Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Síða 63
Bréf til Skúla og Theodoru, Thoroddserl En jeg hef hvorki tíma né eirð til að skrifa fleira um tíðina, og því siður um eilífðina — allt þesskonar, o: þetta svo nefnda andlega, finnst mér standi og falli með — matvörunni! Með næstu ferð mun jeg senda, ef tóri, „Jón Arason“, eins vel yfirlesinn og kostur er. Pappír og prentun á kvæðum M. J. Bjarnasonar líkar mér vel — einasta verð jeg að áskilja þrjá prófarkalestra á hverri örk. Með innilegri kveðju og ósk miklu betri sumartíðar en áhorfist, yður og frændkonu minni með ykkar hóp — item öllum Vestfjörðum, þessu kæra hákarla- og harðinda, eldgamla fítonsanda-föðurlandi — er jeg yðar skuldbundinn vin Matth. J ochumsson 27. maí [1899] Háttvirti vinur! Jeg sendi yður þá — samkvæmt umtali okkar leik minn „Jón Arason“, og til tryggingar hef jeg skrifað hann allan upp (með smábreytingum) síðan við töluðum saman. Mér er ant um leikinn og vildi gjarnan lifa þangað til jeg sæi hann kominn undanAiunda og manna fótum. Tel jeg það höfðingskap af yður — hreinan höfðingsskap að prenta hann og borga mér 200 kr., sem jeg eptir kringumstæðum er vel ánægður með. Svarið frá Sigga mínum Krist. fekk jeg nokkrum dögum eptir að þér fóruð hjá. Kveðst hann alls ekkert kaupa og alls ekkert prenta og — alls ekkert selja af nokkrum sköpuðum hlut, og megi jeg fara til ... (var meiningin) með Arason og öll önnur and- leg jóð, hvert heldur hoppað hafi út úr haus mínum hlægjandi eða séu alin með hryggilegum harmkvælum! This was the bearing of our head-publisher’s magnanimous Ietter! Nú, honum er víst vorkunn: alþýðan kaupir svo að segja ekkert, hún er á húsgangsþröminni með alla hluti, og aldrei frá því jeg fekk vit var þjóð vor meir á rassinum. Svo er þeirra maskepí í Reykjavík með bókabéfusar-einokun sína, einkum það, að liggja lon og don með bækur og selja eingöngu fyrir peninga, öldungis vitlaust. Maður í Winnipeg (prent- ari 01. Þorgeirsson) lofar mér gulli og grænum skógum ef jeg sendi honum eitthvað valið til að prenta, vill „starta“ öll ósköp af literary stuff í magazíni. Jeg sinni því ekki að svo komnu, enda fer nú að stirðna, hrörna, eldast, örverpast. Klemenz heldur þingið í sumar mundi losa mig við embættið og slá í mig c. 2000 kr. árlega, en jeg þori ekkert að segja og litla von að hafa um það (í þessu ári, líka); en mjög æskileg breyting væri það, því við að verða frjáls og lausbeizlaður það sem eptir kann að vera yrði mér — með 269
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.