Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar frá veruleikanum inn í náttúruna eða innri heima og hafa verið nefnd inn- hverf og vakið hjá ýmsum fögnuð fyrir að vera fráhverf þjóðfélagi og stjórnmálum, og hafa að sönnu á sér það yfirskin að láta sig þjóðfélagið litlu varða, eru engu að síður þrung- in áhrifum þaðan og óhugsandi, hversu hljóðlát sem þau eru, án þess að skáldið hafi lifað bylgjuslátt þess og straumröst og harmleik af dýpstu kennd og heitri sál sinni. Hann er einmitt að sækja til náttúrunnar tungu og sögu það afl, er hann geti sigrað með tímana, og leita skilnings á lífinu og mönnunum, að varanleik lífs og listar. Ljóð hans eru ekki inn- hverf í þeim skilningi að hann sé þar aðeins að bjarga sér sem einstaklingi og skáldi, heldur öðru sem hann ber heitar fyrir brjósti, þjóð sinni, skáld- listinni, manninum sjálfum. Og í hljóðu stolti Snorra Hjartarsonar býr trúin á gildi ljóðsins með þjóðinni. Og í hinni myrku nótt sem grúfir yf- ir, þegar allt hið ytra tildur vill kæfa h'fið, er það einkum dýrmætt að skynja lindina á heiðinni, lind ljóðs- ins, lindina í eigin brjósti, að finna samhljóm alls í tilverunni, sjá fram- vinduna, að vita að sól hins liðna er í sama mund sól hins ókomna dags. En eru þá þessi ljóð Snorra loka- skeið útrunnins tíma, eða verða þau fjallið sem sólin skín yfir í augum næstu kynslóða? Ekki leynir sér að Snorri óttast um 2 48 íslenzka ljóðagerð í þeirri mynd sem hún hefur lifað fram á okkar dag, að hún hverfi „í ysinn að utan“. Því er honum einmitt svo umhugað um að tengja hið liðna og ókomna, að stilla hörpuna í samhljóm við breytta tíma, finna ný strengjagrip en leggja jafnframt eyra við jörð, heyra lind- irnar streyma hinn djúpa nið lands og tungu, að leita eftir mótvægi og staðfestu, þeim verðmætum sem standast tímans tönn. Þessvegna hin þráláta spurn: hvað á líf og Ijóð sem er varanlegt? Bókin er leit að þeim verðmætum, og í sjálfu sér með list sinni staðfesting hins varanlega: Heyri þau heyri þau óma í hugar míns djúpi sem fyr Hver tími á sína strauma sem liggja til hins ókomna, og í hverju djúpu ljóði býr mynd framtíðarinn- ar. Niður í þessa undirstrauma þjóð- lífsins leita ljóð Snorra Hjartarsonar. Að gefast ekki upp eða láta undan fyrir ofríki samtiðarinnar, yfirborðs- háttum, að gefa sér ró til íhugunar á glamurtímum, að skynja varanleik- ann undir hjúpi hverfleikans, að glæða drauma og vonir, skapa feg- urð, er afrek í sjálfu sér, að vita að laufin sem hrekjast bliknuð fyrir hauststormunum eru fallin af grein- um sem bera munu grænt skrúð á næsta vori, að lindin undir jörðinni helzt lifandi kát, þótt frjósi hið efra, er um leið skilningur á eilífri verð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.