Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 36
Tímaril Máls og menningar
í skauli liennar, sjálfur náttúrubarn
og hefur jafnframt sem borgarbúi
saknaðarþrá til hennar, auk þess sem
skáldin á undan honum og myndlist-
armennirnir hafa hrugðið á hana
fegurðarljóma og listnám hans sjálfs
eflt með honum fegurðarkennd fyrir
íslenzkri náttúru. Ekkert af þessu
gefur þó fullnaðarskýringu á því
sterka aðdráttarafli sern náttúran hef-
ur á hug Snorra og hvergi seiðþyngra
en í Laufum og stjörnum:
Kyrrðin á heiðinni hríslast um brjóst mér,
ilmþung
hádegiskyrrð, fuglar, sólglitað lyng,
fölgrænar mýrar inilli kjarrgrænna halla,
maður á gangi, hláfjöllin allt í kring.
Eða kvæðið Lyng:
Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar ineðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.
Augljóst er að skáldið leitar í nátt-
úrunni að vernd og skjóli, friðsæld
og kyrrð er hann saknar í borginni
eða þjóðfélaginu. Hefur hann þá lagt
þaðan á flótta „heiin til náttúrunnar“
eða inn í heim sem liann skapar sér
þar sjálfur? Ekki skal því neita, eða
liver er sá sem ekki þráir á stundum
að flýja þjóðfélagið og hjúfra sig
að hrjósti náttúrunnar? Ekki fer dult
að Snorri er vonsvikinn af veröld-
inni og finnst hann lifa í rangsnúnum
heimi og vera eins og á reki frá sjálf-
um sér, og í einu kvæði óskar hann
sér að „hverfa langt langt inn á
græna skóga inn í launhelgar trjánna
og gróa þar trc
gleymdur sjálfum mcr, finna
ró í djúpum
rótum og þrótt
í ungu Ijósþyrstu laufi
En rangt væri að álykta af þessu
að Snorri þjáist af lífsfirring nútím-
ans heldur hefur náttúran orðið hon-
um heilsulind, aflgjafi og óþrotlegur
lífsbrunnur sem gerir lífsfirring eða
einmanakennd óhugsandi. Og Snorra
hefur aldrei komið í hug að afneita
þjóðíélaginu, og hversu kær sem hon-
um er náttúran ber hann mennina í
sífellu fyrir hrjósti, svo að hvort sem
liann leitar inn í launhelgar trjánna
eða vill fljúga til sólarinnar er hann
að sækja lianda þeim eldinn, og þeg-
ar hann vill gróa tré inni í skógi er
það til að leita aflur
með vizku trjánna
á vil reikulia mauna.
Það væri því misskilningur að halda
að náttúran, hversu sem hún sækir
á hug skáldsins og birtist í ljóðum
lians, sé innihald þeirra eða efni, að
þau séu í rauninni náltúruljóð. Því
fer fjarri að svo sé. Til sanns vegar
má færa að þau leiki á tveim strengj-
um, að liugur skáldsins streymi milli
242