Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2010, Side 20

Ægir - 01.06.2010, Side 20
20 F I S K E L D I „Við ölum fiskinn í lokuðum hringrásarkerfum innanhúss og getum framleitt um 300 tonn af sandhverfu á ári miðað við núverandi hönnun stöðvar- innar. Umhverfisaðstæður hér eru nokkuð langt frá náttúru- legum aðstæðum sandhverf- unnar því hún þrífst vel í hita frá 12 upp í 17 gráður. Sjávar- hiti hér við Suður-Kína fer mögulega niður í 16 gráður þegar kaldast er á veturna og vel yfir 30 gráður á sumrin. Við erum því að ala fiskinn í um- hverfi sem er fjarri náttúrulegu umhverfi hans. Eldi á sand- hverfu í tönkum uppi á landi er þekkt, t.d. á Spáni, í Frakk- landi, Suður-Ameríku og víðar og sandhverfan er vel þekkt sem gæðahráefni í betri fisk- rétti,” segir Jóhannes Her- mannsson sem stýrir fyrirtæk- inu Fine Grain Sea Products Co., Ltd. in Guangdong fylki í Suður-Kína. Fyrirtækið sérhæf- ir sig í sandhverfueldi. Það hefur starfað í núverandi mynd í þrjú ár og er í eigu aðila í Hong Kong og Íslendings sem þar er búsettur. Fiskurinn seldur lifandi Framleiðsla Fine Grain er öll ætluð hágæða markaði í Kína og til útflutnings á erlenda markaði. Fine Grain selur nánast allan fiskinn úr eldinu lifandi til veitingahúsa, hótela og verslana. Það að selja fisk- inn lifandi er venja á fisk- markaði í Kína enda segir Jó- hannes að samasemmerki sé talið milli þess að fiskur sé lif- andi og líti vel út og að hann sé ferskur. Tenging sandhverfueldis- fyrirtækisins í Kína og Íslands byggist ekki einvörðungu á eignarhaldi og framkvæmda- stjórn heldur hefur fyrirtækið sótt tæknilausnir í eldinu til Matís. Matís hefur sérhæft sig í tækni til að greina skyldleika í fiskeldi og þá þekkingu nýtir fyrirtæki Jóhannesar sér. „Mögulega hefðum við get- að sótt okkur þessa þekkingu annars staðar en á vissan hátt eigum við greiðari aðgang að þjónustu hjá Matís þar sem það fyrirtæki er hvorki mjög stórt né flókið. Við getum sagt að í þessu tilfelli njóti báðir þess að vera Íslendingar. Við vitum hvert við ætlum og hvað við getum fengið. Það skiptir okkur mestu að hafa aðgang að þekkingu sem er umtalsverð innan veggja Mat- ís,“ segir Jóhannes sem væntir þess að í framtíðinni muni sýni verða reglulega send frá fyrirtæki hans í Suður-Kína til greiningar hjá Matís og þannig verði þjónusta sótt reglubund- ið til Íslands Aðspurður segir Jóhannes að sem stendur sé sandhverf- an eina tegundin í eldi hjá fyrirtækinu en í framtíðinni sé ætlunin að reyna eldi á fleiri fisktegundum með sömu tækni. Sandhverfa þykir herramannsmatur í Kína. Sandhverfa. Aðstæður við Kína eru mjög frábrugðnar náttúrlegum aðstæðum sandhverfunnar. Eldi í tönkum uppi á landi er hins vegar þekkt tækni sem hentar sandhverfunni. Íslendingar í sandhverfueldi í Kína: Ala 300 tonn á ári og sækja tækni til skyldleikagreiningar til Íslands

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.