar í
atvinnuskyni.
Tilvísanir
1) Nánari umfjöllun um jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar er að finna í riti
Bjargar Thorarensen: Stjórnskipun-
arréttur - Mannréttindi. Reykjavík
2008, bls. 563-593.
2) Nánari umfjöllun um vernd atvinnu-
frelsis samkvæmt íslensku stjórnar-
skránni er að finna í riti Bjargar
Thorarensen: Stjórnskipunarréttur
-Mannréttindi, bls. 509-532.
3) Nánari umfjöllun um jafnræðisreglu
samningsins er að finna í ritinu
Mannréttindasamningar Sameinuðu
þjóðanna - Meginreglur, fram-
kvæmd og áhrif á íslenskan rétt.
Reykjavík 2009, bls. 83-93.
4) Höfundur hefur kynnt sér þau
dómsskjöl sem lágu til grundvallar
áður en komist var að niðurstöðu í
þessum málum.
5) Sjá Hrd. 1998, bls. 4076. Dómurinn
var rakinn ítarlega í síðustu grein.
6) Sjá Hrd. 2000, bls. 1534 (1539, 1550
og 1557).
7) Verðmæti skipsins lækkaði í kjölfar
veiðileyfadómsins í desember 1998
og setningar áðurnefndra laga nr.
1/1999. Nokkrum misserum eftir
það urðu verðhækkanir á aflaheim-
ildum.
8) Í málsvörn ríkisins var skilningi
málshefjenda á efni úthlutunarregln-
anna ekki andmælt berum orðum.
Jafnframt var í málsvörn ríkisins
ekki fjallað um efnislegt inntak
þeirrar yfirlýsingar að nytjastofnar á
Íslandsmiðum væru sameign ís-
lensku þjóðarinnar.
9) Í 1. ml. 1. gr. laga um stjórn fisk-
veiða nr. 116/2006 segir: „Nytja-
stofnar á Íslandsmiðum eru sameign
íslensku þjóðarinnar.“ Ákvæðið ber
með sér að það séu nytjastofnarnir
sem slíkir sem séu sameign íslensku
þjóðarinnar en ekki fiskimiðin.
10) Sjá Einar K. Guðfinnsson: „Svar við
áliti mannréttindanefndar Samein-
uðu þjóðanna” (aðgengilegt á vef-
slóðinni http://www.sjavarutvegs-
raduneyti.is/frettir/frettatengt/
nr/9305 síðast skoðuð 14. júní
2010)
11) Sjá t.d. Helgi Áss Grétarsson:
„Hvernig urðu aflaheimildir í botn-
fiski til? Enn af staðalímynd íslenska
fiskveiðistjórnkerfisins“. Úlfljótur,
Reykjavík 2009, bls. 225-227; Helgi
Áss Grétarsson: „Þjóðmálaumræðan
og þjóðareignin“. Ægir, 2.tbl., Akur-
eyri 2010, bls. 8-10; Helgi Áss Grét-
arsson: „Helgi Áss Grétarsson: „Um
myndun fiskveiðiréttinda - staðalí-
myndir eða staðreyndir?“. Ægir, 3.
tbl., Akureyri 2010, bls. 8-11.
F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N
Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is
Project1 3/31/07 12:20 PM Page 1
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Starfstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Akureyri - Fiskitangi
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28
• Ísnet Húsavík - Barðahúsi
• Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
www.isfell.is
Dragnótatógin, sem
þú getur treyst!
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n