Ægir - 01.09.2009, Qupperneq 23
en ekki hefur orðið vart við fullorðna
fiska á Íslandsmiðum svo öruggt megi
telja. Í marsralli 2008 veiddi Páll Pálsson
ÍS tvær ljóskjöftur, aðra á um 70 m dýpi
vestur af Kópanesi (65°51’N - 24°55’V),
hina á 160-170 m dýpi vestur úr Breiða-
firði (65°01’N - 25°38’V). Þær voru 13 og
17 cm langar.
Gráröndungur, Chelon labrosus
Ekki bar mikið á gráröndungi þetta
ár. Þó fréttist af tveimur sem veiddust í
silunganet, annar í Hornafirði en hinn á
Bakkafirði.
Rauðgreifi, Gyrinomimus sp.
Hrafn Sveinbjarnarson GK veiddi 47
cm langan rauðgreifa í maí. Fiskurinn
veiddist á 1370 m dýpi á grálúðuslóðinni
djúpt vestur af landinu (65°26,50´N,
28°55,60´V). Þessi greifategund hefur
einu sinni áður veiðst við Ísland. Það var
á sama svæði árið 1995. Greifarnir eru
fáséðir djúpfiskar sem finnast í öllum
heimshöfum. Óljóst er með fjölda teg-
unda því tiltölulega fá eintök eru til
varðveitt. Af Íslandsmiðum eru þekkt tíu
eintök, öll veidd djúpt vestur af landinu
og virðist sem þar sé um fimm tegundir
að ræða. Sérhver greifi sem berst til
rannsókna er því mjög mikils virði.
Pálsfiskur, Zenopsis conchifera
Pálsfiskur hefur einu sinni veiðst áður
hér við land, en það var árið 2002 er
einn 24,5 cm langur fiskur fékkst í
dragnót á Sandvík norðan Reykjaness.
Árið 2008 veiddust alls fimm pálsfiskar
við landið frá því í febrúar og fram í júní.
Einn veiddist í dragnót, hinir í botnvörpu
og veiðisvæðið var frá Grindavíkurdjúpi
(63°29’N-22°35’V), um Eldeyjarboða
(63°42’N-23°35’V) og Jökultungu
(64°17’N-24°40’V) norður undir Svörtu-
loft (64°52’N-24°04’V) á 80-420 m dýpi.
Þessir fiskar mældust 26-31 cm á lengd.
Stóri bramafiskur, Brama brama
Árið 2007 veiddust all nokkrir Stóru
bramafiskar djúpt suður af Vestmanna-
eyjum, en árið 2008 brá svo við að þessi
tegund veiddist undan allri Suðurströnd-
inni, frá Öræfagrunni, vestur á Selvogs-
banka og út eftir Reykjanesshrygg. Stóri
bramafiskur veiddist þarna í allar gerðir
veiðarfæra á 100 til 670 m dýpi. Alls fékk
Hafrannsóknastofnun 34 fiska til rann-
sókna, þeir voru 49-57 cm langir og 1,5-
2,0 kg að þyngd.
Við skoðun á þessum fiskum kom í
ljós að sumir þeirra voru með bandorms-
lirfur í holdinu. Þarna er um að ræða
tegund sem ber vísindanafnið Gymnor-
hynchus gigas. Ormur þessi lifir í melt-
ingarvegi ýmissa hákarla, en lirfustig teg-
undarinnar tekur sér bólfestu í holdi
fiska, einkum eru þær þekktar í stóra
bramafiski. Þessar lirfur eru mjóar, 2-3
mm, en geta verið 45-50 cm langar og
hlykkjast þær í bugðum og bogum um
holdið. Þó svo þessi ormur geri mannin-
um ekkert mein, þá eru sýktir fiskar lítt
kræsilegir til átu. Þannig guggnaði höf-
undur á því að éta annað flakið af stóra
bramafiski sem hann hugðist steikja og
éta, því ormarnir höfðu skorist sundur
við flökun fisksins og það var ógjörning-
ur að tína alla ormaspottana úr fiskinum.
Annars er stóri bramafiskur uppsjávar-
og miðsævisfiskur sem hefur veiðst niður
á 1000 m dýpi. Í Norðaustur-Atlantshafi
er hann að finna allt frá Suðvestur-Afríku
og norður til Bretlandseyja og stundum
vestan þeirra og í Norðursjó og til Nor-
egs flækist hann einnig. Þá hefur hann
flækst alloft til Íslandsmiða.
Svarthveðnir, Centrolophus niger
Alls veiddust fjórir svarthveðnar á ár-
inu. Sighvatur GK veiddi einn í Grinda-
víkurdjúpi, Brimnes annan í Jökuldjúpi
og síðan veiddust tveir í í haustralli Haf-
rannsóknastofnunar í Skerjadjúpi. Þessir
fiskar voru 43-63 cm langir.
