Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2010, Qupperneq 27

Ægir - 01.06.2010, Qupperneq 27
27 afurðaverð erlendis,” segir Ragnar en fyrir rekstur fisk- markaðanna má segja að hækkun á fiskverði hafi vegið upp á móti niðurskurði í afla- heimildum. Æskilegast sé þó til lengri tíma að sem bestur stöðugleiki sé í framboði og að sveiflur séu sem minnstar í verðþróuninni. Nýr markaður á Breiðdalsvík Að jafnaði hafa farið 25-30 þúsund tonn af fiski um kerfi Fiskmarkaðs Suðurnesja ár- lega að undanförnu. Ragnar reiknar ekki með að metárið 2009 verði toppað að þessu sinni. „Fyrir okkar rekstur verður áhugavert að sjá hvernig nýj- asti markaðurinn okkar á Breiðdalsvík kemur til með að þróast. Þar opnuðum við í apríl síðastliðnum en á staðn- um er komin góð aðstaða til að taka á móti bátum, ný flot- bryggja og fleira. Það sem af er hafa bátarnir sem þarna eru í viðskiptum við okkur mokfiskað þannig að við er- um bjartsýnir. Og líkt og ann- ars staðar framkallar þessi starfsemi umtalsvert af þjón- ustustörfum og það er já- kvætt. Alveg á sama hátt er gam- an að horfa á uppgang Fisk- markaðs Siglufjarðar sem við eigum hlut í og hann mun að mínu mati sækja sig enn frek- ar þegar Héðingsfjarðargöng verða komin í haust. Í heild er ég þess vegna ágætlega sáttur við stöðuna hjá okkur,” segir Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmark- aðs Suðurnesja. Þrír bátar fá löndunarþjónustu. Stæður af körum sem eru á leið til kaupenda. F I S K M A R K A Ð I R

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.