Ægir - 01.07.2011, Page 8
8
B Y G G Ð A K V Ó T I
Á hverju ári hefur sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra
til ráðstöfunar ákveðinn
„pott“ af aflaheimildum sem
nemur allt að 12.000 lestum
af óslægðum botnfiski, sbr. 1.
mgr. 10. gr. laga nr.
116/2006, um stjórn fisk-
veiða, með síðari breytingum.
Þessi „pottur“ er ekki ein-
göngu hugsaður sem „byggða-
kvótapottur“ heldur er einnig
unnt að ráðstafa aflaheimild-
unum í „pottinum“ til að
mæta áföllum sem eru fyr-
irsjáanleg vegna verulegra
breytinga á aflamarki ein-
stakra tegunda, sbr. 1. tölul.
1. mgr. 10. gr. Undir þennan
tölulið getur t.d. fallið sam-
dráttur í skel- og rækjuveið-
um. Í framkvæmd hafa á síð-
ustu árum, þ.e. á árunum
2006-2010, farið árlega úr
„pottinum“ um það bil 3000-
4400 lestir af aflaheimildum
til byggðarlaga á grundvelli
byggðasjónarmiða, sbr. 2. tö-
lul. 1. mgr. 10. gr., og þá í
fiskveiðitegundunum þorski,
ýsu, ufsa og steinbít.1)
Ráðherra ráðstafar byggða-
kvótanum á „hverju fiskveiði-
ári“. Í áliti umboðsmanns Al-
þingis frá 14. desember 2009
í máli nr. 5379/2008 lýsir
hann þeirri afstöðu sinni að
ráðstöfun slíkra aflaheimilda
skuli fara fram á hverju fisk-
veiðiári. Frá þeirri „megin-
reglu“ hafi sjávarútvegsráð-
herra ekki heimild til að víkja
með stjórnvaldsfyrirmælum
nema til þess standi skýr
heimild í lögum nr. 116/2006.
Undantekning frá þessari
meginreglu kemur fram í 2.
málsl. b-liðar 2. tölul. 1. mgr.
10. gr. laganna en þar er
mælt fyrir um að heimilt sé
að ráðstafa aflaheimildum
samkvæmt liðnum til allt að
þriggja ára í senn. Eins og
málsliðurinn er úr garði gerð-
ur tekur heimildin ekki til
ráðstöfunar byggðakvóta til
minni byggðarlaga sem lent
hafa í vanda vegna samdrátt-
ar í sjávarútvegi og háð eru
veiðum eða vinnslu á botn-
fiski, sbr. a-lið 2. tölul. 1.
mgr. 10. gr., heldur er heim-
ildin aðeins bundin við ráð-
stöfun byggðakvóta til byggð-
arlaga sem hafa orðið fyrir
óvæntri skerðingu á heildar-
aflaheimildum fiskiskipa sem
gerð hafa verið út og landað
hafa afla í viðkomandi
byggðarlögum og sem hefur
haft veruleg áhrif á atvinnu-
ástand í byggðarlögunum. Í
umræddu áliti sínu túlkar um-
boðsmaður framangreindan
b-lið með þeim hætti að
hann veiti ráðherra ekki
heimild til að „úthluta
byggðakvóta til einstakra
fiskiskipa“ þannig að skip
geti fengið úthlutað slíkum
aflaheimildum, sem ráðherra
hefur ráðstafað á einu fisk-
veiðiári, á því næsta og þá
jafnvel til allt að næstu
þriggja fiskveiðiára.
