Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2010, Page 25

Ægir - 01.06.2010, Page 25
25 F I S K M A R K A Ð I R með starfsemi á Akranesi, sameinaður félaginu og var þá nafni þess breytt í Fisk- markaður Íslands hf. Á árinu 2001 keypti félagið síðan allt hlutafé í Fiskmark- aði Suðurlands hf. sem var með starfsemi í Þorlákshöfn og var það félag sameinað Fiskmarkaði Íslands hf. Á þessum þremur árum, 1999 – 2001, jukust umsvif félagsins um helming. Á árinu 1998 voru seld 18.505 tonn fyrir um 1.958 milljónir kr. en á árinu 2002 voru seld 39.936 tonn fyrir um 5.981 milljónir kr. Á árinu 2006 var starfsemi félagisins enn víkkuð út með stofnun Kvótamiðlunar og yf- irtöku á flokkunar- og slæg- ingarþjónustu. Kvótamiðlunin gekk vel og var rekin allt fram til haustmánuða 2009 en þá var henni lokað og var ein helsta ástæða þess hversu framboð á leigukvóta drógst saman við mikinn niðurskurð aflaheimilda 1. sept. 2009. Á árinu 2006 var keypt húsnæði fyrir flokkunar- og slægingarþjónustuna að Hafn- argötu 10 á Rifi. Starfsemi þessarar deildar var verulega efld og boðið upp á hærra þjónustustig en verið hafði fram til þessa, með því vél- flokka allan fisk. Um helmings markaðshlutdeild Á árinu 2007 var allt hlutafé í Örva ehf. á Skagaströnd keypt og félagið sameinað Fiskmarkaði Íslands hf. Örvi ehf. rak fiskmarkað, ásamt löndunarþjónustu og ýmsa aðra þjónustu því tengda á Skagaströnd. Einnig var á ár- inu 2007 stofnuð þjónustu- deild en starfsemi hennar var hætt á árinu 2008. Fiskmarkaður Íslands hf. er með starfsemi sína í eigin húsnæði í Ólafsvík, Rifi, Þor- lákshöfn og á Skagaströnd. Einnig er flokkunar- og slæg- ingarþjónustan í eigin hús- næði á Rifi. Í Stykkishólmi, Akranesi, Reykjavík og á Arn- arstapa er starfsemin í leigu- húsnæði en í Grundarfirði var gerður verktakasamningur við fyrirætkið Djúpaklett hf. Starfsemi Fikmarkaðs Ís- lands hf. hefur á undanförn- um árum gengið vel þrátt fyr- ir verulegan samdrátt í úthlut- uðum aflaheimildum. Á land- inu öllu eru reknir um 15 fiskmarkaðir og hefur hlut- deild Fikmarkaðs Íslands hf. undanfarin ár verið á bilinu 45-50% (sjá töflu um mark- aðshlutdeild á árinu 2009) Stjórn félagsins skipa í dag: Guðmundur Smári Guð- mundsson, Pétur Pétursson, Sævar Friðþjófsson, Sigurður V. Sigurðsson og Þórarinn Kristjánsson. Árangur við uppbyggingu og rekstur félags eins og Fisk- markaðs Íslands hf. í gegnum tíðina hefur byggst á traustu starfsfólki og viðskiptavinum félagsins. Félagið hefur átt því láni að fagna að starfsmanna- velta er mjög lítil og eru nokkrir af lykilstarfsmönnum búnir að starfa hjá félaginu nánast frá stofnun þess. Einn- ig hefur sú víðtæka samstaða um félagið hjá eigendum þess sem og starfsfólki og við- skipavinum verið gríðarlega mikilvægur þáttur í þeim ár- angri sem náðst hefur. Hlutföll í seldu magni á ísl. fiskmörkuðum 2009. Fiskmarkaður Íslands hf. 49% Fiskmarkaður Suðurnesja hf. 24% Fiskmarkaður Siglufjarðar hf. 4% Fiskmarkaður Vestmannaeyja hf. 4% Fiskmarkaður Bolungavíkur hf. 3% Fiskmarkaður Suðureyrar hf. 4% Fiskmarkaður Þórshafnar hf. 2% Aðrir fiskmarkaðir 10% Hlutföll í verðmætum á ísl fiskmörkuðum 2009. Fiskmarkaður Íslands hf. 50% Fiskmarkaður Suðurnesja hf. 23% Fiskmarkaður Siglufjarðar hf. 4% Fiskmarkaður Vestmannaeyja hf. 2% Fiskmarkaður Bolungavíkur hf. 4% Fiskmarkaður Suðureyrar hf. 4% Fiskmarkaður Þórshafnar hf. 3% Aðrir fiskmarkaðir 10% Sölutölur í magni og verðmætum eru frá stofnun félagsins: Ár Tonn Verðmæti Meðalverð 1992 9.783 758 77,69 1993 13.716 1.085 79,08 1994 17.286 1.550 89,60 1995 17.649 1.584 89,60 1996 17.109 1.479 87,42 1997 17.292 1.583 92,07 1998 18.505 1.958 105,80 1999 19.099 2.340 122,50 2000 27.571 3.506 127,20 2001 36.760 5.981 162,70 2002 39.936 6.576 164,70 2003 39.694 5.398 136,00 2004 44.656 5.559 124,50 2005 44.747 5.369 119,98 2006 43.769 6.220 142,10 2007 42.578 7.022 164,90 2008 45.306 8.388 185,14 2009 47.713 10.301 215,90 Smábátasjómaður með nýveiddan þorsk á leið á Fiskmarkað Íslands í Reykjavík.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.