Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Page 65
Brél til Skúla og Theodoru Thoroddsen
ur niðr undir, að jeg held; — áður en hann fór trúði jeg honum fyrir dálitlu
bréfi, sem hann privatim skyldi sýna vissum þingmönnum i kyrrþey. Jeg mæl-
ist sem sé til, en mjög með hálfum huga og hóglátlega, að þingið vildi leysa
mig frá prestskapnum og bæta svo upp styrk minn, að jeg missi ekki mikils
í og geti hjarað vandræðalaust mína, líklega fáu ólifuðu daga. Jeg þarf
að fá næði til að geta notið þess sem eptir er af kröptum mínum og tíð
til skáldlegrar iðju. En jeg efast mjög um að sú bæn geti náð áheyrn, bæði
hefur þingið ógurlegar annir og stapp í sumar, og fjöldi bitlinganna sífelt
að vaxa og vekja óvilja innan þings og utan. Svo verða ogþeirmeðreiðarmenn
mínir á Pegaso vitlausir ef það kemst í hámæli að jeg leiti eptir fullum
launum sem poet, en þeir fái ekkert. Og lái jeg þeim það ekki — bara þeir
vildu vinna eða gætu unnið og orkt ekki minna en jeg þykist gera. — Jeg
fer ekki fleiri orðum um’þetta — öruggur í þeirri von, að þér verðið ekki
aptastur minna aðstoðarmanna, ef málið er borið upp. En varfærni og vits-
muni þarf við að hafa enda þori jeg varla fleirum að skrifa — kannske
Tryggva par línur. Við þá norðan og austan þingmenn talaði jeg fáein orð,
og tóku þeir góðmannlega undir við mig. —
Nú höfum við klerkar hér nyrðra minnst hins forna Hólastóls og haldið
24 (-f- 2) prestastefnu í 2 daga hér í bænum. Fundurinn var hinn elskuleg-
asti og sá skemtilegasti, sem jeg hefi verið á um dagana — þó ekki kostaði
eyrisvirði aðra en fundarmenn sjálfa. Við gefum út dálítið rit í sumar og
vonum að það sýni anda og stefnu þessa fyrirtækis. Samlyndið var ágætt —
þrátt fyrir dogmatískan ágreining og bendir það til að hér er vor-andi í lopti
sem spáir meira mannviti og umburðarlyndi í kirkjunni en hingað til hef-
ur átt stað. Séra Zofonias prófastur var (ásamt mér) talsmaður nýrri skoð-
ananna, og undu hinir (o: með orthodoxiu eða ótta yfirdrepsskap) því
furðanlega vel; enda er þar lítið um varnir ef á hólm er komið. — Nú er
hér sól og sumar.
Yðar með einlægri kveðju og ósk um frið og fögnuð í H. A. á þinginu
(— æ, kannske sá H. A. hafi farið „til Geysis“! —) og samneyti heilagra
við hlið hans hátignar!
Yðar vin og bróðir
Matth. Jochumsson
271