Ægir - 01.06.2010, Blaðsíða 22
22
E N D U R V I N N S L A
Efnamóttakan hf. í Gufunesi
leggur aukna áherslu á að
veita útgerðum þá þjónustu
að taka á móti gömlum og úr
sér gengnum veiðarfærum úr
næloni. Þau eru síðan flutt er-
lendis, jafnvel alla leið til Kína
og í vaxandi mæli fara þau í
gegnum endurvinnsluferli og
verða að hráefni í nýjar fram-
leiðsluvörur. Þannig hefur
hringrás endurvinnslunnar
hafið innreið sína í sjávarút-
veginn eins og aðrar greinar
og Efnamóttakan hf. sérhæfir
sig í þjónustu við greinina á
þessu sviði, bæði hvað varðar
veiðarfærin og móttöku spilli-
efna sem til falla um borð í
skipum.
Útgerðirnar skila
veiðarfærunum inn
„Í sjávarútveginum, eins og
annars staðar í samfélaginu,
er meðhöndlun úrgangs og
spilliefna að beinast í auknum
mæli í rétta farvegi til endur-
vinnslu og förgunar,” segir
Jón Hólmgeir Steingrímsson,
framkvæmdastjóri Efnamót-
tökunnar hf.
Jón segir regluverkið þann
drifkraft sem knýi þróunina
áfram og beini spilliefnum frá
skipum og bátum rétta boð-
leiðir, sem og notuðu veiðar-
færunum.
„Hvað varðar veiðarfæra-
móttökuna þá sjá útgerðirnar
sjálfar um að safna þeim sam-
an og koma til okkar. Útgerð-
irnar þurfa líka að hreinsa úr
nælonnetunum króka og
kaðla áður en netunum er
skilað inn til okkar en í sum-
um sumum tilfellum er veið-
arfærunum safnað saman í
gáma á svæðum og þeir síðan
sendir beint frá viðkomandi
svæði utan til kaupenda,”
segir Jón en eins og gefur að
skilja eru veiðarfærin einna
umfangsmesti úrgangurinn
sem til fellur á skipum. Áætl-
að er að yfir 1000 tonn af
veiðarfæraúrgangi myndist
árlega og sú tala gefur nokkra
mynd af því sem fellur til í
endurvinnslu en stefnt hefur
verið að því að 60% af þess-
um úrgangi fari til endur-
vinnslu.
Jón segir að kaupendur
notuðu netanna séu víða um
heim en Kínverjar eru mjög
sterkir á þessu sviði.
„Kaupendurnir bræða net-
in upp og búa til úr þeim litl-
ar perlur sem aftur eru hrá-
efni í nýja framleiðslu. Endur-
vinnsluiðnaðurinn í heiminum
er orðinn mjög stór og sífellt
hærra hlutfall sem í raun fer
alveg hringinn, fer sem úr-
gangur og skilar sér í nýrri
vöru til baka.”
Ýmis spilliefni falla til
Þau spilliefni sem til falla í
sjávarútveginum eru af ýms-
um toga. Nefna má olíuvörur
hverskonar, olíusíur og olíu-
mengaðan tvist, rafgeyma,
kæliefni á borð við freon,
slökkviefni, leysiefni, máln-
ingu og raftæki. Þessum efn-
um tekur Efnamóttakan við
og kemur í réttan farveg, end-
urvinnslu eða förgun.
„Ég held að almennt geti
ég sagt að þessi úrgangs- og
spilliefnamál séu í ágætum
farvegi hjá útgerðunum enda
hefur þegar verið greitt fyrir
förgunina með úrvinnslugjaldi
sem lagt er á við innflutning
eða framleiðslu. Kostnaður
við að koma efnunum í end-
urvinnslu er því í langflestum
tilfellum ekki annar en sá að
hafa fyrir því að koma þeim á
söfnunarstöð eða beint til
okkar. Krafa samfélagsins er
öll í þessa veru og sjávarút-
vegurinn fylgir þessari þró-
un,” segir Jón H. Steingríms-
son.
Efnamóttakan hf. í Gufunesi:
Veiðarfæri í vaxandi
mæli send í endurvinnslu
- segir Jón Hólmgeir Steingrímsson, framkvæmdastjóri
Jón H. Steingrímsson, framkvæmdastjóri Efnamóttökunnar hf.
Notuð net komin í bagga og bíða þess að fara frá Efnamóttökunni til kaupenda úti
í heimi, verða brædd upp og hráefnið síðan nýtt á nýjan leik í plastframleiðslu.