Ráðherra ráðstafar byggða-
kvótanum til „byggðarlaga“
en ekki sveitarfélaga, eins og
mælt er fyrir um í 1. mgr. 10.
gr. laga nr. 116/2006. Við 1.
umræðu á Alþingi um frum-
varp til laga nr. 21/2007 um
breytingu á lögum um stjórn
fiskveiða, er lögfesti gildandi
lagareglur um byggðakvóta,
áréttaði þáverandi sjávarút-
vegsráðherra, sem einnig var
flutningsmaður frumvarpsins,
þann mun sem gera yrði á
hugtökunum byggðarlag og
sveitarfélag, sbr. eftirfarandi
ummæli:
[...] En þarna er ekki átt
við sveitarfélög, þannig að
það sé alveg skýrt. Við erum
að tala um einstök byggðar-
lög. Þau geta verið mörg inn-
an sama sveitarfélagsins.
Þetta er gert til að koma til
móts við minni byggðarlög-
in.2)
Samkvæmt framangreindu
geta innan hvers sveitarfélags
verið byggðarlög. Sem dæmi
má nefna Fjallabyggð sem
hefur innan sinna marka tvö
byggðarlög, Ólafsfjörð og
Siglufjörð. Í framkvæmd hef-
ur sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðuneytið skilgreint
byggðarlög sem byggðakjarn-
ar sem liggja að sjó og eru
háðir veiðum og/eða vinnslu
á sjávarafla. Í þessu sambandi
má benda á 2. mgr. 1. gr.
reglugerðar nr. 83/2010, um
úthlutun byggðakvóta til
byggðarlaga á fiskveiðiárinu
2009/2010.
Almennar reglur um úthlutun
byggðakvóta
Í 1. málsl. 5. mgr. 10. gr. laga
nr. 116/2006 er kveðið á um
að sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra setji í reglugerð
almenn skilyrði fyrir úthlutun
aflaheimilda samkvæmt 2.
tölul. 1. mgr. til fiskiskipa
innan einstakra byggðarlaga.
Skuli þau skilyrði meðal ann-
ars varða skráningarstað,
skráningartíma, eignarhald,
skiptingu milli fiskiskipa, lág-
marksverð, tryggingar fyrir
greiðslum og framkvæmd út-
hlutunar.
Í framkvæmd hefur ráð-
herra sett slík skilyrði í reglu-
gerðum fyrir hvert fiskveiðiár.
Skilyrðin hafa meðal annars
verið útfærð með þeim hætti
að skip hafi leyfi til veiða í
atvinnuskyni, séu skráð í við-
komandi byggðarlagi á
ákveðnum tíma og séu í eigu
eða leigu einstaklinga eða
lögaðila sem hafa heimilis-
fang í byggðarlagi á tiltekn-
um tíma. Skilyrði af þessu
tagi hafa gilt fyrir úthlutun
byggðakvóta á öllu landinu.
Með þeim hætti hefur verið
tryggt ákveðið samræmi og
jafnræði á milli þeirra sem
áhuga hafa á því að nýta
byggðakvóta til hagsbóta fyrir
þau byggðarlög sem eiga í
þeim vanda sem úthlutun
byggðakvótans er ætlað að
mæta. Í áliti umboðsmanns
Alþingis frá 30. júní 2006 í
máli nr. 4477/2005, þar sem
reyndi á þágildandi 9. gr.
laga nr. 38/1990, um stjórn
fiskveiða, var gerð athuga-
semd við það að tillögur ein-
stakra sveitarstjórna, sem
sjávarútvegsráðuneytið stað-
festi, væru um margt ólíkar
innbyrðis. Umboðsmaður tók
fram að takmörk væru á því
hve langt ráðherra mætti
ganga við setningu reglna
sem byggðust á mismunandi
forsendum og útfærslum ein-
stakra sveitarstjórna um
hvernig ráðstöfun byggða-
kvóta skyldi háttað. Það var
afstaða umboðsmanns að
ekki yrði önnur ályktun dreg-
in af úthlutunarreglunum en
að sjávarútvegsráðuneytið
hefði ekki gætt þess að leggja
efnislegt mat á tillögur ein-
stakra sveitarstjórna þannig
Stjórnsýslufyrirkomulag
við úthlutun byggðakvóta