Ægir - 01.09.2009, Side 15
15
R A N N S Ó K N I R
þol þorskflaka úr misfersku
hráefni. Þorskhnakkar voru
unnir úr tveggja og sjö daga
hráefni, þeim gaspakkað
(50% CO2, 5% O2 og 45%
N2) og fylgst með gæðaþátt-
um með geymslu við -1.5°C.
Niðurstöðurnar sýndu að
þorshnakkar úr fiski sem
unninn var 2 dögum frá veiði
hélt ferskleikaeinkennum sín-
um í a.m.k. 13 daga frá pökk-
un og geymsluþolið var a.m.k
19 dagar frá pökkun. Hnakk-
ar unnir úr 7 daga gömlum
fiski héldu ferskleikaeinkenn-
um í einungis 3 daga frá
pökkun og lokum geymslu-
þols var náð 5-7 dögum frá
pökkun. Því má álykta að
mjög takmarkaður ávinningur
sé af gaspökkun og undir-
kælingu ef hráefnið er gam-
alt. Hinsvegar, ef nýveiddum
flökum er gaspakkað og þau
geymd við bestu aðstæður í
undirkælingu má ná fram
mun lengra ferskleikatímabili
og geymsluþoli og þar með
mun verðmætari afurð heldur
en með hefðbundinni pökk-
un.
Miðlun og aðgengi upplýs-
inga: Kæligátt
Gæta þarf að verklagi og um-
gengni um hráefni og fisk og
gera þarf átak í meðhöndlun,
vinnslu og flutningi fiskafurða
til að tryggja betri gæði og
verðmætari vörur. Þó að auk-
in gæði skili ekki alltaf meiri
verðmætum strax, munu auk-
in gæði skila meiri árangri til
framtíðar litið og eru miklir
markaðslegir hagsmunir í
húfi fyrir þjóðina. Ekki veitir
af að byggja upp og styrkja
ímynd Íslands og íslenskra
afurða á þessum tímum.
Unnið er nú að uppsetn-
ingu hagnýtra leiðbeininga á
veraldarvefnum fyrir kælingu
og meðhöndlun á fiski á öll-
um stigum virðiskeðjunnar
frá miðum á markað. Leið-
beiningarnar byggja á þeim
rannsóknum sem fram-
kvæmdar hafa verið innan
kæliverkefnanna Chill-on,
Hermun kæliferla og Kælibót,
auk annarra rannsókna. Nið-
urstöðum tilrauna verður
miðlað á þann hátt að fyrir-
tæki geti auðveldlega hagnýtt
sér upplýsingar og séu fljót
að greina ný tækifæri til að
bæta innanhúsferla. Upplýs-
ingarnar verða því settar fram
á einfaldan og myndrænan
hátt. Vísað verður í ítarefni
sem aðgengilegt verður á raf-
rænu formi fyrir þá sem vilja
meiri og dýpri upplýsingar.
Til að byrja með verður
mest áhersla lögð á vinnslu á
bolfiski (þorski) í kældar af-
urðir en stefnt er að frekari
uppbyggingu þar sem teknar
verða inn fleiri fisktegundir
og önnur matvæli og fleiri af-
urðaflokkar.
Mynd 2. Hitadreifing
í lóðréttu sniði gegn-
um stafla af frauð-
plastkössum, sem
innihalda ferskfisk-
flök, reiknað með
varma- og straum-
fræðihugbúnaðinum
ANSYS FLUENT.
Loft
Fiskur
Frauðplast
Mynd 1 sýnir að lengra geymsluþol roðkældra þorskhnakka (CBC- Combined Blast and Contact cooling) fæst vegna hægari vaxtar skemmdarbaktería (Photobacterium
phosphoreum) og TMA myndunar (VK merkir vökvakæling á flökum; hráefnið upphaflega ísað eða geymt í ísþykkni).
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Allt til línuveiða
Starfstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Akureyri - Fiskitangi
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28
• Ísnet Hornafjörður - Ófeigstanga
• Ísnet Húsavík - Uggahúsi
• Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
www.isfell.is