Ægir - 01.09.2009, Qupperneq 17
17
V I Ð T A L I Ð
dáendur í hópum erlendra
ferðamanna. „Margir Austur-
landabúar þekkja siginn fisk
og skötu, til dæmis Kóreu-
menn, Kínverjar og Japanir,
og verða líka yfirleitt alveg
óðir í hamsana þótt þeim
þyki sú fæða furðuleg á að
líta í fyrstu. Selspikið skorar
hins vegar ekki hjá Austur-
landabúunum en þeir fást
frekast til að borða það ef ég
læt fylgja með að þessi afurð
selsins sé náttúruaukandi.
Fólk borðar auðvitað mat sem
það trúir að hlaupi í klofið á
því og auki æxlunarfýsnina!“
Alinn upp við ál og ætlar að
gera út á ál
Kjartan er gegnheill Skaftfell-
ingur, fæddur og uppalinn á
Syðri-Steinsmýri í Meðallandi.
Bændur þar um slóðir voru
mestu álaveiðimenn Íslands
og stunduðu það meðal ann-
ars að róa út á vötn, vopnaðir
göfflum með löngum sköft-
um. Álarnir hnipruðu sig sam-
an í holum á botninum,
margir saman, og bændur
stungu niður í holurnar og
náðu jafnvel mörgum í einu.
Gildrur voru óþekktar til ála-
veiða á þessum tíma. Svo
fundu bændur upp á því að
veiða ál á línu með góðum
árangri. Kjartan nefnir þar til
sögu granna sinn, Bjarnfreð
bónda Ingimundarson á Efri-
Steinsmýri, föður Magnúsar
sjónvarpsfréttamanns og Að-
alheiðar, formanns verka-
kvennafélagsins Sóknar.
Bjarnfreður og félagar notuðu
litla öngla, suma bjuggu þeir
sjálfir til úr títuprjónum, beittu
ánamaðk og veiddu ál. Þessi
merkilegi fiskur var aðallega
borðaður kofareyktur en líka
saltaður. Kjartan hefur um
árabil selt ál sem hann kaupir
af Mýrum í Borgarfirði eða á
Járngerðarstöðum við Grinda-
Kjartan færir skötu upp á disk.
Helgistund að morgni á Sægreifanum: hafragrautur er fastur liður hjá starfsfólkinu i upphafi vinnudags. Frá vinstri: Hörður
Guðmannsson allsherjarreddari, Elísabet Skúladóttir, sem annast veitingareksturinn, Kjartan Halldórsson Sægreifi og Kolbrún
Benjamínsdóttir, starfsmaður í veitingahúsi og fiskbúð.