Svarthveðnir líkist mjög frænda sínum
bretahveðni, best er að þekkja þá sundur
á því að á svarthveðni byrjar bakugginn
aftan við eða á móts við eyruggarætur en
á bretahveðni byrjar bakuggi framan við
rætur eyrugga.
Bretahveðnir, Schedophilus medusop-
hagus
Slæðingur af bretahveðni veiddist í
flotvörpu við veiðar á síld og makríl á
svæðinu frá Rósagarði og norður undir
Þórsbanka. Bretahveðnir veiddist einnig
á þessum slóðum í haustralli Hafrann-
sóknastofnunarinnar og á djúpslóð und-
an Suður- og Vesturlandi allt norður á
grálúðuslóð vestur af Víkurál. Alls voru
33 fiskar mældir og voru þeir 29-47 cm
langir.
Afbrigðilegir fiskar
Fiskar með afbrigðilegt litafar sem
bárust voru appelsínugulur ufsi sem
Jonni SI veiddi á Siglunesgrunni og bleik
ýsa sem Kleifarberg ÓF fékk suðvestur af
Eldeyjarboða.
Tveir fiskar bárust með sérkennileg-
ann útvöxt, annars vegar var það grá-
sleppa sem veiddist norðan við Grímsey
og svo ufsi sem Baldvin Njálsson GK
veiddi á Stokksnesgrunni. Í báðum tilfell-
um var um stór æxli að ræða.
Hryggleysingjar
Nokkrir hryggleysingjar bárust til
greiningar. Þar á meðal var risasmokkur
(Architeuthis sp.) sem Steinunn SF veiddi
á 90 m dýpi á Látragrunni (65°20’ N -
25°08’ V). Lengd smokksins með örmum
var 260 cm, sjálf kápan var 75 cm. Einnig
barst tindakrabbi (Neolithodes grimaldii)
sem Baldvin Njálsson GK fékk á 950-
1040 m dýpi vestur af Snæfellsnesi
(65°03´N - 28°11’V).
Í haustralli Hafrannsóknastofnunar á
rs. Árna Friðrikssyni RE og Bjarna Sæ-
mundssyni RE umhverfis land í október
veiddust nokkrar athyglisverðar tegundir,
til viðbótar þeim sem þegar hafa verið
nefndar. Þær helstu voru digurnefur
(Hydrolagus mirabilis), djúpskata (Ra-
jella bathyphila), bláskata (Rajella bigel-
owi), fjölbroddabakur (Polyacanthon-
otus rissoanus), uggi (Scopelosaurus
lepidus), flathaus (Cataetyx laticeps),
trjónuhali (Caelorinchus caelorhinc-
us), mjóhali (Coryphaenoides brevi-
barbis), sædjöfull (Ceratias holboelli),
surtur (Cryptopsaras couesii), bjúgtanni
(Anoplogaster cornuta), rósafiskur
(Rhodichthys regina), brynstirtla (Tra-
churus trachurus), ennisfiskur (Platy-
beryx opalescens), grænlandamjóri
(Lycodes adolfi), flekkjaglitnir (Callion-
ymus maculatus).
Ýmsar aðrar fáséðar tegundir veiddust
í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunarinn-
ar, t.d. náskata (Leucoraja fullonica),
bletta (Gaidropsarus vulgaris), kamb-
hríslungur (Chirolophis ascanii),
skrautglitnir (Callionymus lyra) og litli
flóki (Phrynorhombus norvegicus).
Helstu heimildir
Nelson, J.P. 1986. Scophthalmidae. Í: Fishes of the North-eastern Atlantic
and the Mediterranean. 3: 1287-1293.
Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. 2006. Íslenskir fiskar. Edda,
Reykjavík. 336 bls.
Paxton, J.R. 1989. Synopsis of the whalefishes (Family Cetomimidae)
with description of four new genera. Records of the Australian Mu-
seum, 41: 135-206.
Quéro, J.-C., M.H. Du Buit, J.J. Vayne. 1997. Les captures de poissons á
affinités
tropicales le long des cotes atlantiques européennes. Ann. Soc. Sci. Nat.
Charene-Marit. 8: 651-673.
Seyda, S. 1976. On a case of a mass invasion of cestode Gymnor-
hynchus (Gymnorhynchus) gigas (Cuvier 1817) larvae in muscles of
Brama raii (Bloch 1791). Acta Ichthyologica Piscatoria 1976; 6: 59-65.
S J A L d G Æ F I R F I S K A R
Rauðgreifi sem Hrafn Sveinbjarnarson GK veiddi á
grálúðuslóðinni árið 2008.
Pálsfiskur sem Sturlaugur H. Böðvarsson AK veiddi á
Jökultungu árið 2008.
Stóri bramafiskur var nokkuð algengur við suður-
ströndina árið 2008.
23